Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 11
liendi, en herbergjum var iitlilutað í smá- húsum í nálægð skólans. Matsalir voru á tveim stöSum og ákveðið, hvaða konur borðuðu á liverjum stað. Ég var svo heppin að lenda í lierbergi ineð frú Ástu Lumbye, sem liafði verið hér á stjórnarfundi H.S.N. 1961. Hét okkar liús „Björksater“ og var á sumrin notað sem æskulýðsheimili. KI. 7,30 um kvöldið var safnast saman í samkomusalnum. Rektor skólans bauð gesti velkomna og kynnti starfsemi stofnunar- innar og tilgang liennar. Síðan talaði sam- bandsformaðurinn, frú Elvíra Anderson, um starfsemi sambandsins og félaganna inn- an vébanda þess. Var erindi hennar langt, enda af miklu að taka, en að því loknu var drukkið kvöldkaffi og síðan gengið til náða og urðu víst niargir livíldinni fegnir vegna langra og þreytandi ferðalaga um daginn. Á fimmtudagsmorguninn var sól og bezta veður, morgunverður var snæddur kl. 10, og síðan farið í gönguferðir um nágrennið o. fl. KI. 2 var gengið til samkomusalarins ]>ar sem frú Kerstin Lindskov, sérstaklega elskuleg kona, formaður í Hallandsléns- húsmæðrasambandinu og í stjóm sænska sambandsins, sagði frá starfsemi þess og til- Iiögun. Síðar um daginn mætti formaður sænska sambandsins frú Margit Harvard og svöruðu þær sameiginlega spurningum gestanna viðvíkjandi ýmsu innan starfsem- innar. Eftir kvöldmat var sungið við undirleik finnskrar konu, frú Liv Floman, en lmn var söngkennari að mennt. Foreldrar henn- ar voru ein af þeim mörgu fjölskyldum, sem urðu að flytja burt af Kirjálaeiðinu eftir stríðið, þá með 3 eða 4 smábörn, en þessar fjölskyldur gátu ekkert tekið með sér af eigum sínum. Hún sagði að hún gæti aldrei fullþakkað móður sinni fyrir það að liafa drifið sig til söngnáms. „Mér fannst ég vera svo lítil og léleg og ekki geta neitt, en ]»á sagði mamma mín: „Láttu engan beyra ])etta, þú, sem syngur svo vel“. — Við konurnar á þessu móti megum einnig þakka ])essari skynsömu, gömlu konu fyrir það að drífa dóttur sína til söngnáms, því að við nutum þess í ríkum mæli. Nú sýndi frú Anna Boslrup litmyndir frá ýmsum stöðum, sem liún liefir komið til, sambands- þingum H.S.N. o. fl. og að því loknu var drukkið kaffi. Á föstudagsmorguninn var ekið til Jön- köbing í glampandi sól og góðu veðri. Þar tóku kvenfélagskonur á móti okkur, klædd- ar húsmæðrabúningnum sænska, og sýndu okkur bæinn, minnismerkið þar sem sænku fánarnir blöktu og útsýni er einna bezt yfir borgina, og lystigarðinn. Síðan var skoðuð heljarstór sýning ótal fyrirtækja, og var þar allt frá smávöru og heimilisvélum, stór- um landbúnaðarvélum og bílum til íbúðar- húsa o. fl. Borgarstjórn Jönköbings bauð til hádegisverðar í nýreistum veitingarskála við sýningarsvæðið. Þar bauð formaður kvenfélags Jönköbings okkur velkomnar með nokkrum skemmtilegum vísum, sem hún liafði sjálf ort í tilefni dagsins, sagði að „nokkur orð“ væru svo liversdagsleg og gleyindust strax. Frá þessari veizlu var lialdið til Junex klæðaverksmiðjanna og Husqvarnaverksmiðjanna, sinn hópurinn til liverrar, en bæirnir Husqvarna og Jön- köbing standa hlið við hlið og eru svo til samvaxnir. Ég lenti í bíl sem fór til Junex. Þar var fyrst framreitt ágætt miðdegiskaffi og síðan gengiö um verksmiðjuna þar sem verið var að ganga frá kápum fyrir haustið. Var okkur sýnt, livemig flíkurnar fara frá manni til manns, unz þær eru tilbúnar til sölu og eru þá sendar út um mest allan lieim, enda framleiðslan gífurleg. Nii var komin ausandi rigning og því þakkað fyrir indælan dag og síðan ekið Iieim til Mullsjö gegn um skóginn. Eftir kvöldniat þennan dag talaði rektor Eva Ásbrink frá Skara um stöðu konunnar allt frá fornöld til vorra daga. Var það mjög fróðlegt erindi og skemmtilegt. Síðan var útbýtt nokkrum spurningum varðandi fé- lagsmál, því frú Anderson vildi lielzt lialda sér við einhver málefni, en ekki gefa kon- unum lausan tauminn með að syngja og skemmta sér. Eftir þetta var kvöldkaffið drukkið og var þá dagskránni lokið það kvöldið. Á laugardagsmorguninn var rólegt á IIUSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.