Austurland - 01.04.1992, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR, 1. APRÍL 1992.
Austurland
MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS
Útgeíandi: Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi
Ritnefnd: Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjamason,
Einar Már Sigurðarson, Smári Geirsson
og Steinunn Aðalsteinsdóttir
Ritstjóri: Elma Guðmundsdóttir (ábm.) @ 71532
Ljósmyndari: Ari Benediktsson
Ritstjórnarskrifstofa: S 71750 og 71571 - Fax: 71756
Auglýsingar og dreifing:
Sólveig Hafsteinsdóttir @ 71571, 71750 og 71930
Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar:
Egilsbraut 8 • Pósthólf 75 ■ 740 Neskaupstaður ■ @ 71750 og 71571
AUSTURLAND er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða
Prentun: Nesprent
s
Atök á vinnumarkaði?
Samningar milli aðila á vinnumarkaði hafa verið lausir frá haustdögum.
Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til samninga hafa þeir ekki tekist. Undan-
farnar vikur hafa samtök launafólks verið í samfloti við samningatilraunir,
en þrátt fyrir hógværar kröfur fulltrúa launafólks hefur nú slitnað upp úr
samningaviðræðum.
Aðstæður nú þegar reynt er að ná samningum, hafa m.a. mótast af
aðgerðum núverandi ríkisstjórnar. Pegar ríkisstjórnin boðaði aðgerðir sínar
sl. haust, mátti lj óst vera að þær aðgerðir gerðu allar aðstæður til kj arasamn-
inga miklu mun erfiðari. Meginþungi aðgerða ríkisstjórnarinnar bitnaði á
þeim sem síst skyldi og veldur því að kaupmáttur launafólks hefur skerst
verulega umfram það sem ella hefði orðið.
Almennt atvinnuástand hefur ekki verið verra í áratugi og margt sem
bendir til þess að atvinnuleysi geti orðið það mesta á lýðveldistímanum
verði ekkert að gert. Eitt megin einkenni stefnu ríkisstjómarinnar í atvinnu-
málum er að láta eins og henni komi ástand atvinnuveganna ekkert við.
Þessi stefna stjórnarinnar hefur m.a. aukið mjög á vanda atvinnuveganna,
auk þeirrar óvissu sem fylgir því að ekki eru gerðir nýir kjarasamningar.
Samtök launafólks hafa lagt mikla áherslu á stöðugleika og litla verðbólgu
í kröfugerð sinni, og hafa stillt kröfumsínum í algert lámark. Til að auðvelda
samningagerðina hafa samtök launafólks reynt að hafa áhrif á stjórnvöld,
og farið fram á nokkrar breytingar á efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Þessum óskum hefur ríkisstjórnin svarað á þann hátt að undrun sætir.
Stefna ríkisstjórnarinnar er augljóslega helsti þröskuldur í vegi þess að
gerðir verði nýir kjarasamningar. „Kemur okkur ekki við“ stefnan í atvinnu-
málum, er greinilega einnig ráðandi varðandi kjarasamningana, þrátt fyrir
það að ríkisvaldið sem slíkt er stærsti einstaki samningsaðilinn á vinnumark-
aðnum. Helstu hugmyndir sem heyrst hafa frá ríkisstjóminni meðan samn-
ingaviðræður hafa staðið eru ekki til þess fallnar að leysa samningamálin.
Hugmyndir um að leggja á fjármagnsskatt til að lækka á móti skatta af
verslunar- og skrifstofuhúsnæði, og tillögur um nýja tegund sjúklingaskatts
virka eðlilega eins og kaldar vatnsgusur framan í samningamenn launafólks.
