Húsfreyjan - 01.07.1966, Page 18

Húsfreyjan - 01.07.1966, Page 18
Anna María vaknaði við grátinn í litlu telp- nnni. Um stund lá liún kyrr og litaðist um í stofunni, en fékk sig ekki til þess að stíga fram á ískalt gólfið. Stofan hafði lítið breytzt frá því að luin hafði sjálf stígið þar sín fyrstu spor. Allt var slitnara og máðara og þegar hún svip- aðist um í morgunskímunni, greip liana á ný þessi ofsalega þrá að sleppa, sleppa burtu, komast eitthvað þangað, þar sem hver einasti hlutur talaði ekki sínu þögla máli um fátækt og basl fyrir daglegri af- komu. Þegar þessi þrá greip hana fyrst, þá biðu hennar ótal möguleikar. Hún átti lífið framundan. En Iivað Iiafði orðið úr því öllu, þegar liún loksins komst að heiman og fékk herbergi út af fyrir sig? Krói, sem grenjaði á hverri nóttu þangað til hún vaknaði, og hún varð að annast allan sól- arliringinn. — Hættu þessu öskri, — hrópaði liún allt í einu og varð sjálf hrædd við Iiávað- ann og ofsann í röddinni. Þá opnaðist Iiurðin og mamma hennar leit inn. — Ég er að fara í vinnuna, — sagði hún og lét sem liún hefði ekki lieyrt neitt. — Bleyjurnar eru soðnar, svo þú þarft bara að hengja þær út, og mjólkurblandið er tilbúið frammi. Mundu að velgja það, áð- ur en þú gefur lienni. — Hún hikaði andartak, eins og hún ætlaöi að segja eittlivað meira, eittlivað ástúðlegt og huggandi, en ldíðmælgi hafði aldrei leg- ið á vörum hennar. — Taktu hana nú upp, — sagði hún, annað ekki. Anna María lagðist aftur vitaf ]>egar liún var farin. Hún skammaðist sín. Ekki vissi hún, livernig hún liefði komizt af þessa síðustu mánuði án mömmu sinnar. Mannna var tekin að eldast, en það stóð ekki á hjálp hennar þegar Anna María kom lieim og sagðist eiga von á barni, og að harnsfað- irinn vildi ekki sjá liana framar. Þeim degi gat Anna María ekki gleymt. Augu Hinriks hvörfluðu fram og aftur, þegar hún sagði lionum, hvernig komið var og hurðin skall liart að stöfum, þegar liann fór. Henni var þungt um gang heim til foreldranna. Fölt og afmyndað andlit föðurins skelfdi hana samt ekki eins mik- ið og stirðnaöur svipur móðurinnar. — Sautján ára, -— sagði hún. — Þú, sem ert ekki nema sautján ára. — — Ég vil ekki eignast þetta barn, — liafði Anna María sagt í sama þráatón og þegar foreldrar hennar reyndu að láta hana lilýða í bernsku. — Þú vilt ekki eignast það, — rauk faðir liennar upp og hún hélt að hann ætl- aði að slá liana. — Það er heldur seint séð. Þá kom móðir liennar til hjálpar í fyrsta, en ekki síðasta sinn, þennan hræðilega tíma. — Svona, Árni, — sagði hún ósköp ró- lega. — Það þýðir ekki að vera með neinn liávaða. — Eitthvað í augnaráði liennar og fasi þaggaði niður í lionum. — Þú eignast þitt barn, eins og náttúran ætlast til, — sagði hún seinna við önnu Maríu, þegar þær voru tvær einar. — Skil- urðu það? — Hún beið ekki sv.ars, en lagði á ráðin um hvað gera þurfti. Franih. ú hls. 34. HÚSFREYJAN 14

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.