Húsfreyjan - 01.07.1966, Side 14

Húsfreyjan - 01.07.1966, Side 14
<lreni;ir á altlrimmi 6—12 ára, sem Iiöfðu bjargað félögum sínum úr lífsháska, mest úr vötnum. Það var yndislegt að sjá, þegar frú Ásbrink var að úthluta þessum verð- launum, sjá hversu innileg hún var við börnin og viðbrögð þeirra. Einn 6 ára dreng- ur neilaði að taka við sínu heiðursskjali, því Iiann sagði að liann ætti það ekki nema vinur sinn, sem h'ka hefði verið viðstaddur, fengi það einnig, svo þeir urðu þá að eiga það í sameiningu. Milli atriða lék lúðra- sveit borgarinnar og stúlkur úr skóla frú Ásbrink báru um rauðar nellikkur og gáfu okkur konunum og flestum viðstöddum. Nú var dagur að kveldi kominn og ekið heim á leið. Sat ég þá hjá konu rektorsins, sem sagði að sér hefði ahlrei dottið í liug að venjulegar húsmæður gætu verið svona kát- ar og léttar í lund. Hafði hún mikinn áliuga á Islandi eftir að liafa lesið bækinginn „Facts about Icelan<l“, sem ég gaf þeim til þess að kynna land og þjóð. Þegar lieim kom var drukkið kvöldte og síðan fór bver til síns herbergis. Á þriðjudaginn var dásamlegt veður og kom það sér vel fyrir mig, því ég liafði ekki tekið myndir af staðnum, en nú fórum við Ánna Bostrup í búðir, keyptum filmur o. fl., sem okkur vanliagaði um. Um miðjan daginn var tízkusýning á undirfötum og náttkjólum frá tveimur stórum verksmiðj- um í Mullsjii, var þar margt fallegt að sjá, en dýrt var það. Síðar um daginn var söngur og leiksýn- ingar, sem konur frá Skövde og fleiri stöð- um sáu um. Þessar konur eru mjög liug- myndaríkar, þær leika ýmis kvæði við und- irlcik og söng, t. d. var Sígaunaatriði, sem þær léku, mjög skemmtilegt. Æfa þær þessi smáleikrit til þess að sýna í félögum sínum og víðar. Um kvöldið átti að vera kveðjuatriði frá öllum löndunum. Svíþjóö söng, Finnland með sinn ágæta söngkennara lagði til liljóm- listina, og stjórnaði söngnum, söng einnig sjálfstætt og las kvæði. Aumingja ég var ein sein fyrr, en las samt enn á ný „Ó, bless- uð vertu sumarsól“ og síðan sungu konurn- ar það. Danmörk söng og sýndi smá leik- 10 þátt „l)el var pá Frederiksberg, det var i maj“. Noregur kom ekki fram þarna, frú Aspesæter var með litmyndir, en sagðist geyma þær til orlofsins heima næsta ár. Ég var einnig ineð litmyndir þær, sem Fræðslu- myndasafn ríkisins gefur út, en þarna vor- um við í leikfimisal með leiksviði og ekki liægt að koma við myndasýningu. Þá var komið að kveðjusamsæti kvöldsins, sem haldið var á Björksáter, en þar var borið fram kaffi með dýrindis kökum og brauöi. Margar ræður og þakkarávörp voru flutt og kom það í minn lilut að þakka forstöðu- konunni, frú Elvíru Anderson, fyrir hópinn og færa lienni smágjöf frá okkur, en liún þakkaði og færði öllum landssamböndun- um bókina „Falbygden“ að gjöf. Frú Bo- strup þakkaði ráðskonum og framreiðslu- stúlkum, sem einnig fengu smágjafir. Því miður þurftu rektors-hjónin að sinna opin- berum aðilum, sem komu í lieimsókn lil þeirra þetta kvöld og gátu því ekki veriö með, en frú Aspesæter átti að færa þeim sérstakar þakkir. Nokkru eftir að staðið var upp frá borðum var kallað á mig og ég beð- in að koma strax með íslenzku myndirnar út í skólasalinn. Voru þá flest allar kon- urnar þar komnar og ætluðu ekki að fara fyrr en þær liefðu séð myndirnar. Reyndi ég að útskýra þær og flétta inn í frásögnina ýmsum atriðum úr sögu lands og þjóðar. Voru allar konurnar mjög hrifnar af mynd- unum, sem ég síðan gaf frú Önnu Bostrup mínum góða leiðsögumanni í Stockhóhni og ferðafélaga bæði á leiðinni til og frá Mullsjö. Var nú Jiessum dýrðlegu orlofsdögum lokið og kvöddust konurnar með mestu vin- seind og tilhlökkun um að bittast einlivern tíma síðar og rifja upp endurminningar frá þessum sanmorrænu orlofsdögum í Mull- sjö. Ég færi sænska húsmæðrasambandinu, frú Elvíru Anderson, sambandi bennar og meðstjórnarkonum ásamt hinum 70 þátt- takendum, innilegar þakkir fyrir þessa un- aðslegu orlofsdaga. Helga Magnúsdóttir. HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.