Það er mikill ábyrgðarhluti fyrir ríkisstjórnina ef hún ætlar að þvinga
samtök launafólks til varnaraðgerða í þeirri mynd að til stórfelldra átaka
komi á vinnumarkaði. Samtök launafólks hafa sýnt mikið langlundargeð í
samningaviðræðum, en verði ekki fljótlega breyting á stefnu ríkisstjórnar-
innar eiga samtök launafólks ekki nema eitt svar. ems
Frá bæjarmálaráði ABN
Bæjarmálaráðsfundur að
Egilsbraut 11 (Kreml) í
kvöld kl. 2030
Stjórn bæjarmálaráðs
Nemendur 3. bekkjar B í Nesskóla ásamt kennara sínum í heimsókn á skrifstofum Austurlands í
síðustu viku. Ljósm. AB
Getraunir
Já, 200 milljónir! Potturinn í
getraunum um næstu helgi verð-
ur 200 milljónir og því aldeilis
tilefni til að taka þátt. Að sögn
Einars í Króka hafa heimtur á
merktu getraunaseðlunum ver-
ið frekar dræmar og eins og áður
sagði nú er sko ástæða til að taka
þátt. Ekkert slen, drífið ykkur
niður í Króka og tippið. Ástæð-
an fyrir því að potturinn er um
200 milljónir og þar af um 70 í
1. vinning er sú að þetta er svo-
kallaður aurapottur. Aurapott-
urinn er þannig til kominn að
vinningar í Svíþjóð og á íslandi
eru látnir standa á heilum tug
og afgangurinn settur í sérstak-
an pott, aurapott og honum síð-
an bætt við vinningsupphæðina
tvisvar á vetri.
Seðillinn um næstu helgi er
ansi skrautlegur, 5 leikir úr
sænsku úrvalsdeildinni, All-
svenskan, og fara þeir allir fram
á sunnudag eins og 6. leikurinn
á seðlinum sem er viðureign
Liverpool og Portsmouth f
undanúrslitum enska FA bik-
arsins en síðan eru 7 leikir úr
ensku 1. deildinni.
En víkjum þá að getrauna-
keppninni sem hófst á föstu-
dagskvöld. Úrslit um helgina
voru ansi snúin og árangur hóp-
anna eftir því. Sigurvegararnir
frá síðustu keppni, HBB, byrj-
uðu þó vel og voru efstir með 8
rétta ásamt Peningapúkum.
Pessi árangur HBB er nokkuð
merkilegur í ljósi þess að í 10
kr. keppninni var Bubbi með 2
rétta og Bói með 1 réttan, ann-
ars var árangur í 10 kr. keppn-
inni ekki merkilegur nema hjá
Hnykklunum, þeir komu mjög
á óvart og voru með 8 rétta! en
einungis 7 rétta í hinni keppn-
inni þar sem má nota ótal kerfi.
Kannski þeir hætti því og sendi
framvegis bara inn eina röð.
Eins og venjulega þá var Smári
með 2 rétta. EK
4* Brídge Brídge O Bridge ^
Páskamót
Bridgefélags Norðfjarðar verður haldið
í Egilsbúð laugardaginn 18. apríl nk.
og hefst kl. 1230.
Spilað verður um silfurstig.
Glæsileg verðlaun til þriggja efstu
paranna.
Þátttökugjald erkr. 6.000,-áparið
og er innif alinn í því verði þriggj a rétta
kvöldverður í Hótel Egilsbúð.
Skráning er hafin hj á Elmu í síma
71532/71750, Heimi 71461/71507 og
Jóhönnu 71612/71776.
Stefnt er að þátttöku 34 para og
lýkur skráningu 14. apríl.
Bridgefélag Norðfjarðar
Fáskrúdsfjöröur
Frakklandsferð
Nemendur9. bekkjar Grunn- apríl og rennur ágóði af henni í
skóla Fáskrúðsfjarðar halda til þennan ferðasjóð. Þá verður
Frakklands 14. maí og dvelja á leiksýning 9. apríl og árlega er
frönskum heimilum í Gravelin- efnt til Maraþonkeppni í ein-
es, vinabæ Fáskrúðsfjarðar, um hverri grein til styrktar ferða-
viku tíma. sjóðnum. Einnig munu nemend-
Gravelines er á Ermasunds- urnir afla fjár í ferðasjóð sinn
strönd Frakklands á milli Cale með rækjusölu fyrir páskana.
og Dunkirk. Á meðan dvalið verður í
Nemendurnir hafa unnið að Frakklandi mun hópurinn
ýmsum fjáröflunum í vetur. Þeir skreppa til Parísar og skoða sig
hafa bakað kleinur og selt, verið þar um. Heimleiðis verður haldið
með blómasölu og þeir hafa tek- 22. maí. Alls verða þetta 12 nem-
ið að sér að þvo og bóna bíla. endur og tveir kennarar sem fara
Árshátíð skólans verður 5. til Frakklands. MS/EG