Mæðrablaðið - 23.05.1943, Side 6

Mæðrablaðið - 23.05.1943, Side 6
G MÆÐRABLAÐIÐ ð1tó3ií/il4 Ég sat við rúm drengsins míns —■ þarna svaf hann rjóður og hraustur, ársgamall, Var það ekki í gær, sem hann fæddist í heiminn, svo ósköp veikburða og hjálparvana? Eftir tímakorn, sem aftur mundi virðast mér eins og dagur, mundi röskur drengur, þróttmikill ungur piltur, fullorðinn karlmaður standa fyrir framan mig, og litla barnið mitt yrði horfið mér að öllu. Ég minntist allra annarra mæðra sem sjá börnin sín vaxa frá sér, brjót- ast áfram og hverfa sér dag og nótt. Ó hvað við mæðurnar elskum öll litlu börnin okkar og getum þó ekki hald- ið þeim. Milljónir smábarna allsstað- ar í heiminn og sprungu allsstaðar út hvít, svört, gul og brún, öll voru þau elskuð og að þeim látið af milljónum mæðra. Þau komu eins og blómhnapp- ar í heiminn og sprungu allsaðar út hverja stund, hverja mínútu, hverja sekúndu. Um alla jörðina brauzt mannlífið út í þessum mannblómum. Á stuttum vikum, mánuðum, árum fengu hnapparnir á sig nýja mynd urðu að drengjum og stúlkum, körl- um og konum. Þcssi eilífa verðandi og dauði, þessi látlausu umskipti milljónanna, urðu fyiir sjónum mér að mynd eins ein- asta lítils barns. Það kom greinilega í ljós úr iðandi ókyrðinni. Andlits- drættir þess skinu út úr mjúkum þokuskýjum ems og óljósar línur vatnslitamyndar. Úr mjúkum dráttun- um ljómuðu skær, djúp, leitandi bamsaugu. Það var eins og hjartao í mér flygi fagnandi á móti barninu. Eitthvað brauzt fram í þvf sem var dýpra, víð- ■tækara, sterkara en nokkur tilíiniiing sem ég hafði áður þekkt. Ég elsltaði þetta barn heitara en ég hafci nokkurn tíma haldið, að ég gæti elsk- að. Ég var ckki lcngur einstök móðir, ég var móðirin. Og mér varð það ljóst að bamið sem ég elskaði svona heit-t var ekki einstakt bam, það var barn- ið. Það greip mig áköf löngun að ala önn fyrir þessu bami, að hlúa að því, Vernda það, þjóna því. I mér lögðust milljónir mæðra á eitt um að elska þetta eina bam. I elskulegu hjálpar- leysi þess og skínandi vonum runnu saman sálir milljóna barna. í djúpum barnsaugunum las ég sögu mannkynsins. Ég sá föður og móður frumaldarinnar gæta barnsins með sinni takmörkuðu þekkingu — sá allar kvalir og villimennsku og skuggaleg hindurvitni þeirra tíma, sá bamiiiu fleygt á bál skurðgoðanna til að bæta fyrir syndir foreldranna., sá lifandi, hjálparvana, elskandi bamið verða að fómarlambi. Ég sá höfuð og fætur barnsins af- skræmt vegna grimmdarfullrar hjá- trúar, sá barnið rekið inn í hjóna- bandið löngu áður en það var full- vaxtai, sá barn-ekkjuna á indversku bálunum. Ég sá barnið vanmegnast í Spörtu og Róm á miðöldunum, sá þa5 sæta illri meðferð, sá það ganga fram af sér við þrælkunarvinnu og áður en ég vissi, hrópaði ég upp. ,,Hvar var móðirin?” Og bak við barnið' birtust milljónir mæðra og mnnu saman og urðu að cinni konu. Það var eins og hennar hjarta væri í mínu brjósti, og þetta hjarta kvaldist. „Gaztu ekki bjargað barninu þínu frá öllu þessu böli?” Hún greip höndunum saman í ráðaleysi sínu og örvæntingu. ,,Ég elsk- aci barnið mitt”, sagði hún. , Elskaðir, elskaðir”, hrópaði ég. „Hefði ást átt að þola allt þetta, átti ckki ástin að vcrnda og bjarga?” — „Hvernig gat ég það?” — svaraði hún, „Ég gaf baminu ástina. Ég átti ekki annað til, hvorki þekkingu, frelsi eða vaid. Ég gat ekki bjargað, ég gat ekkert nema elskað, þolað og þjáðst”. Á meðan við skiptumst þessum orð- um horfði barnið allaf á mig með djúpu augunum sínum, og ég fann líka sársauka. þess. Og fortíðin hvarf — nútíðin var fyrir framan mig. Augu mín litu alla jörðina, og allsstaðar var móðirin. Allt- af elskaði hún, þjónaði og þjáðist. Allsstaðar vantaði hana enn þekkingu, frelsi og vald — enn í dag var hún ekki fær um að vernda, lcenna og bjarga. Þarna biðu vofurnar, búnar til að ráðast á barnið. Þar lágu í leyni veik- indi, örbirgð, þrælkunaivinna, stríö „Bjargaðu barninu”, hrópaði ég til móðurinnar. Þá svaraði hún engu orði, en stunur og andvörp heyrðust frá brjóstum milljón mæðra. Hver um sig kveinaði yfir sínu eigin barni 1 vonlausri sorg. „Barnið mitt dó” — stundi ein. „Mitt barn er vesalingur”, sagói önnur og grét sáran. „Barnið mitt gengur fram af sér i verksmiðjmmi”, sagði sú þrioja g-.- andi. „Mitt barn fór illa og í minni fá- tækt og vesaldóm hafði ég engin rað til að ná því úr sollinum”, sagði sú fjórða og grét. Þá hrópaði ég til þeirra: „En þið eruð milijonir mæðra!” „Þið þurfið ekki nema að vilja, þá getið þið eignast þekkingu, frelsi og vald — og getið vemdað bömin og bjajrgað þeim?” Þá hurfu allar myiidi.uar. — Bam heimsins hvarf og bak við það flögr- uðu milljónir smábama inn í þokuna eins og fölnuð lauíblöð skógarins í vmdi. Fyrir framan mig lá aftur barnið mitt sofandi. Og mynd heimsmóður- innar hvarf. Milljónir sorgbit'nna kvenaugná litu á mig — augu alira mæðranna sem elska, þjóna og þjásc.

x

Mæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mæðrablaðið
https://timarit.is/publication/838

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.