Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 25
Matbrauð með ýmsu áleggi
Manneldisþáttur
Smurt brauð
Smurt brauð getur verið mjög breyti-
legt, hvað stærð, brauðtegund og álegg
snertir, og ýmist má bera það fram kalt
eða heitt. Margir bera því við, að það sé
bæði dýrt og seinlegt að útbúa smurt
brauð. En það getur verið bæði lystugt
og fallegt, án þess að of mikil vinna sé í
það lögð og miklu til kostað, ef unnið er
af hagsýni. Að einu þarf þó alltaf að
gæta: allt álegg verður að vera nýtt og ó-
skemmt.
Þegar smurt brauð er borið t.d. fram
með öli og á að koma í stað heillar mál-
tíðar, eiga brauðsneiðamar að vera stór-
ar og áleggið má og á helzt að standa
út af brauðsneiðunum. Hina óskyldustu
afganga má með hægu móti nýta upp
sem álegg, t.d. fisk bl. í majonies eða eðra
sósu, og kjöt og ýmsar pylsur m/sósu,
súru eða fersku grænu. Jafnvel má nýta
kartöflur og grænmeti. Er ágæt regla að
skammta smurt brauð einu sinni til tvisv-
ar í viku og hagnýta þá það, sem til er
í ísskápnum.
Smurt brauð í nestispakkann þarf að
vera auðborðað og auðmeðfarið. Bezt er
að smyrja samlokur í nestispakkann, ann-
ars á allt álegg að liggja flatt og lagður
smjörpappír á milli. Fjölbreytni þarf að
hafa í áleggi, sem má ekki vera mjög
blautt, eigi t.d. að nota tómata, er sjálf-
sagt að láta þá heila í pakkann. Nýsmurt
brauð, sem ýmist er borið fram sem for-
réttur til miðdegisverðar eða með kaffi,
á að vera frekar smátt, girnilegt og hug-
myndaríkt. Áleggið á að vera óskylt, en
þó mynda eins og eina heild á að líta.
Oft eru sneiðarnar skornar undan mót-
um, skal þá áleggið skorið á sama hátt.
Smurt brauð með vínblöndu er haft
munnbitasmátt og pinnum stungið í.
HÚSFREYJAN
25