Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 34

Húsfreyjan - 01.07.1966, Blaðsíða 34
Grænu krydd jurtirnar eins ojj; steinselja, dill og karse er mjög auðvelt a?i rækta í görðum. Karse má jafnvel raíkta í sagi eða í baðmull í gluggakistunni (kai'se er gott með grænu salati og ofan á rúllupylsu). Gott er að strá söxuðum kryddjurtum yfir kartöflur og fisk, o. fl. Þar að auki eru ]>ær mjög vítamínauðugar. En geymið ekki mat- arleifar með lirárri steinselju, því að í steinseljunni geta verið veirur frá jarðveg- inum, sem gela valdið matareitrun, ef jiær fá góð lífsskilyrði. Steinselju og dill er einnig hægt að kaupa þurrkaða og jafnvel frysta. Þurrkuð dillfræ eru víða til í verzl- unum hér á landi, og gott er að krydda saltsíld í edikslegi með dillfræum eins og Svíar gera. Einnig er auðvelt að rækta kerfil. Hann er notliæfur í kerfilsúpu og mjög góður lil að krydda með fiskrétti. Reynið einnig ein- hvern tíma að láta dálítinn kerfil í kjöt- súpuna. Nú sjáum við líka nýjan papríka, sem einnig er nefndur spánskur pipar í verzl- unum. Er liann notaður á svipaðan hátt og steinselja og dill. Þægilegt er að skera hann niður í þunna hringi, og eru ])eir mjög skrautlegir. Eins og getið er hér á undan liafa forfeð- ur vorir ræktað hvönn. Mörg eru örnefnin, sem dregin eru af hvönn eins og Hvanneyri, Hvannaskarð, Hvannadalur o. fl., og enn í dag nota sumar liúsmæður hvönn í kjöt- súpu. (Erlendis er hún seld í sykurlegi eins og engifer). Blóðberg má sjóða með saltkjöti og baun- um. Það er að vísu ekki eins sterkt og hið ræktaða blóðberg, sem selt er ])urrkað sem límian. En blóðherg (timian) má nota í karrýsúpu (búin til úr fisksoði), í lauksúpu, í sósur út á fisk og út á glóðarsteikt kjöt. Sem tilbreyting má einnig láta svolítið hlóð- berg í kjötdeig (ásamt salvíu). En úr sömu ætt og blóðberg (varablóma- ættin) bafa einmitt margar kryddjurtir flutzt til landsins, sem ekki liafa sézt bér áður. Erlendis, þar sem blýrri veðrátta er en bér á landi, má finna þær á víðavangi og einnig má rækta þær í görðum. Þær liafa þekkzt í margar aldir í Suður-Evrópu, en nú virðast Jiær vera komnar í tízku, ef svo mætti að orði kveða. Bragðið líkist blóð- bergi, en ])ó liefur bver þeirra sinn sér- kennilega keim. Vinsælast er merian sem einnig er sell undir nafninu oregano eða marjoram. Það má nota í súpur, í salatsósur, með fiski, í kjötdeig, í rétti, þar sem kjöt er framreitt í sósu o. m. fl. Eins má nota basilikum, sal- vía og sar. Reynið t. d. einhvern tíma að strá basilikum yfir lamhakóteletturnar áð- ur en þið steikið þær og reynið salvíu í tómatsósu, en sar þykir bezt í baunarétti. Þeir, sem áhuga liafa á krydduðum mal, geta fengið sér matreiðslubók sem Poli- tikens forlag í Danmörku liefur gefið út. Heitir hún „Vi laver mad med krydderier“. Ef krydd er geymt lengi, vill það dofna, eins og allir hafa reynslu fyrir. Sumar teg- undir eru jafnvel bragðlausar, séu þær geymdar lengur en í ár. Því fínna sem kryddið er malað, því fljótara dofnar það. Kaupið því einungis lítið magn í einu af kryddi. Loft, -hirta, hiti og raki fer illa með kryddið. Þess vegna ber að geyma ])að í haukum með góðu loki á nokkurn veginn köldum og dimmum stað. Takið aldrei krydd upp lir baukum með rakri skeið, og skil jið aldrei eftir baukinn opinn. Baukar úr j)lasti eru ekki hentugir fyrir krydd (þó að þeir sjáist því miður víða í búðum) þar sem plast varðveitir illa rokgjörn bragð- efni. Séu kryddjurtir eins og steinselja frystar, á að frysta þær í álþynnum eða í vaxhornum j)apj)aöskjum, en ekki í plast- pokum. En þar sem krydd er komið „í tízku“, er einnig selt mikið af alls konar krydd- blöndum í skemmtilegum baukum, áletr- uðum fallegum nöfnum. Með smáu letri stendur einnig á bauknum bvaða krydd- tegundir muni vera þarna saman komnar, og því hcr að kynna sér það. Gömul kryddblanda, sem allir þekkja, er karrý, það er indverskt krydd. í Indlandi hefur bvert liérað og livert þorp sína krydd- blöndu, uj)pskriftin er mikið leyndarmál, en aðallega er karrý hlamla af ])ví, sem 30 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.