Austurland - 31.08.2001, Blaðsíða 10
10
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001
Um þessar mundir er liðin
hálf öld frá því að Austurland
hóf göngu sína sem vikublað. I
tilefni þeirra tímamóta sér þetta
afmœlisblað dagsins Ijós en íþví
er meðal annars œtlunin að
fjalla um sögu þessa öldungs
austfirskra blaða.
Ekkert blað sem gefið hefur
verið át í Austfirðingafjórðungi
liefur náð viðlfka aldri og
Austurland og reyndar hefur
Austurland verið elst allra
bœjar- og héraðsfréttablaða á
landinu um margra ára skeið.
Eins og lesendum blaðsins er
kunnugt liœtti blaðið að koma út
með reglubundnum hœtti
snemma á þessu ári en í
undirbúningi er að hefja útgáfu
nýs og öflugs austfirsks frétta-
blaðs sem útgáfufélag Austur-
lands mun taka virkan þátt í að
konta á fót.
I þeirri stuttu grein sem hér
fer á eftir verður fjallað um
nokkra þœtti sem varpað geta
Ijósi á sögu vikublaðsins
Austurlands en hún er merkari
en margir hyggja.
Vöntun á prentuðu blaði
Vagga prentiðnaðar á Austur-
landi var fyrst og fremst á Eski-
firði og Seyðisfirði. Þangað komu
fyrstu prentsmiðjurnar og þar hófst
útgáfa blaða á síðari hluta 19.
aldar. Það var fyrst árið 1927 að
Austurland í hálfa öld
prentsmiðja var keypt til Norð-
fjarðar í þeim tilgangi að gefa þar
út blaðið Jafnaðarmanninn. Prent-
smiðja þessi var gömul og slitin
og var henni komið upp í Góð-
templarahúsinu.
Einungis voru prentuð átta
tölublöð af Jafnaðarmanninum í
Norðfjarðarprentsmiðju, en svo
var þessi prentsmiðja nefnd. Vig-
fús Guttormsson annaðist prent-
unina og taldi hann að prentvélin
væri í reynd ónýt og því varð
Jónas Guðmundsson ritstjóri
Jafnaðarmannsins að sætta sig við
að hætta prentun blaðsins á Norð-
firði og láta prenta það á Seyðis-
firði eins og gert hafði verið fyrir
tilkomu Norðfjarðarprentsmiðju.
Jafnaðarmaðurinn var gefinn út
allt til ársins 1934 en eftir það
gáfu Norðfirðingar út fjölrituð
blöð í allríkum mæli. Það voru
fyrst og fremst stjórnmálaflokk-
arnir sem stóðu fyrir útgáfu fjöl-
rituðu blaðanna enda þótti nauð-
synlegt að koma með skýrum
hætti á framfæri sjónarmiðum
þeirra í hinni hörðu pólitísku bar-
áttu sem oft átti sér stað í Nes-
kaupstað á þessum tíma.
Þeir sem stóðu fyrir útgáfu
hinna pólitísku fjölrituðu blaða
töldu vöntun á prentsmiðju afar
bagalega og í einu þessara blaða,
Smári Geirsson
Árbliki, birtist grein eftir
Jóhannes Stefánsson um prent-
smiðjuleysið árið 1941.1 grein-
inni vekur Jóhannes athygli á því
að nú sé svo komið að engin
prentsmiðja sé starfrækt á Austur-
landi og Austfirðingafjórðungur
sé eini landsfjórðungurinn sem
ekkert prentað blað sé gefið út í.
Segir Jóhannes í grein sinni að
hér sé um mikla afturför að ræða
því áður hafi austfirskir ritstjórar
gefið út blöð sem hafi verið á
meðal hinna bestu og þeir hafi
haft aðgang að ágætum prent
smiðjum. Og síðan spyr Jóhannes
og svarar einnig:
Því skyldi núlifandi kynslóð
hér Austanlands ekki geta
statfrœkt
prentsmiðju
Ertu á leið
til útlanda?
Hótel Keflavík er rétti
staðurinn við flugvöllinn
Fyrsta flokks gisting • Bílageymsla
Akstur á flugvöllinn • Morgunverður
...allt innifatíðí
liótel Keflavík • Vatnsnesvegá 12 • 250 Keflavík • Sími 420 7000 • Fax: 420 7002
stay@hotelkeflavik.is • www.hotelkeflavik.is
Og geflð Út
blöð eins og
áðurnefitdir
ritstjórar ?
Erum við
andlega
sjúkir eða
andlega
dauðir ? Nei,
við erum
heilbrigðir
menn, sem
höfum kraft
og hugrekki
til að draga
björg í bú
bœði á láði og
legi. En það
vantar
framtak til
menningar-
legarar
starfsemi.
Og sfðar í
grein sinni
lýsir Jóhannes
áliti sínu á
blaðaútgáfu án
prentsmiðju:
Öll blaðaút-
gáfa án
prentsmiðju
er vonlaus.
Fjölrituð
blöð koma
aðeins út
skamma
stund vegna þess hve geysi-
mikið verk er að fjölrita þau.
En það er virðingarverð við-
leitni að gefa útfjölrituð blöð
og mega þessir menn hafa
þakkir fyrir, sem hafa það gert
hér í bœ.
í lok greinar sinnar hvetur
Jóhannes Norðfirðinga til að sam-
einast um kaup á lítilli prentsmiðju
sem gæti fengist við prentun
bæjarblaða.
