Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 11

Austurland - 31.08.2001, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2001 11 þessi ár að undanskildu árlegu um það bil mánaðar sumarfríi. Að meðtöldu þessu blaði hafa verið gefin út 2301 númeruð tölublöð af Austurlandi frá því að reglubundin útgáfa þess hófst. Að meðaltali hafa komið út 46 - 47 tölublöð á ári á þeim tíma sem blaðið kom út reglulega. Framan af var blaðið oftast 4 síður að stærð en síðan var það stækkað í sex síður. Síðustu áratugina náði blaðið því að verða átta sfður að stærð og stundum voru síðumar reyndar fleiri. Hefð var fyrir því að gefa út vegleg jólablöð með fjölbreyttu efni og við sérstök tækifæri eins og á 1. maí og sjómannadegi voru gjaman gefin út viðameiri blöð sem innihéldu fróðlegt efni. Útgefandi og ritnefnd Allt til ársins 1967 var ekki tekið fram hver væri útgefandi Austurlands. Fyrir neðan haus blaðsins stóð “málgagn sósíalista á Austurlandi”. Oft var álitið að Sósíalistafélag Neskaupstaðar væri útgefandi en staðreyndin er sú að félagið hafði sáralítil af- skipti af útgáfunni. I rauninni var Bjarni Þórðarson útgefandi blaðs- ins á þessum tíma og ef endar náðu ekki saman í rekstri þess greiddi Bjami það sem uppá vantaði úr eigin vasa. Rétt er að geta þess að þó Bjarni bæri einn ábyrgð á útgáfunni naut hann oft liðsinnis ágætra manna sem rit- uðu í blaðið og aðstoðuðu við útgáfu þess. Frá og með 33. tölublaði 17. árgangs tók Kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi við útgáfu og hafði það hana með höndum allt þar til kjördæmis- ráðið var lagt niður í ágústmánuði árið 2000. Með tilkomu kjör- dæmisráðsins sem útgefanda varð nokkur breyting á því hvemig staðið var að útgáfu blaðsins; ritstjórinn var áfram hinn sami en að auki var kjörin ritnefnd sem skyldi starfa með honum. Frá upphafi fól kjördæmisráðið Alþýðubandalaginu í Neskaup- stað að annast útgáfuna fyrir þess hönd og að auki var flokksfélag- inu í Neskaupstað árlega falið að kjósa ritnefnd. Framan af hélt ritnefndin vikulega fundi þar sem fjallað var um útgáfu og efnis- innihald næsta blaðs en ritnefnd- arfundunum fækkaði mjög eftir að launaður ritstjóri var ráðinn að blaðinu. Eitt af hlutverkum rit- nefndarmanna var að byggja upp gott samband við fréttaritara á nokkrum stöðum í fjórðungnum. Ritnefndarmenn urðu fljótlega mjög virkir í útgáfustarfinu og lögðu sitt af mörkum við öflun frétta og greinaskrif. Engin telj- andi breyting varð á öðmm þátt- um útgáfustarfseminnar eins og auglýsingaöflun, dreifíngu og innheimtu fyrr en eftir 1970 en þá var ráðinn sérstakur launaður starfsmaður til að sinna þeim verkum. Eftir að kjördæmisráðið var lagt niður hélt ritnefnd blaðsins áfram reglubundinni útgáfu þess Haraldur Guðmundsson leysti hann af hólmi og hóf að reka prentsmiðjuna fyrir eigin reikn- ing. Haraldur stýrði Nesprenti til ársins 1969 eða þar til Guðmund- Engir hafa komið meira að útgáfu Austurlands en þeir feðgar, Haraldur Guðmundsson og Guðmundur Haraldsson fram til mánaðarmótanna janúar- febrúar árið 2001 en þá var ákveðið að hætta útgáfu blaðsins sem vikublaðs en hefja undirbún- ing að útkomu nýs óháðs viku- blaðs á Austurlandi. Blaðið og prentsmiðjan ur sonur hans festi kaup á fyrir- tækinu eins og fyrr greinir. Auk áðurtalinna prentara hafa margir gegnt störfum í Nesprenti og þar á meðal nokkrir prentarar og prentnemar. Þeir sem sinnt hafa útgáfu Austurlands hafa ávallt átt afar gott samstarf við starfsfólk Nes- prents og er hið farsæla samstarf örugglega ein skýringin á því hve lífseigt Austurland hefur verið. Prenttæknin hefur tekið mikl- um breytingum frá því að Nes- prent hóf göngu sína. En sú breyt- ing sem þyngst vegur er örugg lega tilkoma setningartölvu og offsetprentunar árið 1983. Allt útlit Austurlands tók stakkaskipt- um með tilkomu hinnar nýju tækni en Austurland var án efa síðasta blaðið á Islandi sem kom reglulega út og var prentað með gamalli prenttækni og sett í blý. Heimildabanki Tilgangurinn með útgáfu Aust- urlands í upphafi var að gefa út pólitískt málgagn. Blaðið studdi róttæka vinstri stefnu en auk þess var það sterkur málsvari verka- lýðshreyfingar, landsbyggðar og austfirskra hagsmuna almennt. Hægt og bítandi minnkaði þó hlutfall hinna pólitísku skrifa en fréttaskrif náðu yfirhöndinni. Ekkert fer á milli mála að margt sem hefur verið ritað í Austurland hefur mikið heimilda- gildi og er ómetanlegt fyrir aust- firska sögu. Ymislegt sem finna má á síðum blaðsins er hvergi skráð annars staðar og margt hefði orðið gleymskunni að bráð ef það væri ekki varðveitt í blað- inu. Hver sá sem ætlar að kynna sér sögu Austfirðingafjórðungs getur ekki látið hjá líða að skoða ítarlega þann mikilvæga