Húsfreyjan - 01.07.1966, Page 37
}>egar þú átt að borga þá sjálfur, þá ferðu
betur með þá, píslin þín.
Þú manst, að seinna komstu inn í stofuna
þegar ég sat og las kvöldblaðið. Þú komst
ósköp bljóðlega og ineð afsökunarbón í
augnaráöinu, en ég leit gramur upp yfir
ónæðinu og hreytti út úr mér: Hana, livað
viltu nú?
Þú sagðir ekki eitt orð, en bljópst til mín,
tókst um hálsinn á mér og kysstir mig og
faðmaðir með svo mikilli blíðu, að naum-
ast mun bægt að. endurgjalda hana. Svo
bljópstu þegjandi upp í lierbergið þitt.
Sonur minn. Ég missti blaðið og skelf-
ingin heltók mig. Hvernig var ég orðinn?
Ég var búinn að venja mig á að taka aðeins
eftir göllum þínum og finna að þeim. Þann-
ig launa ég þér bernsku þína. Ekki af því,
að ég elski þig ekki, lieldur af því, að ég
krefst of mikils af þér, þér, sem ert aðeins
barn. Ég lief miðað kröfur mínar til þín
við getu fullorðins manns.
1 skapliöfn þinni er svo margt gott, göf-
ugt og satt. Hjartað þitt litla er svo heitt
SPURT OG SVARAÐ Fru,..h. an.is. 31.
Kryddlögur:
1 1 edik
y2 kg sykur
80—110 g liveili
5—10 g karrý
5—10 g sinnep
% tsk. steyttur pipar
1 msk. rotvarnarefni ( sjá fyrri spurn.)
Skiptið blómkálinu í bríslur og skerið
liitt grænmetið í fallega bita og leggið það
í saltpækil (150 g af salti fyrir livern lítra
vatn) í sólarhring. Takið það upp iir pækl-
inum og snöggsjóðið í vatni. Blandið því
síðan saman við kryddlög, sem búinn er til
á eftirfarandi bátt:
Sjóðið saman edik og sykur. Hrærið
hveitið saman við dálítið af köblu ediki og
bellið því út í og látið síðan suðuna koma
upp aftur. Takið pottinn af liellunni og
látið krydd, rotvarnarefni og grænmeti út
— það sannaðir þú með því að koma og
bjóða mér góða nótt með kossi, þrátt fyrir
að þú veizt, að mér gremst að láta trufla
mig þegar ég er að lesa blöðin. Nú stend
ég við rúmið þitt í myrkrinu og skammast
mín.
Það er léleg yfirbót, en ég veit, að jafn-
vel þó ég segði þér frá því í fyrramálið, þá
myndir þú ekki skilja það. A morgun skal
ég vera þér sannur faðir. Þá er sunnudagur
og ég skal leika við þig, hryggjast með þér
og gleðjast með þér. Ég skal bíta mig í tung-
una, ef ónotaorð ætlar að lirjóta mér af
munni og ég ætla að endurtaka í sífellu í
buganum: Hann er aðeins lítill drengur —
lítill drengur.
Ég er bræddur um að ég bafi látið sem
þú værir fullvaxinn. En nú, þegar ég sé þig
liggja j.reyttan og samanlinipraðan í rúm-
inu, })á sé ég, að þú ert enn barn. Það er
ekki lengra síðan en í gær, að mamma þín
liélt á þér á liandleggnum. Ég bef krafizt
of mikils af þér, alltof mikils . . .
■S. 77.. þýddi.
í og liellið síðan sýrða grænmetinu í glös
og bindið yfir.
Ef þér viljið heldur bafa tært picklcs
sleppið þá liveitinu og notið heil sinneps-
korn og beil piparkorn.
Spurning: Ribsberjablaupið ætlar ekki
að verða stíft bjá mér, hvernig stendur á
því?
Svar: Séu berin ekki nægilega súr eða
lieldur þroskuð, er liætt við að lilaupið
verði ekki stíft. Ef grunur leikur á að
lilaupið stífni ekki, er liægt að bjálpa upp
á sakirnar með því að láta sítrónusýru út í,
5 g fyrir bvern lítra af saft.
Lesendum skal á það bent, að í 13. árg.,
3. tölublaði befur Kristjana Steingríms-
dóttir látið uppskriftir af alls konar sýrðu
grænmeti. Ennfremur liefur Kristjaua
skrifað þátt um saft og hlaup í 10. árgang,
2. tölublað. S. H.
IIÚSFK F.YJAN
33