Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 6

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 6
af, var prestskona á Hamraendum í Mið- dölum á 18. öld. Hún var svo nafnfræg kona af hannyrðum sínum, að Dana- drottning sendi henni heiðursgjöf úr kon- ungsgarði fyrir, og hefur þá sennilega séð eitthvað af listaverkum Þórunnar, sem hún vann við grútarljós í moldarbænum á Hamraendum. Dætur séra Hjalta mál- ara og listamanns í Vatnsfirði og þær nafnalausu konur, sem íslenzka kirkju- gripi gerðu á miðöldum og síðar, leituðu viðfangsefna utan heimilisstarfanna á löndum listarinnar. Af íslenzkum konum á fyrri öldum fara sögur fyrir bóklegar menntir. Ein göfugasta kona 16. aldarinnar var Stein- unn Jónsdóttir frá Svalbarði, tengdadótt- ir Jóns Arasonar, nafnfræg kona fyrir gáfur sínar og mannkosti aðra, og auk þess fór af lærdómi hennar mikið orð og bókvísi. Halldóra dóttir Guðbrands bisk- ups veitti ekki aðeins fjármálum Hóla- stóls frábæra forsjá, heldur fór einnig mikið orð af lærdómi hennar í þýzkri tungu. Má þó ætla, að frá umsvifum hennar hafi naumast mikið næði gefizt til bóklegrar iðju. Um Guðrúnu Árna- dóttur frá Stóradal á 16. öld, eru til ein elztu erfiljóð, sem nú eru kunn á ís- lenzku. Þau orkti fagurlega og af miklum trega eiginmaður hennar, Eiríkur sýslu- maður Árnason á Skriðuklaustri. Segir hann að ekki hafi hún aðeins verið hygg- indakona mikil um forsjá og úrræði, held- ur hafi hún verið lærð um lækningar, bókfróð og kunnað „loflega skrift með penna.“ Á hinni myrku 18. öld var prests- konan á Helgafelli, Ingibjörg Gísladóttir, orðlögð fyrir tungumálaþekkingu sína. Og þá er ekki síður merkilegt, að Vil- borg dóttir Gísla biskups Jónssonar, sem gerðist bóndakona á Syðri-Reykjum, tók heim til sín unga pilta, kenndi þeim messusöng og hélt heima hjá sér „svo sem skóla“ í þeirri grein. Margt fleira mætti nefna til sönnun- ar því, að islenzkar konur hafa fleiru sinnt en heimilisstörfum, og mega nú- timakonur halda þeirra nöfn í heiðri. 6 En hvað um það, sem húsfreyja, móðir og kona hefur islenzka konan unnið sitt vegsamlegasta ævistarf. Og þótt margt hafi breytzt má menning framtíðarinnar þess sízt missa, að það hlutverk ræki konan á komandi árum og öldum, — ekki sem einu leiðina, er konunni sé opin og fær, heldur sem það starf, er hún hafi meiri hæfileika en karlmaðurinn til að leysa af hendi, — ekki sem eina starfið, er Guð hafi ætlað henni, heldur sem starf, er Guð hafi gefið henni sérgáfu og stóra náðargjöf til að leysa af hendi. Af húsfreyju- og móðurstarfi Maríu, smiðskonunnar í Nasaret, er ekki sér- stök saga sögð. Og þó má sitt hvað milli línanna í guðspjöllunum um hana lesa. Sonur hennar, hinn elzti, er farinn að heiman. Þungi hins risavaxna hlutverks, er hann hafði tekizt á hendur, þjakar hann. Á erfiðri stund er hann einn meðal ókunnra, fjandsamlegra manna, storm- urinn stendur um hann. Þá verður hon- um hugsað heim, heim til móður sinnar og kyrrláta æskuheimilisins með syst- kinunum í Nasaret, og söknuðinum gef- ur hann útrás í þessum orðum: ,,Refir eiga greni, fuglar himins eiga hreiður, en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.“ Segir ekki þessi beizki söknuð- ur hins heimilislausa, unga manns mikla sögu af Maríu og heimilinu, sem hún bjó bónda og börnum í Nasaret? ★ I upphafi máls míns minntist ég á klaustrið í Beuron, hinn fagra friðarstað, þar sem hinn göfugi málaramunkur, bróðir Verkade, lifði og leysti af hönd- um frægt og merkilegt ævistarf. Æsku- heimilið hafði hann látið. En svo var minningin um það ennþá sterk og heit eftir áratugalanga klausturvist, þar sem hann hafði fundið lífsfyllingu sína í trú- rænu lífi og listrænum afrekum, að sjálfs- ævisöguna gat hann ekki annað en til- einkað æskuheimilinu sínu. Birtir ekki þetta sömu lofgerðina um heimilið, sama söknuðinn eftir heimilinu, sem í orðum Framhald á bls. 19. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.