heimildabanka sem Austurland er. Skeiðið á enda runnið Nú eru blikur á lofti og saga þess blaðs sem hér er fjallað um komin að lokum. Skeiðið er á enda runnið. Þróunin í íslenskum fjölmiðlaheimi hefur verið hröð og lengi hefur því verið haldið fram að tími pólitískra landshluta- blaða sé löngu liðinn. I reyndinni voru það Austfirðingar sem lang- lengst héldu úti pólitískum blöð- um sem kornu reglulega út. Austri, blað framsóknarmanna, lifði lengi en hætti að koma út reglubundið fyrir nokkru og Austurland hvarf af sjónarsviðinu sem vikublað snemma á þessu ári. Þar með lauk merkri sögu blaða af þessari gerð. Þó svo að pólitísku landshluta- blöðin hafi horfið lifa ýmis óháð landshlutabundin fréttablöð góðu lífi. Ljóst er að bæjar- og héraðs- fréttablöð gegna ákveðnu hlut- verki í nútímanum og þau veita þjónustu sem stærri fjölmiðlar veita ekki. Ef fjölmiðlanotendur vilja fá ítarlegar og jákvæðar fréttir frá tilteknu landssvæði geta þeir miklu frekar treyst á stað- bundna fjölmiðla en þá fjölmiðla sem þjóna landinu öllu. Þetta er umhugsunarverð staðreynd. Þá hefur það ótvírætt gildi hvað við- kemur varðveislu upplýsinga að gefa út staðbundið blað eða starf- rækja aðra staðbundna fjölmiðla. I ljósi þessa er nú unnið að und- irbúningi nýs, óháðs, austfirsks fréttablaðs og munu aðstandendur Austurlands taka fullan þátt í þeirri útgáfustarfsemi. Unnið er að því að nýja blaðið muni eiga trúnað Austfirðinga almennt, hvar í flokki sem þeir standa. Það muni verða dæmigert mannlífs- og fréttablað og gera skil því sem á sér stað í austfirsku samfélagi ekki síst í atvinnu- og menningar- starfsemi. Það er von þeirra sem unnið hafa að útgáfu Austurlands um langt skeið að vel takist til með útgáfu hins nýja blaðs og það eigi eftir að verða verðugur arftaki Austurlands, þessa austfirska fjölmiðlaöldungs sem nú kveður. SG Glæsilegt Landsmót UMFÍ Segja má að rekstur Nesprents og Austurlands hafi tengst nánum böndum alla tíð. Eins og fyrr seg- ir var prentsmiðjan keypt fyrst og fremsf í þeim tilgangi að prenta blaðið og hafði Bjarni Þórðarson jafnt með ritstjórn blaðsins og rekstur prentsmiðjunnar að gera fyrstu árin. M.a. var það í verka- hring Bjama að útvega prentara til starfa. Árið 1955 réðst Haraldur Guð- mundsson prentari til Nesprents og tók hann þá við prentsmiðju- rekstrinum. Annaðist Haraldur reksturinn allt til ársins 1969 en þá festi Guðmundur Haraldsson kaup á miklum meirihluta í Nes- prenti og varð í raun eigandi prentsmiðjunnar. Árið 1990 var fyrirtækið endurskipulagt nokkuð og eignuðust þá fleiri hluti í því. Fyrsti prentari Austurlands var Sverrir Jónsson en hann fylgdi prentsmiðjunni austur, kom henni í nothæft stand og prentaði blaðið til 1953. Ingvar Bjarnason tók við af Sverri og starfaði hann í Nes- prenti til ársins 1955 eða þar til Ekki er ofsögum sagt að stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Austurlandi hafi verið Landsmót UMFI á Egilsstöðum um miðjan júlí. Ohætt er að segja að vel hafi tekist og ekki annað að heyra á keppendum og gestum að allir væri ánægðir með aðstöðu og framkvæmd mótsins. Þó heyrðust hjáróma raddir um að mótinu væri dreift á alltof marga staði en það er bara vitleysa, mótið var viðburður á Austurlandi öllu og Austfírðingar stóðu allir að því. Þess vegna bar að halda það sem víðast. Setningarathöfn Landsmótsins tókst vel. Einstök veðurblíða var setningarkvöldið blankalogn og glampandi sól. Stemmingin var eins og hún gerist best og talið er að um átta til tíu þúsund manns hafi verið á svæðinu þegar best lét. LANOSMÓT UMFÍ UÍA varð í þriðja sæti í stiga- keppni félaga með 1463 stig en Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði með 1881 stig og UMSK varð í öðru sæti með 1632 stig. UÍA fékk flest sín stig úr flokka- íþróttunum. Blaklið sambandsins urðu í 1. og 2. sæti, kvennaliðið í golfi varð í 1. sæti og svona mætti áfram telja. Framkvæmdastjóri og stjórn Landsmótsins á heiður skilið fyrir vel unnin störf. Það er mál manna að þetta landsmót hafí verið eitt það glæsilegasta, ef ekki það glæsilegasta sem haldið hefur verið. Eftir stendur Vilhjálms- völlur sem er sennilega besti frjálsíþróttavöllur landsins. UMFI efndi til samkeppni um nýtt merki fyrir Landsmót UMFÍ. Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum og bárust hátt í þrjú hundruð tillögur. Sigurvegari keppninnar varð Bjöm H. Jóns- son og hlaut hann 350.000 krónur í verðlaun auk þess sem hann fékk greiddar 150.000 kr. fyrir útfærslu merkisins og reglur um notkun þess. Nýja merkið er hið glæsilegasta og mun það standa sem tákn Landsmóta UMFI um ókomna framtíð. Næsta Landsmót UMFÍ verður haldið á ísafirði.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.