Húsfreyjan - 01.07.1960, Qupperneq 33
Begtrup og minntist xslenzkra kvenna að
fornu og nýju.
Hófið sat formaður danska húsmæðra-
sambandsins, Johanne Dahlerup-Peder-
sen. Flutti hún stutt ávarp og færði for-
manni K.í. að gjöf silfurnælu, hina fimm
norrænu svani, tákn norrænnar sam-
vinnu.
Þá færði Sigríður Sigurjónsdóttir, for-
maður Samb. borgfirzkra kvenna K.í. að
gjöf frá sínu sambandi mynd af Eiríks-
jökli.
Er staðið var upp frá borðum, var stig-
inn dans nokkuð fram eftir nóttu.
Mót þetta munu hafa sótt konur frá
flestum kvenfélögum landsins, auk stjórn-
ar K.í. og starfsmanna. En svo fjölmennt
kvennamót sem þetta, er algert einsdæmi
í sögu Islendinga fram á þennan dag. Var
það einróma álit mótsgesta, að mótið
hefði farið fram með ágætum.
Árin 1955—1960
Þegar að afmælismótinu loknu, föstu-
daginn 10. júní, var sett 11. landsþing
K.l. Vorhugur ríkti á þingi þessu og ýms-
ar markverðar ályktanir og tillögur sam-
þykktar, bæði viðvíkjandi störfum K.I.
og einnig almenns eðlis.
Af merkum samþykktum þessa þings
varðandi störf K.í. má nefna, að stjórn
sambandsins var falið að ráða svo fljótt,
sem ástæður leyfðu ráðunaut í heimilis-
fræðum. Hefja skyldi söfnun að drögum,
er úr mætti vinna sögu kvenfélaganna á
íslandi og stjórn K.í. falið að annast
framkvæmd á því. Kosin var 5 kvenna
milliþinganefnd, er vinna skyldi að undir-
búningi að löggjöf um orlof húsmæðra,
eins og tíðkast með nágrannaþjóðum vor-
um. I nefndinni áttu sæti Rannveig Þor-
steinsdóttir, Ingibjörg Zofoníasdóttir,
Helga Magnúsdóttir, Jósefína Hvlgadótt-
ir, Herdís Ásgeirsdóttir. Ennfremur var
kosin milliþinganefnd, er gera skyldi til-
lögur um samræmingu á lögum allra
kvenfélaga í vissum atriðum. I þá nefnd
voru kosnar Rannveig Þorsteinsdóttir,
Svafa Þórleifsdóttir og Sigríður Sigur-
jónsdóttir. Auk þess, er áður getur, skyldi
nefndin gera athugun á, hvort unnt væri
að veita kvenfélögum fræðslu í félags-
málum.
Stjórn K.I. gat þess, að á næsta ári
yrði haldið þing Húsmæðrasambands
Norðurlanda að Nyborg Strand í Dan-
mörku og hvatti konur mjög til að sækja
þing þetta.
Þegar að loknu þessu landsþingi tók
stjórn K.í. að leita fyrir sér um ráðunaut,
svo sem henni var falið. Tókst að fá til
starfsins Steinunni Ingimundardóttur,
húsmæðrakennara á Laugalandi að loknu
skólaári þar 1956. Varð að samkomulagi
milli hennar og stjórnar K.I., að Stein-
unn skyldi fara utan til þess að kynna
sér þessa starfsemi á Norðurlöndum, áður
en hún tæki að leiðbeina hér. Dvaldi hún
nokkra mánuði erlendis í þessu skyni
og hóf svo starfsemi hjá K.I. í janúar-
mánuði 1957 sem heimilisráðunautur. Er
Steinunn enn starfandi hjá sambandinu,
eins og kunnugt er. Greiddi K.I. í fyrstu
laun hennar af því fé, er ríkissjóður
styrkir sambandið með. En skv. fjárlög-
um yfirstandandi árs eru laun hennar nú
greidd beint úr ríkissjóði, án þess að
styrkveiting til K.I. hafi verið skert.
Snemma árs 1956 kom það í ljós, að
eigi allfáar konur hugðu til ferðar á þing
Húsmæðrasambands Norðurlanda, er
halda átti í Nyborg Strand í Danmörku.
Hófst nú mikið starf hjá stjórn K.í. að
undirbúa og skipuleggja hópferð þessa.
Þing þetta var haldið á fyrrnefndum stað
í ágústmánuði. Sóttu það 60 íslenzkar
konur og var þetta stærsta hópferð Is-
lendinga til Kaupmannahafnar, sem fram
að þeim tíma hafði verið farin. Farar-
stjóri var Rannveig Þorsteinsdóttir. Luku
konur, er ferð þessa fóru, upp einum
munni um það, að ferðin og þingið hefði
veitt þeim bæði fróðleik og skemmtun.
Stjórn K.I. fól Svöfu Þórleifsdóttur að
safna saman handritum að sögu einstakra
félaga og sambanda, er þau skyldu sjálf
sjá um, að yrði rituð. Ættu þau handrit að
verða undirstaða að heildarsögu kvenfé-
HÚSFREYJAN
33