Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 23

Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 23
Heimilisþáttur Betur vinnur vit en strit MER hefur lengi verið ljós þörfin á því að skrifa nokkrar leiðbeiningar um notk- un klórs og annarra sterkra bleikiefna, vegna þess að ég hef orðið vör við mjög mikla misnotkun á þessum efnum. Mér hefur lengi sviðið það að sjá húsmæður og aðra nota þessi efni í stórum stíl, til eyðileggingar á dýrmætum vefjarefnum, en ofnotkunin stafar af vankunnáttu eða kæruleysi. Hvorttveggja er slæmt, en vissulega er þó reynandi að bæta úr því. Við vitum það, að bleiking, sem gerð er aðeins, þegar brýn þörf er á og fram- kvæmd af kunnáttu og skynsemi, þarf ekki að skaða þvottinn nema lítið á móts við það, sem ógætileg meðferð og van- kunnátta gerir. Ef hægt væri að fá þá, sem hlut eiga að máli, til að skilja, hvílík verðmæti fara í súginn bara vegna misnotkunar á bleikiefnum ýmiss konar — ekki bara hjá hverjum einstaklingi, sem getur verið nógu tilfinnanlegt, ef efnahagur er ekki því betri — heldur hjá allri þjóðinni, þá væri mikið unnið. Því hagsýnni sem ein- staklingurinn er, því betri þjóðfélagsþegn er hann. Það hefur ávallt þótt hygginna manna háttur að stemma á að upptökum, en ei að ósi — en mörgum er þannig farið að þeir trúa engu nema því, sem þeir sjá með eigin augum, en það liggur í hlutarins eðli, að hér er það of seint. Eyðileggingin er að jafnaði algjör, þeg- ar hún fyrst kemur í Ijós, vefjarefnið er allt jafnslitið. Bleikiefnin eru mörg og misjöfn, en öll hafa þau það sameiginlegt að þau slíta vefjarefnunum, en mjög mis- fljótt, allt eftir því, hvort bleikiefnið er sterkt í sjálfu sér og hve lengi það fær að verka á tauið í einu, og svo fer það mikið eftir því, hvers konar efni bleikt er. Aðalatriðið er alltaf, hvemig bleiki- efnið er notað. Yfirleitt sjást þess engin merki í fyrstu með berum augum, að vef j- arefnin hafi veikzt, eftir að bleikiefni hef- ur verið notað, en það kemur greinilega í ljós við nánari rannsókn. Þessi eyðilegg- ing gengur mjög hratt eftir að bleikt hef- ur verið nokkrum sinnum. Eru bleikiefnin því mjög varasöm, og af því að þau eru svo lúmsk í byrjun, þá er erfitt að koma fólki í skilning um, að þau séu hættuleg. En þegar að því kemur, að þvotturinn drafnar allur niður og er jafnbrenndur, þá er enginn möguleiki á að bæta tjónið öðru vísi en að kaupa nýtt. Bleikiefnið hefur unnið tjónið á þann hátt, að ekki hefur orðið vart við fyrr en um seinan. Ég býst við, að mörg húsmóðirin átti sig ekki á því, hver orsökin er, enda mundu þær ekki meðhöndla þvottinn á þennan veg, ef þær vissu, hvern skaða þær gera sér í hvert sinn. Það mun ekki öllum vera sama, hvort þvotturinn endist í fimm eða í tuttugu og fimm ár — og það á ekki að fara eftir efnahag. Þeim fátækari finnst þeir neyddir til þess að nýta vel þá hluti, sem þeir afla með súr- um sveita, en vonandi er það ekki svo fyrir öllum, að fátæktin beinlínis neyði þá til að gera það — heldur ætti öllum að vera það í blóð borið að vera hagsýnir, ef það er ekki meðfæddur eiginleiki, þá mætti reyna að öðlast hann. Þeir, sem betur eru efnum búnir, eiga líka að vera hirðusamir — það skiptir ekki máli, hvort peningar eru til, til þess að kaupa fyrir — aðalatriðið er að fleygja ekki verðmætum, í hverju sem þau liggja, og þar af hljótum við að draga þá ályktun, að það sé einnig vítavert að fara svo illa með verðmæti, að við eyðileggjum þau miklu fyrr en þörf er. Á þessari framfaraöld hefur þó mörgu farið mjög aftur og má þar til nefna skilning fólks á verðmæti ýmissa ,,smá- muna“, en smámunir geta oft velt þungu HÚSFREYJAN 23

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.