Upphaf Austurlands sem
vikublaðs
Norðfirskir sósíalistar höfðu
geftð út blaðið Árblik frá árinu
1938 en Árblik var eitt hinna
fjölrituðu blaða sem út komu í
Neskaupstað. Eins höfðu sósíal-
istar gefið út fjórðungsblaðið
Austurland frá árinu 1942 en það
kom út óreglulega og var ýmist
fjölritað eða prentað í Reykjavík.
Helsti forystumaðurinn um út-
gáfu Árbliks var Bjami Þórðarson
bæjarstjóri og höfðu hann og fél-
agar hans í útgáfustarfmu lengi
haft hug á að komast yfir prent-
smiðju og hefja útgáfu á prentuðu
blaði. Lengi gerðist fátt í prent-
smiðjumálinu en að því kom að
Bjarni frétti af lítilli, gamalli og
slitinni prentsmiðju í Reykjavík
sem unnt var að fá keypta. Bjami
hafði snör handtök og hafði for-
göngu um stofnun hlutafélags
um prentsmiðjukaupin en hlut-
hafar voru tuttugu sósíalistar í
Neskaupstað. Hlutafélaginu var
gefið nafnið Nesprent og töldu
menn að það væri nægilega öflugt
til að festa kaup á prentsmiðjunni
og koma henni upp.
Það þóttu merk tímamót dag
einn í byrjun ágústmánaðar 1951
þegar togarinn Egill rauði lagðist
að bryggju í Neskaupstað með
prentsmiðjuna innanborðs en
hann flutti hana frá Reykjavík.
Næstu vikumar eftir að togarinn
kom með prentsmiðjuna var
unnið að uppsetningu hennar.
Ekki gekk þrautalaust að koma
prentsmiðjunni í starfshæft
ásigkomulag en á endanum fóm
vélar hennar þó að snúast með
eðlilegum hætti. Það fyrsta sem
unnið var í prentsmiðjunni var að
sjálfsögðu fyrsta tölublað nýs
vikublaðs sem gefið hafði verið
nafnið Austurland. Kom blaðið út
31. ágúst 1951 og fögnuðu margir
tilkomu þess.
Ekki er hægt að halda því fram
að útlit Austurlands hafi verið
viðunandi fyrstu árin enda var
letur setjaravélar prentsmiðjunnar
og fyrirsagnaletur afar slitið og
bar blaðið þess svo sannarlega
merki.
Ritstjórar Austurlands
Nafn Bjarna Þórðarsonar og
Austurlands tengjast órjúfanleg-
um böndum. Bjami stofnaði blað-
ið og hafði forgöngu um prent-
smiðjukaupin auk þess sem hann
ritstýrði blaðinu í sjálfboðavinnu
frá upphafi til ársins 1978.
Bjarni Þórðarson var afar góður
og beittur penni. Hann átti létt
með að skrifa og gat þess vegna
skrifað blaðið að mestu fyrstu
áratugina auk þess að gegna eril-
sömu bæjarstjórastarfi. Margar
greinar hans eru eftirminnilegar
og þvf fór fjarri að hann hlífði
pólitískum andstæðingum í skrif-
um sínum. Skrif Bjama vom
reyndar þess eðlis að andstæð-
ingamir töldu sig knúna til að
hefja einnig blaðaútgáfu svo
Austurland fengi eitthvert mót-
vægi.
Um áramótin 1978-1979 var
ákveðið að ráða launaðan ritstjóra
að Austurlandi og var ákveðið að
meta ritstjórastarfið sem hálft
starf. Þetta fyrirkomulag var við
lýði til ársins 1986 en þá fyrst var
farið að líta á ritstjórastarfið sem
fullt starf. Eftirtaldir hafa gegnt
starfi ritstjóra vikublaðsins
Austurlands:
Bjarni Þórðarson 1951-1978 og
1981-maí 1982
Ólöf Þorvaldsdóttir 1979-1980
og október 1983-júní 1984
Smári Geirsson janúar 1983-
ágúst 1983
Birgir Stefánsson júlí 1984-júní
1986
Haraldur Bjarnason september
1986-aprfl 1990
Elma Guðmundsdóttir október
1991 - mars 1995, júní 1999 -
ágúst 1999 og frá maí 2000 -
dagsins í dag.
Elma Guðmundsdóttir og
Steinþór Þórðarson mars 1995 -
júní 1995
Steinþór Þórðarson júní 1995-
ágúst 1997
Aðalbjöm Sigurðsson
september 1997-júní 1999
Karl Th. Birgisson ágúst 1999-
maí 2000
Fyrir utan þá einstaklinga sem
gegnt hafa launuðu ritstjórastarfi
hafa einstakir ritnefndarmenn
gegnt starfi ritstjóra tímabundið.
Þeir ritnefndarmenn sem tekið
hafa að sér ritstjóm með þeim
hætti em Smári Geirsson, Krist-
inn V. Jóhannsson og Elma Guð-
mundsdóttir.
Fastur punktur í
tilverunni
Algengt er að blöð sem hafa
verið gefin út úti á landi hafi
komið út óreglulega og líftími
þeirra hafi verið skammur. Öðm
máli gegnir um Austurland. Allt
frá árinu 1951 til byrjunar þessa
árs var útgáfa blaðsins mjög
reglubundin og þess vegna náði
það að verða nokkurs konar fastur
punktur í tilveru lesenda sinna.
Blaðið kom út í hverri viku öll