Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 14

Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 14
HEILABROT. /----------- RÁÐNINGAR V______ Hver opnaði bréf Ásu? Elsa frænka er líklegust til þess að hafa opnað bréf Ásu. Jaðar bréfsins sýnir að það hefur ver- ið opnað með verkfæri, sem hefur haft bylgjaðar eggjar. Myndin sýnir greinilega að Nonni er með skæri, sem hafa beinar eggjar, afi er með venju- legan dólk, Metta er með kjötsveðju og mamma er með bréfhníf. Ekkert þessara verkfæra hefði skilið slík för, eins og bréfið sýnir, eftir sig. En Elsa frænka er að snyrta á sér neglurnar, og mamma segir við hana: „Viltu lána mér skærin þín, þegar þú ert búin? Ég þyrfti sánnarlega að snyrta neglurnar á méri“ Slík skæri eru með beygðum eggjum, sem myndu klippa eins og bréfið hefur verið klipt. Það er því sennilegast að Elsa frænka hafi hnýst í bréfið til Ásu. -* - LEYNILÖGREGLUVERKEFNI. Morðið við Washington squarc. Rannsóknir lögreglunnar bentu til þess mögu- leika að Stevens væri í raun og veru „Dr. Krauss.“ Svarta skeggið og dökku gleraugun bentu á dulargerfi. Hasta málróminn var ekki vandi að temja sér. „Dr. Krauss“ var hávaxinn, og það var Stevens einnig. Enginn hafði nokkru sinni séð þá „Dr. Krauss" og Stevens saman. Vitnisburður ráðskonunnar sannaði ekkert um það, að Stevens hefði verið heima um það leyti, sem morðið var framið. Vitnisburður þernunnar sannaði heldur ekki að ,.Dr. Krauss“, hefði dvalið í hótelinu á nóttunni, heldur aðeins að hann hafði viljað láta líta þannig út. Stevens játaði að frænka sín hefði haft áhuga fyrir að ná sam- bandi við einmitt slíkan lækni, sem hann sjálf- ur varð til að benda henni á. Og að lokum: Stev- ens var einasti ættingi hinnar auðugu ekkju, og hlaut því strax að verða „grunaður nr. 1,“ því að fyrsta spurning lögreglunnar er ávallt, þegar morð hefur verið framið: „Hver hagnast á dauðs- fallinu?" John Devery, leynilögregluforingi, handtók því Stevens út frá þessum forsendujn, og við frekari yfirheyrzlur játaði Stevens glæpinn, og bar framburði hans að lokum alveg saman við það, sem lögreglan þegar hafði fengið grun um, varð- andi undirbúning hans og framkvæmd. Stúdentarnir og unnustur þeirra. Johnson er frá Dartmouth; Barry er frá Yale; Brewster er frá Harvard; Edwards er frá Colum- bia; Adams er frá Princeton; Hunter er frá Corn- ell. „Barry hefur látið sauma stórt Y á brjóstið á íþróttaskyrtunni sinni.“ Barry er því vafalaust frá Yale. „Unnusta Brewsters heitir ungfrú Phil- ips,“ „Ungfrú Philips þekkir engan Cornell-stúd- ent.“ Brewster er því ekki frá Cornell. „Ungfrú West hatar alla Harvard-stúdenta," „Brewster þekkir ungfrú West, en hún vill ekkert hafa með hann.“ Brewster er því frá Harvard. „Unnusta Hunters heitir ungfrú Klag.“ „Ungfrú Klag hef- ur aldrei kynnzt neinum Columbia-stúdent." Hunter er því ekki frá Columbia. „Unnusta Ed- wards heitir ungfrú West,“ „Ungfrú West hatar alla Harvard-stúdenta." Edwards er því ekki frá Harvard. Adams, eini stúdentinn, sem ekki er trúlofaður, er frá Princeton því að ungfrú Kent, eina stúlkan, sem nefnd er og ekki er trúlofuð, nemur þar. „Unnusta Johnsons heitir ungfrú Rice.“ „Ungfrú Rice elskar Dartmouth.“ John- son er því frá Danrtmounth. Þá eru þar Hunter og Edwards frá Cornell og Columbia. „Ungfrú Klag er unnusta Hunters og hefur aldrei kynnzt neinum Columbia-stúdent; þess vegna er Hunt- er frá Cornell og Edwards frá Columbia. Hvað ráðlagði vitringurinn? Spekingurinn sagði við konungssynina: „Hafið hestaskipti!“ Allt er hey í harðindum. Flækingurinn reykti fimm sígarettur og átti þá einn stubb eftir. Hann þurfti fjóra stubba í hverja sígarettu. Ur sextán stubbum fékk hann því fjórar sígarettur. En af hverri sígarettu var einn stubbur eftir, og þannig gat hann búið sér þá fimmtu til. Og auðvitað var einn stubbur eft- ir af henni líka. - * - SKÁKÍRAUTIR. 1) Lykill: 1. Bf5-h7. 2) Lykill: 1. Da8-a5. 3) Lykill: 1 Hc3-a3. 4) 1...Hc3xBf3. 2. Dd6xb6, (ef 2. g2xHf3, He5-g5 skák og mát í 2. leik) Hf3x h3. 3. Hvítur gefur. 5) 1. Hdl-d8 skák, Kf8-e7 2. Be3-g5 skák, f7-f6 3. Bg5xf6 skák, Svartur gefur. Ef .... g7xBf6. 4. Dg4-g7 skák, Ke7xHd8. 5. Hhl -dl o. s. frv. 6) 1. e5-e6, He8-g8 (ef Dc8 eða He8 xe6 2. Hf5-f8 skák). 2. Hf5-f7, Hg8-g7. 3. Hdl-fl, Hg7-Hf7. 4. HflxHf7, Svartur gefur. Ef .... Dc8- g8. 5. Dh3-c3 skák, Rc6-d4. 6. Bd6-e5 skák o. s, frav, 14 DÆGRADVÖL

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.