Húsfreyjan - 01.07.1960, Side 38
Útdráttur úr fundargerð 4. formannafundar
Kvenfélagasambands Islands
FJÓRÐI formannafundur Kvenfélagasambands ís-
lands var haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavik
dagana 14.—16. júní 1960, og var settur með
hátíðarfundi að kvöldi þriðjudagsins 14. júní.
Voru þar saman komnar um 30 konur, starf-
andi formenn héraðssambanda, nokkrir fyrrver-
andi formenn, stjórn K.í. og fyrrverandi formenn
sambandsins, starfsmenn K.í, og nokkrir aðrir
gestir.
Formaður K.Í., Rannveig Þorsteinsdóttir, bauð
gesti velkomna með ávarpi, Svafa Þórleifsdóttir
rakti nokkuð sögu sambandsins síðastliðin 10
ár og Aðalbjörg Sigurðardóttir minntist for-
göngukvenna í kvenfélagsmálum og þakkaði
þeim ómetanlegt starf. Allmargar konur tóku til
máls og fluttu kveðjur og árnaðaróskir til K.í.
Guðrún Tómasdóttir söng einsöng með undirleik
Guðríðar Guðmundsdóttur.
Fundarstörf hófust miðvikudaginn 15. júní kl.
10 f.h., og stóð fundur þann dag allan fram á
kvöld, en eftir kvöldmat störfuðu nefndir. Var
fundi haldið áfram fimmtudaginn 16. frá kl. 10
f.h. til kl. 4.30, en þá var dagskrá tæmd og fundi
slitið. Um kvöldið sátu fundarkonur boð heima
hjá heimilisráðunaut sambandsins, Steinunni
Ingimundardóttur, og áttu þar hina ánægjuleg-
ustu kvöldstund.
Fundinn sóttu, auk stjórnar K.Í., starfsmanna
sambandsins og nokkurra gesta, fulltrúar frá
öllum héraðssamböndum, nema frá Sambandi
austur-skaftfellskra kvenna og Kvennabandinu
í Vestur-Húnavatnssýslu.
Dagskrá fundarins var ákveðin á þessa leið:
1. Starfsemi og fjármál sambandsins, þar með
tímaritið Húsfreyjan.
2. Ráðunautastarfsemi og samstarfið við Bún-
aðarfélag íslands.
3. Orlof húsmæðra.
konum. Kváðust þær Lovísa og Sigurveig
báðar hafa haft mikla ánægju af þeirri
heimsókn.
Læt ég þá lokið spjalli um þetta starfs-
glaða kvenfélag, með því að koma þessari
ágætu hugmynd á framfæri og óska kven-
félagskonum til hamingju með vel unnin
störf.
Sigríður Thorlacius.
4. Samræming á lögum kvenfélaga.
5. Frá starfsíþróttamóti í Danmörku.
(Erindi: Steinunn Ingimundardóttir).
6. Önnur mál.
■ Öll þessi mál voru til 1. umr. fyrri daginn og
fengu nefndir þau til meðferðar um kvöldið. Sið-
ari daginn voru þessi sömu mál til síðari um-
ræðu ásamt nefndarálitum og ályktunum.
1. Starfsemi og fjármál sambandsins.
Framsögumenn Rannveig Þorsteinsdóttir og
Svafa Þórleifsdóttir. Rannveig gaf skýrslu um
störf stjórnarinnar frá síðasta landsþingi og las
upp endurskoðaða reikninga ársins 1959. Hún
skýrði frá því, að K.í. hefði nú fengið mikla lag-
færingu á málum sínum við það, að heimilis-
ráðunautur sambandsins hefði verið tekinn beint
inn á fjárlög, og sambandið héldi fyrri styrk
sínum þrátt fyrir það. Vegna hallareksturs á ár-
inu 1959 sagði hún það vera sjónarmið stjórn-
arinnar, að auka sem minnst útgjöldin á árinu
1960, eða a.m.k. að taka ekki upp neina nýja
gjaldaliði, en leitaði álits fundarins um það,
hvernig leggja skyldi línurnar með starfsemina
í framtíðinni. Kvað hún stjórnina hafa rætt um
það að breyta til um skrifstofuháld sambands-
ins, þannig, að K.í. fengi sína sérstöku skrifstofu
og skrifstofustarfsmann, sem ynni nokkra tíma
á dag, í stað þess að skrifstofan er í sambandi
við skrifstofu formannsins, og hún annast skrif-
stofustörfin. Hafði stjórnin lagt fram sem um-
ræðugrundvöll, bráðabirgðaáætlun um rekstur
ársins 1961, og kom þar fram, að stjórnin taldi
ýmsa gjaldaliði myndu hækka vegna almennra
verðhækkana, og að líklegt mætti telja, að skrif-
stofukostnaður sambandsins myndi hækka all-
verulega frá því sem nú er, ef farið yrði að reka
sjálfstæða skrifstofu. Annar liður, sem stjórnin
taldi verða mjög háan á árinu 1961, var kostn-
aður við landsþing, og kemur þar fyrst og fromst
stórhækkaður ferðakostnaður fulltrúa.
Svafa skýrði frá hag og horfum tímaritsins
Húsfreyjunnar og taldi hvorutveggja nú vera
sæmilegt.
Fundarkonur ræddu þessi mál, og var það
einróma álit, að koma bæri fjárhag sambandsins
á fastan grundvöll, áður en ráðizt yrði í nýjar
framkvæmdir. Um kostnað við landsþing og for-
mannafund var rætt á víð og dreif, en engin
38
HÚSFREYJAN