Húsfreyjan - 01.07.1960, Page 36
tbl. vera 2 arkir, þar með taldar auglýs-
ingar. Allmörg hin síðari ár hefur blaðið
verið nokkuð stærra með þeim hætti, að
síðasta tbl. hvers árs hefur verið hálfri
til heilli örk stærra. Um síðustu áramót
var ákveðið að stækka blaðið þannig, að
heftum yrði eigi fjölgað, en blaðið yrði
þó 10—11 arkir árlega.
Þótt segja megi, að þróun blaðsins hafi
farið hægt, bæði hvað við kemur kaup-
endafjölda og stækkun, má fullyrða, að
blaðið er komið yfir örðugasta hjallann
og allar líkur benda til, að á næstu 10
árum verði það allríkur þáttur í starfsemi
Kvenfélagasambands Islands.
I lokaorðum við sögu K.I. í 1. tbl. 1.
árg. ,,Húsfreyjunnar“ er að því vikið, að
þá 20 ára starfsemi, sem þar er frá skýrt,
megi að miklu leyti líta á sem starf þess,
er plægir og undirbýr akurinn og sáir að
því búnu. Saga þessara síðastliðnu 10 ára
virðist benda til þess, að þetta hafi ekki
verið út í bláinn mælt. Getur nokkrum
dulizt, er þennan sögukafla les, hinn
þróttmikli nýgræðingur, er nú skýtur víða
upp kollinum? Enn á þó langt i land, að
allar vonir rætist í þeim málum, sem
Kvenfélagasamband Islands hefur unnið
að á undanförnum árum og enn er eigi
hafinn nema nokkur hluti þess, sem gera
þarf og gert verður í framtíðinni. Hin
öra framþróun í þjóðlífinu mun æ skapa
ný og ný verkefni. En fjölmenn og sam-
huga samtök mega sin mikils og vonir
um þróttmikið og markvisst starf er fram-
undan.
Svafa Þórleifsdóttir.
LEIÐRÉTTING
í þættinum „Hjúkrun í heimahúsum“ í síðasta
tölublaði hefur fallið niður ein lina á bls. 29;
fremri dálk í málsgrein, er byrjar um miðja
blaðsíðuna. Rétt er málsgreinin á þessa leið:
„Ábreiðan er lögð utan um hann, koddi settur
við bakið og skammel undir fæturna, ef með
þarf, og hann látinn setjast framan á. Ekki má
yfirgefa sjúkling meðan hann er óvanur . .. .“
o.s.frv.
Er höfundurinn og lesendur beðnir velvirð-
ingar á mistökum þessum.
Kvenfélag Selfoss
BYGGÐ á Selfossi hefur verið í örum
vexti undanfarna árathugi og þar er orð-
ið eitt myndarlegasta þorp á landinu.
Kvenfélag hefur verið þar starfandi í tólf
ár. Var það stofnað 4. marz 1948 í tilefni
af sjötugsafmæli frú Jóhönnu Bjarnadótt-
ur, sem þá var elzta búandi kona á Sel-
fossi, og var hún gerð að heiðursfélaga
á stofnfundi félagsins.
Tilgangur félagsins er ^ð starfa að
menningar- og mannúðarmálum hrepps-
búa og hafa konurnar lagt mörgum mál-
um lið, sem til heilla horfa fyrir almenn-
ing.
Árið 1956 var nýbyggð kirkja vígð á
Selfossi. Þá gaf kvenfélagið margar góð-
ar gjafir: fullkominn messuskrúða — og
síðar tvo hökla til viðbótar — fermingar-
kyrtla, gólfábreiður og skrautmuni og sitt-
hvað fleira.
Undanfarin ár hefur mikill áhugi verið
fyrir því að reist yrði fjórðungssjúkrahús
á Selfossi fyrir Suðurlandsundirlendið. Til
styrktar þeirri framkvæmd tóku öll kven-
félög í Árness- og Rangárvallasýslum
höndum saman um að koma á happdrætti
og tók Kvenfélag Selfoss að sér alla fram-
kvæmd málsins og fjárreiður. Hlutu þær
til þess góðan stuðning margra aðila, ein-
staklinga og fyrirtækja, enda sparaði
enginn tíma né erfiði til að veita málinu
brautargengi. Af happdrættinu varð líka
glæsilegur árangur. Var Sambandi sunn-
lenzkra kvenna afhent sparisjóðsbók með
kr. 513.634.69 innstæðu, sem renna skal
til sjúkrahússbyggingarinnar. Auk þessa
hefur Kvenfélag Selfoss árlegan merkja-
söludag til ágóða fyrir sjúkrahússjóð sinn
og nú eru um 88 þúsund krónur í þeim
sjóði.
36
HÚSFREYJAN