Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 13

Dægradvöl - 01.06.1950, Blaðsíða 13
„Þér þurfið að vakna," sagði hann ljúfmannlega. „Upp nú! Dansið!“ Það verður að gera ráð fyrir að hinn hafi ekki haft hótinu meiri áhuga fyrir dansi heldur en sjónhverfingum. Hann sneri að minnsta kosti bakinu í Dan og hallaði sér fram á skenkjinn, án þess að segja orð. Náttúrlega var ekki hægt að þola svona fram- komu eitt einasta augnablik. Þetta var bein árás á sjálfsvirðingu Dan’s, enda gerði hann sínar ráðstafanir án þess að hika. Hann hélt áfram að brosa. En þegar liann tók næst til orða, þá var slíkur þungi í rödd hans og slik ákefo í augnalilliti hans, að yfir hinn þéttskipaða bar færðist skyndileg þögn. „Ég skipaði yður að dansa!“ sagði hapn. En þegar þessi fram- gangsmáti framkallaði ekki annað en ofurlítið, dauft bros, á varir unga mannsins, hleypti Dan mörgum skotum af skamm- byssu sinni í skenkinn, og lentu þau rétt við fætur hins þrjózku- fulla gests, sem væntanlega hefur látið sér að kenningu verða. Næstu eitt til tvö árin, komu meira og minna svipuð atvik fyr- ir, með skemmra 03 skemmra millibili. Auðvitað höfðu þau það í för mcð sér að vinahópur Dan’s fór heldur minnkandi; en á hinn bóginn voru þau einkar vel fallin til þess að seðja sjálfselsku hans, og sökum þess, að hann var nógu skynsamur til þess að takmarka þessar dægrastyttingar sínar við tiltölulega lítilsmeg- andi alþýðu, óx hann fremur í áliti, heldur en hitt, á meðal félaga sinna. Ekki leið á löngu þar til hann var orðinn hálfguð lög- regluliðsins. Og hann var engu óvinsælli á meðal yfirboðara sinna. Það var opinbert leyndarmál, um það leyti, sem hann hafði verið full þrjú ár í þjónustunni, að ákveðið væri að hækka Dan í tigninni. Sú fullvissa, hlýtur að hafa styrkt hann í trúnni á það, að hann væri algerlega óháður afleiðingum gerða sinna, því að framkoma hans sem lögregluþjóns hafði á engan hátt vrið til fyrirmyndar. Þvert á móti, frá því fyrsta að hann gerðist lögregluþjónn hafði hann margoft gerzt sekur um fjölda brota á starfsreglunum, og hvert einstakt brot var þess eðlis, að það hefði varðað hvern þann, er hamingjudísirnar höfðu ekki því meira dálæti á, fyrirvaralausum brottrekstri. Dan hafði t. d. þann vana, að fara oft langt út fyrir takmörk þess hv’erfis, sem hann átti að gæta, og spássera þess í stað um götur og torg með einhverri vinstúlku sinni, eða þá að hann brá sér inn í bar eða gildaskála til þess að fá sér hressingu með kunningjum sínum. En jafnvel í andrúmslofti þess hugsana- og athafnafrelsis, sem er aðal uppistaðan í skilningi Bandaríkja- manna á aga og reglum, er litið afar alvarlegum augum á trún- aðarbrot af þessu tagi. Dan hafði að vísu nokkrum sinnum feng- ið ávítur fyrir þetta, en svo virðist sem yfirmenn hans hafi aldrei fundið ástæðu til þess að taka hann mjög alvarlega í karphúsið. Þag er að minnsta kosti víst, að þessi tilefni urðu hreint ekki til þess að álit þeirra á Dan biði hinn minnsta hnekki. Og svo kom að ]jví nð Dan lét það uppskátt, nð hann ætlaði að fara að kvænast bráðlega. Allir starfsfólagar hans tóku sig saman um að sýn honurn rausnarlegan virðingarvott. Yfirmenn lians vildu ekki verða eftirbátar hinna óbreyttu liðsmanna, og útnefndu hann til einnar þessara virðulegu embætta, sem í þeirra valdi var hvað hún hefði fyrir stafni, og hvort hún yfirleitt væri heima, þegar ég kæmi heim.” í geðshræringu sinni pat- aði Denberg svo ákaft mcð öllum öngum, að vegfarend- ur sneru sér við á götunni og gláptu á eftir honum. „Þetta hef ég ekki verð- skuldað,” liéft hann áfram. „Á sínum tíma hirti ég hana bókstaflega upp úr rennu- steinunum og skapaði henni yndislegt lieimili. Það kostaði mig nokkia rninna beztu vina, er ekki var neitt um hana gefið, og reyndu að sannfæra mig um að ég myndi sjá eftir því seinna. En ég var fullkomlega hug- fanginn af fegurð hennar og hinum stóru, brúnu augum, og ég tók hana fram yfir allt annað. Nú uppsker ég laun- in. Hún hefur yfirgefið mig og ekkert látið frá sér heyra í fjóra daga.“ Walter hafði miklar áhyggj- ur af því, hvernig þetta myndi enda. Hann hafði aldrei kynnzt þessari hfið á Denberg, og þetta var í raun- inni ckki vef gert af Friedu. Hann hafði sjálfur, eftir jrví sem árin liðu, lært að meta hana, og hann skildi affs ekki, hvað komið hafði að henni. Þeir héldu inn urn garðs- hliðið heima hjá Denberg, og á trcppunum stóð Frieda. Skömm og iðrun skinu út úr hverjum drætti hennar.Walt- er gaf vini sínum hornauga, en hann virtist hafa stein- glcymt öllum morðáformum. Ándlit hans Ijómaði af hugarlétti og endurfundar- gleði, en Frieda, þessi dásam- lcga, brúna tík, af loðhunda- kýninu fræga, hoppaði flaðr- andi og spangólandi upp um hann, eins og hún ætti hvert bein í honum. DÆGRADVÖL 13

x

Dægradvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dægradvöl
https://timarit.is/publication/825

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.