Húsfreyjan - 01.07.1960, Qupperneq 20
SKRÍIÐGARÐAR
Eftir ÓLA VAL HANSSON
(Niðurl.)
Vaxtarrými á trjákenndum plöntum er
breytilegt eftir tegundum. Yfirleitt tíðk-
ast að gróðursetja mun þéttara í upphafi
(allt að helmingi þéttara), en áætla má
gróðrinum til frambúðar, a.m.k. er það
svo, ef plöntur eru frekar smáar. Er þetta
aðallega gert af eftirfarandi ástæðum:
1. Þétt gróðursetning þvingar gróður-
inn fyrr á legg.
2. Þéttstæð tré njóta meiri stuðnings
og skjóls hvert af öðru.
3. Garðurinn sýnist meiri strax í upp-
hafi vegna meiri fyllingar.
Ráðlegast er að gróðursetja þétt, a.m.k.
á það við um skjólbelti, en á hinn bóginn
verður að veita plöntunum rýmra pláss
strax og þess gerist þörf, við að fjarlægja
allt sem ofaukið er, annaðhvort með upp-
töku, eða höggva það burt. Gallinn er
aðeins sá, að fæstir tíma því, þegar sá
tími kemur.
Um gróðursetningartíma trjáplantna
almennt þarf varla að ræða. Bezti tíminn
er að vorinu, í maí og fram í byrjun júní.
Hins vegar er vel hægt að halda gróður-
setningu áfram fram eftir sumri, með
sumar tegundir, sé vandlega unnið að því
verki, og hirt vel um plönturnar. Að
mæla með slíku, vil ég þó ekki. Gróður-
setningu má einnig framkvæma að hausti,
strax að afloknu lauffalli, eða í byrjun
október. Fer mikið eftir tíðarfari fyrri-
part vetrar, hvernig haustgróðursetning
lánast. Yfirleitt má búast við töluverð-
um vanhöldum, séu plöntur hreyfðar á
þessum tíma árs, án þess að búa vel um
þær strax á eftir. En sé það ekki gert, er
ekki rétt að mæla með þessum tíma.
Hér fylgir listi yfir fáeinar trjátegundir
fyrir garða og nokkrar athugasemdir um
þær.
Barrtré
Blágreni — mjög gott garðatré. Notað
sem sérstætt. Vex fremur hægt.
Broddgreni — sæmilegt í garða, notað
sérstætt.
Hvítgreni — fyrst og fremst í skjól-
belti og limgerði. Getur þó orðið mjög
snoturt sem sérstætt í grasflöt. Þrífst bet-
ur í uppsveitum en við sjávarsíðuna.
Sitkagreni — verður gróft og fyrir-
ferðarmikið sem sérstætt garðatré. f
skjólbelti gott, ef því er áætlað gott vaxt-
arrými.
Lerki — mjög gott garðatré fyrir upp-
sveitir en þrífst frekar illa við sjávar-
síðuna.
Sembrafura — sjaldgæf; varla fáanleg,
en mjög gott sérstætt garðatré.
Fjallafura — sjaldgæf; mjög góð í þyrp-
ingar, t. d. að klæða með stalla, eða viss
svæði á steinbeðum.
Lauftré
Alaskaösp — þrífst aðeins vel í mjög
frjóum og rakaheldum jarðvegi. Sérstætt,
eða í skjólbelti með 2—3 m vaxtarrými
til frambúðar.
Gljávíðir — afar sjaldgæfur, er mjög
fagur og ásækist lítið af lús. Sérstæður
eða í limgerði, með 2—3 plöntur á lengd-
armeter.
Birki — gott sem skjólgjafi yzt í görð-
um. Vaxtarrými 1.5—1.75 m til fram-
búðar.
Beinvíðir — hávaxin trjátegund, góð
jafnt í skjól sem sérstæð.
Álmur — mjög fallegur sérstæður, en
þurftarfrekur. Sæmilegur í limgerði með
2Y2 plöntu á lengdarmeter.
Þingvíðir — mikið notaður, þarf frjóan
jarðveg. Er afar hraðvaxta, og myndar
fljótlega skjól. Á því rétt á sér sem bráða-
20
HÚSFREYJAN