Húsfreyjan - 01.07.1966, Side 5
Husfreyjxui
Reykjavík
júlí-sept. 1966
Útgefandi: Kvenfélagasamband íslands
3. tölublað
17. árgangur
W'erner von Braun:
Þess vegna
(Werner von Braun er einn frægasti éldflanga-
fræðingur heimsins. Hann var tæknilegur yfirmað-
ur elqflaugarannsókna í Þýzkalandi á styrjaldarár-
unum, en framscldi sig Bandaríkjamönnum í stríðs-
lok og hefur starfað veslan hafs síðan).
Vísindi og trú eru tvö sterkustu öfl þessar-
ar aldar. Við verðum að reyna að skilja
eðli beggja, ef við eigum að skilja sum
stærstu vandamál nútímans.
Forvitni er einn megin spori vísindanna.
Frá alda öðli hafa alltaf verið til inenn og
konur, sem báru í brjósti brennandi þrá
eftir að vita Itvað fólst undir berginu, band-
an við fjöllin eða höfin. Þessi leitandi
manngerð vill nú komast að því, livað knýr
frumeindina áfram, hvemig lífið endur-
nýjast eða ltvað er liinum megin á tungl-
inu.
En ekkert stórvirki hefði verið unnið í
sögu mannkynsins án trúar. Hver maður,
sem einhverju vill áorka, verður að trúa á
trúi ég ó guð
eigin getu. Og í livert skipti, sem maður-
inn tekst á við verkefni, sem krefjast meira
þreks en hans eigin takmarkaða andlega
og líkamlega orka lirekkur til, þá þarfnast
hann trúar á Guð.
Einn meginvandi nútímans er það, að
vísindin liafa, samliliða undralyfjum og
geimförum, skapað kjarnorkusprengjur.
Því verður ekki neitað, að vísindin liafa
brugðist í því að sýna, hvernig skynsamlega
skuli með þær fara. Því liafa vísindin og
vísindamennimir oft verið sökuð um að
valda þeiin ægilega vanda, sem mannkynið
er í statt í dag.
Vísindi eru ekki liáð siðalögmálum.
Lyfið sem læknar í smáskömmtum getur
verið banvænt sé það notað í óliófi. Kjarn-
orkan, sem getur framleitt ódýra raforku,
sé hún virkjuð í kjarnaofnum, verður ban-
væn, sé lienni sleppt í sprengju. Það er
því ekkert vit í að spyrja vísindamann,
HÚSFUEYJAN
1