Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 9
Táknmyndir: Söngflokkur, verbúðir og bátar á þrennan mismun- andi hátt. Skólinn og námsmeyjar, tákn náms- greina felld í mynd skól- ans. um og ofnum svuntum við hann, í stað hinna ópersónulegu, erlendu efna, sem nú tíðkast. Og mér eru í barnsminni yndis- legu dúksvuntumar, sem hún Ingibjörg Þórðardóttir á Hofi í Svarfaðardal spann í og lét vefa og voru svo fínar, að þær nálguðust léttleika silkis. Á sýningunni voru margir frábærlega fallegir borðdúkar, flestir ofnir í nýstár- legum litum. Einn var saumaður í gisið hörléreft með varplegg, munstrið beinar línur langs eftir dúknum, en þvert yfir þær hringir, sem voru til skiptis saum- aðir á réttu og röngu, einfalt, fínlegt og fallegt. Hin ofnu klæði voru í senn falleg og haganleg, hvert til sinna nota, áklæði, kápu- og kjólaefni, gluggatjöld og gólf- ábreiður. Á einum stað var sauðsvart röggvateppi og áferðin líkust sauðargæru. Skemmtilegar voru vinnuteikningar nemenda af litavali í híbýli. Tekin hafa verið blöð með haustlitum og út frá því litasamræmi ,sem náttúran sjálf skapar þar, hafa nemendur valið liti á húsbún- að og herbergi. Eru það mjög athyglis- verð vinnubrögð. I Industriskólanum er einnig deild fyr- ir kennara í sjúkrahandavinnu, en mjög færist í vöxt, að einhvers konar handa- vinna verði liður í þjálfun sjúklinga, sem hafa t. d. lamazt að einhverju leyti, sem og í læknun geðsjúklinga. Vert hefði verið að nefna fleira, sem á þessari sýningu var. Mun þó mega segja, að athyglisverðust hafi verið sú innsýn, sem sýningin gaf í kennsluað- ferðir þessa ágæta skóla, sem miðar fyrst og fremst við að mennta nemendur sína svo, að þeir valdi hverju verkefni frá grunni og beiti eigin sköpunargáfu við úrlausn þeirra. ★ Enn sem komið er eigum við naumast svona fjölbreyttan handavinnukennara- skóla. En allmargar íslenzkar stúlkur hafa stundað nám við hinn norska skóla og þar sem annars staðar munu Norð- menn hafa reynzt Islendingum góðir heim að sækja. S. Th. HÚSFREYJAN 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.