Húsfreyjan - 01.07.1966, Síða 31
XJU<U.
mm
aaggl
jjjjuaaíXl/
I bygp;ðasafiiinu a Reykjum í Hrútafirði
eru margir skemmtilegir munir, sem von-
andi verða almenningi ti! sýnis áður en
langt um líður. Þeirra á meðal er lítil, svört
krosssaumuð peningapyngja (nr. 165 A),
og eru á lienni annars vegar ártalið 1881 og
stafirnir B Þ S og áttablaðarós á milli, en
liins vegar tvö blóm. Eru þetta allt ramrn-
íslenzk munstur, en pyngjan er saumuð
með útlendu ullarbandi í stramma, svo ný-
ir straumar í íslenzkum hannyrðum segja
þar greinilega til sín.
HÚSFREYJAN
Nú er sá tími löngu liðinn, að útsaum-
aðar peningapyngjur voru í tízku, en liins
vegar virðist tilvalið að notfæra sér þessi
munstur á gleraugnabús. Birtist bér
uppdráttur af slíkum húsum, og eru blóm-
in af annarri blið pyngjunnar, en átta-
blaðarósin af hinni.
Bekkirnir ofan og neðan við rósina eru
af gömlum íleppum, sem einnig eru í safn-
inu á Reykjum (nr. 356 A), en ef til vill
má í stað þeirra sauma ártal og stafi í liús-
in eins og sést á munstrunum efst á upp-
27