Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 28

Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 28
BETUR VINNUR VIT EN STRIT Frh. af bls. 24. vökvanum. Þarf helzt að hreyfa það til annað slagið, svo að það bleikist jafnt. Ef við viljum flýta fyrir bleikingunni, getum við blandað um */£ bolla af ediki út í löginn eftir klukkutíma. I þessari blöndu má þvotturinn aldrei liggja yfir fjóra klst. Að sjálfsögðu er bezt, að það taki skemmri tíma. Að þessu loknu er tauið skolað vel, og mikið atriði er það að koma í veg fyrir frekari áhrif klórsins á tauið. Er það bezt gert með því að nota efni, sem heitir natriumtiosulfat (fixersalt), eða antiklór, sem það einnig er nefnt, — er það sett út í eitt skolvatnið. Notuð eru um 15 g eða ein matskeið í 10 lítra vatns, síðan skolað úr einu vatni enn og þá úr sóda- vatni til að eyðileggja sýruna. Skolið úr hreinu vatni síðast. Bezt er að þurrka tauið úti. Hafi þvott- urinn ekki hvítnað nóg á þessum f jórum tímum, þá er betra að rjúfa bleikinguna með vandlegri skolun, eins og fyrr er sagt, og leggja það heldur í aftur seinna. Það hvílir tauið að fara þannig að og klórið gerir minni skaða. Bleikivatn eða blævatn er blanda af uppleystu klórkalki og uppleystum sóda, til dæmis er algengt að nota 50 g af sóda í 3 dl af heitu vatni og 25 g af klórkalki í 7 dl af köldu vatni. Þessum upplausn- um er svo blandað saman, látið botnfalla og siað. Geymt á dökkum flöskum, vel merktum, ásamt tilteknum styrkleika og dagsetningu. Athugið, að bleikivatn dofnar ögn við geymslu, en minna, ef það er geymt á dimmum og köldum stað. Geymið flösk- umar þar, sem börn ná ekki til. Læstur skápur ætti að vera til á hverju heimili fyrir slíka hluti — það er of seint að vera varkár, þegar slys hefur orðið, en mörg- um hættir til þess að freista gæfunnar með óvarkárni sinni. Bleikivatn er notað meira sem bletta- vatn, eða ætti að vera notað þannig, þvi það er töluvert sterkara en klórvatn. Þá er það blandað aðeins til helminga, (1:1), og blettunum er þá dýft í vökvann. Er það mjög oft nægilegt, en séu blettir slæmir, má láta þá liggja í um 20—30 mín. í hæsta lagi, en þá þarf einnig að blanda bleikivatnið miklu meira. Er til dæmis 1:10 eða 1:20 hæfilegt. Skolað er mjög vel á eftir, eins og við bleikingu með klóri. Bæði klórkalkupp- lausn og bleikivatn gera minni skaða, ef notað er kalt vatn til að blanda með. Hrein fjarstæða er að setja klór eða bleikivatn út í suðupottinn — en það hef ég sönnur fyrir að margir gera. Þá er það jafnmikil fjarstæða að setja klór- töflur í þvottavélina á þvott, sem á að sjóða strax á eftir eða leggja þvottinn í klór á annan hátt fyrir suðu. Þetta má alls ekki gera, það á að fullþvo þvottinn fyrst og leggja hann svo í bleikingu, ef þörf er. Gæta verður að því að skola vel sápuna úr tauinu, sem leggja á í klór, ef það er ekki gert, er hætta á að kalksápa myndist, sem er illuppleysanleg og gerir tauið grátt og ljótt. I stuttu máli: Notið helzt aldrei klór eða sterk bleikimeðul á þvottinn ykkar, en sé þess þörf, gerið það svo sjaldan sem mögulegt er. Bleikið aldrei annað en óvandað bóm- ullartau eða gróft tau, sem ykkur er ekki sárt um. Áríðandi er að þvo þvottinn vel, sjóða og skola vandlega áður en lagt er í klórupplausnina, sem á að vera köld. Klórið á að vera vel uppleyst og lögurinn síaður. Setjið aldrei klór út í suðupottinn, setjið aldrei klór á þvottinn áður en hann er soðinn — hvorttveggja getur eyðilagt hann. Skolið þvottinn sérstaklega vel á eftir, fyrst úr mörgum hreinum vötnum, síðan úr antiklórupplausn (natriumtiosulfati), hreinu vatni, sódavatni (um 1 matsk. í 10 1), og að síðustu úr alveg hreinu vatni. Þurrkið tauið helzt úti, þá hverfur klór- lyktin, ef einhver er. 28 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.