Húsfreyjan - 01.07.1960, Síða 37
Ekki hefur enn verið hafizt handa um
byggingu sjúkrahússins, en 1958 var kom-
ið upp sjúkraskýli á Selfossi í gamla lækn-
isbústaðnum og síðar hefur verið byggt
við það húsnæði, svo að þar eru nú um
20 sjúkrarúm. Kvenfélagið hefur gefið all-
ar sængur, kodda, rúmfatnað og fleira lín
til sjúkraskýlisins og hafa kvenfélagskon-
ur saumað það allt sjálfar endurgjalds-
laust.
í samvinnu við hreppsnefnd hefur kven-
félagið beitt sér fyrir því, að komið væri
upp nokkrum barnaleikvöllum í þorpinu,
gefið að nokkru tæki á vellina og útvegað
gæzlukonur. Til leikvallanna hefur félagið
safnað fé með merkjasölu og skemmtun-
um fyrsta sumardag og um s.l. áramót
voru í leikvallasjóði um 25 þúsund kr.
I fyrravetur hófust umræður um bygg-
ingu félagsheimilis á Selfossi og eru það
níu félög, sem vilja taka höndum saman
og standa að byggin 'unni, ásamt hreppn-
um. Kvenfélagið j f út jólakort með
teikningum eftir Hc kuld Björnsson, list-
málara, og varð ágóði af sölu þeirra um
sjö þúsund. f félagsheimilissjóði kven-
félagsins eru um 21 þúsund krónur.
í eigin félagssjóð hafa konurnar m. a.
safnað árlega fé með því að hafa bazar
í byrjun desembermánaðar og undanfar-
in ár hafa fleiri kvenfélög sameinazt um
bazarinn, t. d. tóku kvenfélögin úr Holt-
unum og Landssveit þátt í síðasta bazar,
höfðu þá sitt sérstaka söluborð hvort. Fé-
lagssjóðurinn er nú um 12 þús. krónur.
Þá hefur kvenfélagið ýmist eitt sér eða
í samvinnu við önnur félög komið á leik-
sýningum á Selfossi og nærliggjandi sveit-
um og konur úr kvenfélaginu voru hvata-
menn þess, að stofnað var leikfélag. Hafa
mörg veigamikil leikrit verið flutt á veg-
um Kvenfélagsins, svo sem Tengda-
mamma, Kinnahvolssystur, Gullna hliðið
o. fl. — f samvinnu við skógræktarfélag
staðarins hafa kvenfélagskonur starfað
að gróðursetningu trjáplantna umhverfis
íþróttavöllinn. Félagið hefur beitt sér fyr-
ir því, að hamlað sé gegn aðsókn unglinga
á skemmtisamkomur, að breytt yrði fyrir-
komulagi á sælgætissölu og sitthvað fleira
hefur það látið til sín taka.
Margs konar námskeið hafa verið hald-
in á vegum félagsins, svo sem sauma- og
matreiðslunámskeið og s.l. vetur föndur-
námskeið, sem varð mjög vinsælt. Var
upphaflega fengin kennslukona eina helgi,
en aðsókn og áhugi reyndist svo mikill,
að námskeiðið hefur verið haldið einu
sinni í viku í allan vetur.
Stjórn félagsins hefur árlega fimm þús-
und krónur til umráða til hjálpar bág-
stöddum og er ekki ætlast til, að gerð sé
opinberlega grein fyrir því, hvernig fénu
er varið, þvi oft eru þau mál viðkvæm.
Fyrir milligöngu séra Braga Friðriks-
sonar tók kvenfélagið upp bréfaskipti við
kvenfélag í Lundar í Manitoba og hefur
m. a. sent hinu vestur-íslenzka félagi
,,Húsfreyjuna“ ogÆviminningabók Menn-
ingar- og minningarsjóðs kvenna, og feng-
ið hlýjar þakkir fyrir. Hið vestur-íslenzka
kvenfélag hefur svo aftur sent ársrit lút-
herskra kvenna, sem heitir ,,Ásdís“ og
flytur margs konar fróðleik frá félags-
störfum vestra.
Félagskonur í Kvenfélagi Selfoss eru
138 og eru það konur búsettar á Selfossi
og í Sandvikurhreppi. Stjórnin er nú skip-
uð þessum konum:
Sigurveig Sigurðardóttir, formaður.
Viktoría Jónsdóttir, ritari.
Guðrún Bárðardóttir, gjaldkeri.
Kristín Helgadóttir, varaformaður.
Hulda Vilhjálmsdóttir, meðstjórnandi.
Fyrsti formaður félagsins var Áslaug
Stephensen, en lengst hefur Lovísa Þórð-
ardóttir gegnt formannsstörfum, eða sjö
ár alls.
Þegar núverandi og fyrrverandi for-
maður lýstu fyrir mér störfum kvenfélags-
ins, sögðu þær einum rómi, að aldrei þryti
þau verkefni, sem félagið óskaði að leysa.
í þeim samræðum varpaði frú Lovísa fram
þeirri hugmynd, hvort kvenfélög ættu ekki
að taka upp þann hátt að heimsækja hvert
annað, t. d. ef þau færu í skemmtiferðir.
Á s.l. sumri voru konur frá Ólafsvík á
ferð á Selfossi og gistu hjá kvenfélags-
HÚSFREYJAN
37