Húsfreyjan - 01.07.1960, Blaðsíða 29
SKRÚÐGARÐAR
Frh. af bls. 22.
áburð, því hann kann að geta sviðið ræt-
ur jurta fyrst eftir gróðursetningu. Gildir
þetta einnig um trjágróður. Til greina
getur komið að setja ræsi í botn blóma-
beða, ef mikill raki virðist vera á þeim
stað, er þeim er ætlaður, því þótt æski-
legt sé að jarðvegurinn sé rakaheldinn,
má ekki vera of mikið af því góða. Virðist
moldin léleg, borgar sig að bæta hana
með öðrum jarðvegi, eins og fyrr hefur
verið minnzt á, eða jafnvel skipta alveg
um mold, ef beðin eru ekki mjög stór.
Sökum þess, hve ýmsar blómjurtir geta
orðið háar (venusvagn, riddaraspori, t.d.)
er æskilegt að eitthvert hlutfall sé á milli
hæðar þeirra og breidd blómabeða. Venju-
lega er því talið, að lágmarksbreidd
blómabeðs þurfi að vera 1.2—1.5 m. Þótt
margvísleg lögun komi til greina, er þó
algengast að hafa þau hringlaga, sem
feming, eða aflöng, og fer yfirleitt bezt á
þeim gerðum. Blómabeð má afmarka frá
grasinu umhverfis með vellöguðum stein-
kanti eða kanti af lágum gróðri. Sé hafður
steinkantur er yfirborð steinanna haft í
sömu hæð og grasrótin, svo að hægt sé
að renna sláttuvél yfir þá. Auðveldar slíkt
mjög allan slátt og viðhald. 1 fjölærum
blómabeðum fer skemmtilegast á því að
setja saman nokkrar plöntur af hverri
tegund, svo að litur tegundarinnar segi
til sín. Vanalega er því gróðursett í hópa,
en ekki raðir, og þannig að lægstu plönt-
urnar séu yfirleitt fremst, og þær hæstu
í miðið eða aftan til, eftir því, hvernig
staðsetningu beðsins er háttað. Þó má
Antiklór fæst í apótekum. Ef það er
ekki við höndina, verður að skola þvott-
inn ennþá vandlegar en ella.
Dagrún Kristjánsdóttir,
Laugalandsskóla.
hæðarlína plantnanna ekki vera um of
reglubundin, sé horft langs eftir beðinu.
Þar sem einærum eða tvíærum plöntum
er komið fyrir er aftur algengast að gróð-
ursetja (eða sá) í raðir og láta ákveðna
tegund fylla hverja röð, eða jafnvel allt
beðið. Vaxtarrými á blómajurtum er afar
breytileg eftir tegundum. Þannig að til
greina kemur að hafa allt frá 2—3 stk.
og upp í 35-40 stk. á hverjum fermeter.
Limgerði
Vegna áhuga ýmissa garðeigenda þyk-
ir rétt að minnast nokkuð á limgerði.
Orðið skýrir sig að mestu sjálft; limgerði
kallast girðingar, sem myndaðar eru af
lifandi gróðri — trjám eða runnum —
sem gróðursettur er þétt í raðir, og síðan
oftast klipptur til í ákveðið snið. Limgerði
eru ýmist notuð til að marka af lóðir eða
ákveðin svæði innan garðsins. Tilgangur-
inn með þeim er því bæði til gagns og
skrauts. Margir virðast þeirrar skoðunar
að hér sé tilgangslaust að fást við lim-
gerði, en slíkt er mesti misskilningur. Þar
sem hægt er að rækta trjákenndan gróð-
ur er einnig hægt að koma upp limgerði;
en það tekur sinn tíma og kostar tölu-
verða fyrirhöfn, og eins, að aflað sé nokk-
urrar þekkingar áður en hafizt er handa
um starfið.
Við tilbúning limgerða er byrjað á því
að merkja 60—80 sm breitt beð. Jarð-
vegur er þar hreinsaður vel, hafi illgresi
verið á staðnum. Síðan er hann bættur,
ef þess telst þörf, og borinn í hann haug-
ur og önnur þau næringarefni, sem nauð-
synleg má telja. Er gott að gera þetta að
hausti til, en bíða þó með að dreifa til-
búnum áburði þar til að vori. Má setja
allt að 100—120 kg af haug á hverja 10
m2 og um 1.5 kg af garðaáburði til við-
bótar. Að vori getur verið gott að stinga
jarðveginn upp að nýju; mun hann þá
orðinn vel myldinn, hafi verið hreyft við
honum að hausti. En mjög er áríðandi að
vinna vel að undirbúningsverkinu, þar
eð limgerðinu er ætlað að standa áratugi
á staðnum.
HÚSFREYJAN
29