Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 12

Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 12
STUTT FRAMHALDSSAGA: MORÐINGI í LÖGREGLULIÐINU Eftir Fylgist mcð HAROLD DEARDEN “ frá byrjun. tveggja ára gamall, glæsilegur ungur maður, hár og þreklegur, mittisgrannur og ákaflega herðabreiður, sem tók sig sérlega vel út í einkennisbúningnum sínum. Það var deginum ljósara að hús- bóndi hans var öldungis dæmalaust göfugmenni, og maður hefði getað búizt við að Dan væri algerlega ánægður með hag sinn. En einkennisbúningur bifreiðarstjóra bendir óneitanlega ekki til þess, að sá sem hann ber, fari með nokkurt embættisvald af neinu tagi. Það má vel vera, að Dan hafi haft í hyggju, að leiðrétta þennan ófullkomleika með því að gerast nú liðsmaður í lögreglu New York-borgar. Og þar, alveg frá upphafi, gerði hann stormandi lukku, þ. e. a. s. þangað til alveg undir það síðasta. Þar, sem hann var framúr- skarandi íþróttamaður, var hann boðinn hjartanlega velkominn í lögregluliðið, sem nýliði. Hann varð afar vinsæll meðal starfs- bræðra sinna, og eðli starfs hans var með þeim hætti, að hann hafði óþrjótandi möguleika til þess að skipa samborgurum sín- um fyrir, og yfirleitt njóta lífsins og tilverunnar í hvívetna. En það liggur samt sem áður ljóst fyrir, að á þeim fáu árum, sem liðin voru frá því að hann var í skólanum og þangað til hann náði fullorðinsaldri, hafði hann að minnsta kosti glatað nokkru af hinum meðfædda og fölskvalausa hæfileika sínum til þess að vera vingjarnlegur og viðmótsþýður við kunnuga jafnt sem ó- kunnuga, en það hafði, allt til þessa, verið einhver snarasti þátt- urinn í skapgerð hans og persónuleika. Hann hafði sí og æ viljað fara sínu fram í einu og öllu, og það hafði honum undantekning- arlaust heppnast. En þar sem hann áður hafði verið ánægður með að ná tilgangi sínum með fortölum og elskulegheitum, þá var hann nú farinn að líta á undirgefni annara við sig, eins og ekki gæti annað komið til greina. Þessi, dálítið óhugnanlega hugar- farsbreyting verður manni sérstaklega vel Ijós, ef maður rifjar upp atvik eitt, sem átti sér stað skömmu eftir að hann gekk í lög- regluliðið. Kvöld nokkurt var hann staddur í bar einum og lék ýmsar sjónhverfingalistir fyrir hóp gamalla aðdáenda sinna, með kylf- unni sinni og skammbyssunni. En svo ótrúlega vildi til, að einn ungur heiðursmaður, er var meðal áhorfendanna, kunni ekki að meta leikni hans, og ugglaust hefur Dan fundizt að eitthvað þyrfti hann að taka til bragðs til þess að hressa upp á sálarástand þessa áhugalausa áhorfanda. Um íeið og hann hallaði sér aftur á bak í stólnum, miðaði hann byssunni af handahófi, en þó þannig að ekki varð um villzt hvað hann átti við. F R I E D A Denberg var svo æstur, að honum valðist tunga um tönn. Hann hvæsti og froðu- i'elldi at reiði. „Ég gæti skotið hana,“ hrópaði hann sárgramur. „Það er ekki meira en hún verðskuldar.“ Walter átti fullt í fangi nreð að geta verið hinurn æsta vini sírium samferða. Hinir stuttu fætur hans gengu eins og á veðhlaupa- hesti. „Þú mátt nú ekki alveg ganga af göflunum," sagði Walter í huggunartón. „Mundu, að við vitum reynd- ar ekkert um öll nánari til- drög.“ En Denberg var alveg frá- vita. „Ef ég hitti hana nokk- urn tirna aftur, þá skýt ég liana,“ endurtók hann í sí- fellu. Walter gat ekki fellt sig við þetta. Honum var ljóst, að þctta var mikið áfall fyrir vin hans, en hann hafði ekki húizt við því, að hann myndi komast jaln gersamlega úr andlegu jalnvægi. „Blessaður, gerðu nú ekk- ert í hugsunarleysi," sagði hann. „Þú iðrast bara eftir því síðar.“ „fá, en skilurðu ekki, hvað ger/t hefur?“ svaraði Den- berg reiðilega. „Ég hef alltaf treyst henni eins og nýju neti. Ég hef látið hana alger- lega siálfráða, látið hana lil'a og leika sér eins og henni þóknaðist, jsótt guðirnirmegi vita, að ég hef fengið margar viðvaranir. Það skal aldrei endurtaka sig. Jafnvel þótt hún sneri heirn iil mín aftur, ]sá myndi ég aldrei verða í rónni. Ég myndi alltaf vera að velta því fyrir mér livar hún væri niðurkomin, og 12 DÆGRADVÖL

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.