Húsfreyjan - 01.07.1966, Qupperneq 10

Húsfreyjan - 01.07.1966, Qupperneq 10
Samnorrænt húsmæðraorlof sumarið 1966 Fyrstu vikuna í júnímánuði s. 1. var sam- norrænt húsmæðraorlof lialdið á Mullsjö- lýðháskóla í Svíþjóð í boði sænska hús- mæðrasambandsins. Þetta er þriðja sam- norræna húsmæðraorlofið á vegum Hús- mæðrasambands Norðurlanda, það fyrsta var lialdið í Danmörku, 1964, annað í Finn- landi 1965 og nú það þriðja í Svíþjóð. Húsmæðrasambandið í Saraborgsléni bafði allan veg og vanda af þessu orlofi, en formaður þess er frú Elvíra Anderson í Mullsjö, kona á að gizka rúmlega sextug, fremur lágvaxin og þrekin, glaðleg, en mjög ákveðin bæði í framkomu og tali. Hún er formaður sveitarstjórnarinnar í Mullsjö og var mér sagt að næg utanáskrift til bennar myndi vera „Elvíra, Svíþjóð“. Dagana 23. og 24. maí í vor mætti ég á stjórnarfundi Húsmæðrasambands Norður- landa í Stockbólmi og þar sem orlofið var aðeins viku síðar ákvað ég að bíða og fara til Mullsjö. Nokkurs misskilnings gætti um boð íslenzku liúsmæðranna til þessa orlofs og stafaði það af ókunnugleika frú Elvíru á aðilum H. S. N. Frá Stockhólmi varð ég samferða ágætri danskri konu, frú önnu Bostrup, sem ég bafði áður bitt og var því kunnug. Mætt- umst við á járnbrautarstöðinni kl. átta um morguninn binn 1. júní, settumst í okkar tilskildu sæti í lestinni og ókum af stað til Mullsjö. Veðrið var ágætt og útsýnið undra- fagurt, skógurinn Ijósgrænn og glampandi vatnsfletir gægðust gegn um laufið. Víða voru stórar, ræktaðar grassléttur og nýsánir akrar, sem óvíða höfðu náð grænum lit, því að veturinn var með afbrigðnm harður og vorið kom óvenjulega seint. Á nokkrum stöðum var unnið með liestaverkfærum, en víðast bvar með stórum dráttarvélum. Kindur voru á beit í skógarjaðrinum og kýrnar, sem ég sá, voru nokkuð blandaðar á lit, sumar dökkrauðar, aðrar svartskjöld- óttar og allt þar á milli. Allar voru þær liraustlegar, með beinan og fallegan lirygg, og sá ég í fljótu bragði livergi merki þeirr- ar beinaveiki, sem er algeng í nautgripum liér á landi. Við ókum fram lijá timburverksmiðjum, stórum iðnaðarverum og gegn um borgir og bæi þar sem gömlu byggingarnar næstum Iiurfu fyrir nýtízkulegum liverfum, sem rísa af grunni í útjöðrum þeirra. Er lærdóms- ríkt að sjá, liversu vel og liaganlega mörg þessi nýju hverfi eru skipulögð, sérstaklega útliverfin, sem rísa utan við Stockhólm. Alls staðar blasti við velmegun, þroski og framfarir í þessu, að sögn, mesta „velferð- arríki“ veraldarinnar. Við komum til Mullsjö, sem er lítið sveitaþorp við Vettern ca. 25 km. frá Jön- köbing, um kl. 4. Þar fengum við okkur kaffi í smá-veitingabúsi við járnbrautar- stöðina meðan við biðum eftir að fá leigu- bíl, síðan ókum við út að skólanum, sem slendur í mjög fögru umhverfi nokkuð ut- an við aðalbyggðina. Þar blöktu allir Norð- urlandafánarnir við bún, nema sá íslenzki, bann sást bvergi og var að sögn ófáanlegur þar í nágrenninu. Skyggði það talsvert á móttökurnar fyrir mér. 1 dagskránni var enginn sérstakur komu- tími fyrir konurnar, sem voru að tínast að allt kvöblið. Engin nafnspjöld voru fyrir 6 HÍJSFRKYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.