Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 22
á hverja 10 m2, og blanda þessu vel sam-
an við moldina við vinnslu. I stað ein-
hliða áburðartegimda má nota garða-
áburð — 1,0—1.5 kg á 10 m2. Ofan-
greinda áburðarskammta má nota fyrir
allan gróður í garðinum, við undirbúning.
Jarðveginn er bezt að vinna djúpt, að
því loknu er rakað vandlega yfir hann
og síðan valtað léttilega, eða troðið jafnt
með fótum, og rakað síðan yfir á nýjan
leik, svo að hann verði ekki misgljúpur.
Fræinu er síðan sáð jafnt og þétt. Gott
er að skipta svæðinu í ferninga með
snúru, sem eru hafðir um 1 m á kant.
Er þá sáð fyrst á langs í ferninginn, og
síðan á þvers. Það tryggir jafnari dreif-
ingu fræsins og gerir sáninguna auðveld-
ari. Þess skal gætt að sá þéttara næst
byggingum og stígum en annars staðar,
þar sem vænta má minni umferðar. Eftir
sáninguna er fræið saxað í moldina með
hrífu, en varast ber að saxa of djúpt;
aðeins %—1 sm.Síðan er moldin klöppuð
með skóflu eða valtað þétt yfir, ef valtari
er fyrir hendi.
Fræinu er sáð að vori eins snemma
og hægt er, þó ekki fyrr en næturfrost
eru um garð gengin. Sá má fram eftir
sumri til júlí-loka. Eftir þann tíma er
hæpið að sá, þótt stundum lánist það
sæmilega. Hagkvæmt er að sá rétt fyrir
rigningu, sé hægt að koma því við. Fræið
verpist þá betur moldu, álar fyrr, og festir
betur rætur.
Á hverja 10 m2 þarf 350—500 g af fræi;
að vísu má komast af með 250—300 g,
en þá er flötin mun lengur að komast
í gagnið, og má helzt ekki nota fyrr en
eftir eitt ár.
Sé þurrt í veðri, og þannig veður fram-
undan, er vökvað strax á eftir sáningu,
og fylgzt vel með jarðrakanum næstu 14
daga. Þegar grasið er 10—15 sm á hæð,
er það slegið í fyrsta sinn og er þá notazt
við ljá. Næst þegar það er slegið, ætti í
flestum tilfellum að vera óhætt að nota
vél. Eru þá allir kantar skornir um leið
meðfram vegum og beðum.
Blómabeð
Stærð og staðsetning blómabeða fer
nokkuð eftir því, hvernig skipulagningu
garðsins er háttað, svo og, hversu áhugi
er mikill fyrir að annast blóm, því þau
þurfa góða umhirðu eins og annað, eigi
þau að skarta sínu fegursta, og gildir það
jafnt um einærar eða varanlegri jurtir.
Blómjurtir er algengast að setja í beð, út
af fyrir sig á björtum og sólríkum stað,
því flestar eru þær mjög sólelskar, þótt
undantekningar séu, eins og t. d. með
burkna. Svo að jurtirnar verði sem mestr-
ar birtu aðnjótandi, er heppilegt að láta
blómabeðin snúa frá norðri til suðurs, og
gera ráð fyrir svæði fyrir þau í austur-
hluta garðsins.
Einnig er algengt að setja blómjurtir
framán til í trjábeð, þannig að þær af-
marki þau frá graskantinum. Á vissan
hátt eiga þær heima á þessum stað, í
jaðri trjágróðurs og runna annars vegar,
en grass hins vegar. Blómjurtir eru þó á
engan hátt bundnar ákveðnum svæðum í
garðinum, né heldur ákveðnum tilgangi í
notkun. Þó fer yfirleitt illa á því að hafa
blómabeð í miðri glasflöt eða til beggja
handa langs með stíg, sem sker grasflöt
að endilöngu í miðju, en þannig er ekki
óalgengt að gert sé. Algengt er að blóma-
beðum sé komið fyrir alveg upp við hús.
Á stormasömum svæðum kann sú stað-
setning að eiga nokkurn rétt á sér, þótt
oftast séu vindsveiflur hvað mestar á
þeim stöðum. Hins vegar fer betur á að
láta grasflötina ná alveg upp að húsum,
eða gróðursetja þar runna á stangli.
Blómabeð þurfa helzt góðan bakgrunn,
t.d. runnabeð limgerði eða bjartan vegg.
Flestar blómajurtir, kannski að undan-
skildum s. k. steinhæðaplöntum, þurfa
frjósaman, moldríkan og nokkuð raka-
heldinn jarðveg. Þegar búið er að ákveða
staðsetningu blómabeða, er heppilegt að
djúpstinga þau (40—60 sm) og bera í
þau svipað áburðarmagn og á grasflötina,
og hræra því vel saman við moldina. Ekki
er rétt að nota nýjan og megnan búfjár-
Framhald á bls. 29.
22
HÚSFREYJAN