Mæðrablaðið - 23.05.1943, Blaðsíða 10
10
MÆÐR ABLAÐIÐ
Hnsnæði fyrir bðrn
Margt er skrifað og þó miklu
fleira skrafað um, hversu nú sé hátt-
að menningu okkar Islendinga og sið-
ferðisþroska, enda fá umræðuefni
munntamari eða vekja slíkan eldleg-
an áhuga, eins og siðferðið. Og þó að
íslenzkum konum kunni stundum að
finnast að þær beri skarðan hlut fra
skiftivelli þjóðfélagsins, og réttur
þeirra sé að ýmsu leyti meiri í orði
en á borði, hafa þær ekki verið settar
hjá né gerðar að olbogabörnum, þeg-
ar sleggjudómarnir eru uppkveðnir.
Já, margt höfum vér Islendingar til
að vera þakklátir fyrir. Hér er enginn
skortur á sjálfboðaliðum í þá grjót-
vinnu, sem höfðingjarnir í Gyðinga-
landi gáfust upp við forðum daga.
En þessar línur áttu ekki að vera
neitt innlegg í skvaldrið, sem svarr-
að hefur í eyrunum s. 1. 3 ár. Heldur
átti hér í fáum orðum að vekja at-
hygli á einu atriði, sem altof oft er
gleymt þegar í alvöru er talað um
menningu og mannrækt. Það hef ir
verið sagt svo oft að fáir leggja hng-
ur eyrun að því, að menning þjóð-
anna byggist á heimilunum. Ln
hvernig búum við að okkar heiir.il-
um? Hvernig er t. d. um fyrsta skil-
yrðið fyrir stofnun og viðgangi h ;im-
ilisins, húsnæðið?
Það hefur verið ýmislegt rælt um
húsnæði og húsnæðirieysið hjá okkuv
Reykvíkingum un ianfarið, og hér
verða engin ný dæmi dreg'n fram
um þá hrakningr og hörmungar, sem
húsnæðisleysi og óhæft húsnæði,
valda, þau dæmi eru því riiður orð-
in svo mö’g, að þau þekkja allir.
Hvernig horfir þetta mál við frá sjón-
armiði þrirra, sem framtíj Islands er
að svo ákaflega miklu levti komin
undir, hinna barnmörgu fjölskyldna?
AUir vita hve erfit; það var, þó
ekid sé nú talað um I vernig það er,
?.ð fá nokkurstaðar le gt fyrir barna-
fjölskyldu. Við munu.n eftir því að á
þeim góðu, gömlu dögum, meðan enn
sást auglýst húsn eði, fylgdu því
undantekningalítið þ.'ssi orð: ,,Aðeins
fyrir einhleypa11.
Og enn er það s/o að helst er þó
von að fá einhvers ítaðar inni fyrlr þá
sem geta auglýst: Engin börn. Við vit-
um líka öll að Ijá barnafjölfkyldum
er gjaldgetan minni, þ. hún er
venjulega í öfagu hlutfahi við þörf-
ina fyrir húsnæðið. Endirinn verður
því sá að þ er verða bæði að sætta
sig við vers.a húsnæðlð, kuldann, rak-
ann, sólai leysið og jafnframt það
allra mir.nsta, sem hægt er að troða
heimilisfólkinu inn í.
Barnmörgu fjölskyldurnar voru og
eru hjá okkur eins og nokkurs konar
óbótumenn, sem enginn almennilegur
maður vili hafa í húsum sínum, þó að
sök foraldranna sé ekki önnur en sú,
að hafa hlýtt hinni ævafornu rödd,
Sim bíður mönnunum að auka kyn
sitt og ala önn fyrir afkvæmum sín-
um. En fyrir þá sök, eru þær útskúf-
aðar frá þeim eftirsóknarverðu gæð-
um, björtum, rúmgóðum, hreinlegum
og hollum íbúðum, þar sem þróast
getur fagurt og ánægjulegt heimilis-
líf.
Við skulum nú athuga hvað við tek-
ur, þegar fjöldskyldan er loksins
komin undir þak. Móðirin ber sífelt
angur í brjósti af því að þurfa árum
saman að hafa börn sín í húsnæði,
sem hún sér og veit að er hættulegl
líkamlegri heilsu þeirra. Þrátt fyrir
alla hennar önn og umhyggju eru
allskonar sjúkdómar tíðir gestir.
Kvef, kirtlabólga, brjósthimnubólga,
berklaveiki fylgja oft þessum íbúð-
um eins og skuggar, og hafa á brott
með sér starfsþrek, framtíðarvonir og
hamingju íbúanna. En jafnvel þó með
fædd hreysti barnanna standist allt
þetta, eru erfiðleikarnir nógir.
Sú krafa er oft gerð til leigjenda
að þeir láti fara lítið fyrir börnunum
og til bess að reyna að uppfylla hana
freistast móðirin til að ýta börnunum
út á götuna, eða ef þau eru inni, þá
reynir hún að fá bau til að halda
sem mest kyrru fyrir — hafa sem
minst fyrir stafni, en bæði reynsla
kynslóðar.na og uppeldisvísindi nú-
tímans eru sammála um, að börnum
sé óhollt og óeðlilegt, að sitja aðgerð-
arlaus. Enda vitum við öll, að eitt
helzta einkenni andlega og líkam-
lega heilbrigðs barns, er að það getur
„aldrei kyrrt verið“. Þegar þrengslin
í íbúðinni eða óttinn við hávaða
banna börnunum að gefa starfsþrá
sinni útrás, kjósa þau sem von er at-
hafnafrelsi götunnar, með þeim hætt-
um fyrir líf og limi, sem henni fylgja
og þeim áhrifum, sem misjafnir fé-
lagar og lærdómar þeirra hafa.
Það er líka fleira, sem knýr börnin
út á götuna. Þegar móðirin þarf að
ræsta íbúðina en það er því erfiðara,
sem hún er ver úr garði gerð og þæg-
indasnauðari, er hún neydd til að
rýma börnunum frá að minnsta kosti
í svipinn. Og þegar hún þarf næði ti.1
nauðsynlegra heimilisstarfa, verður
hún annaðhvort að losna við börnin
og þá venjulega út á götuna, eða
kaupa sér frið með því að leyfa börn-
unum að hafast ýmislegt að, sem hún
annars ekki mundi gera. Uppeldi
barnanna verður bví allt í molum,
meira mótað af óhreinindum og öi’-
yggisleysi götunnar, heldur en holl-
ustu og friði góðs heimilis.
Samband barnanna og móðurinnar
nýtur sín heldur ekki í slíku um-
hverfi. Hún getur ekki spornað við
því að börnin verði aðeins munnar til
að mata, sokkar til að stagla og bux-
ur til að bæta. Móðirin getur ekki
fengið næði til þess að tala við börn-
in sín, og hlusta á bau, segja beim
sögurnar og fara með kvæðin og bul-
urnar, sem verið hafa yndi og eftir-
læta barnanna á íslandi kynslóð eftir
kynslóð.
Hún þekkir í raun og veru
ekki sín eigin börn og börnin ekki
hana. Öi’yggið, gleðin og friðurinn, er
stafar frá móðurinni yfir hópinn henn
ar, getur ekki notið sín við þessi
skilyrði. Og veit nokkur til fulls hvað
börnin fara mikils á mis við það?
Eða óbeitin, sem kvartað er um, að
börnin hér hafi mörg á bókum og
lærdómi, skvldi hún ekki nokkuð
geta stafað frá skorti á næði og friði
fvrir börnin, meðan þau eiga að vera
að lesa og læra?