Eining - 01.02.1948, Side 2

Eining - 01.02.1948, Side 2
2 E I N I N G Attrœður: Sigurður Júl. Jóhannesson lœknir Ef við viljum vita hið sanna og rétta um manninn, þá skulum við ganga til þeirra, sem næstir honum búa og spyrja þá. Fyrir mörgum árum lá leið mín um Lundarbyggð í Manitoba, Canada, en þá var Sig. Júl. Jóhannesson læknir þar- Ég vissi nokkur deili á manninum, en þegar ég heyrði vitnisburð nágranna hans, kom mér í hug dæmisagan um manninn, sem átti tvo sonu og bað þá fara og vinna í víngarði sínum. Annar sagði, nei, en fór. Hinn sagði, já, en fór hvergi- Sig. Júl. Jóhannesson er ekkert játn- ingabarn í trúmálum, en nágrönnum hans fannst hann feta manna bezt í fótspor Krists í sínu læknis- og líkn- arstarfi. Hvað sem sagt verður um manninn, honum til lofs eða lasts, þá er það satt, að hann er fyrst og fremst mannvinur. Þetta hefur verið orkugjaf- inn í öllu lífi hans og starfi. Af þessari ástæðu hefur hann jafnan verið ó- ánægður með flestar stjórnir þjóða, sem óneitanlega hefur enn misheppn- azt að búa öllum mönnum viðunandi kjör. Jafnvel hefur dr. Sigurður Júl- Jóhannesson stundum haft mál að kæra á hendur hinni æðstu stjórn, og er sú vandlæting runnin eingöngu frá hjarta- gæzku mannsins, sem aldrei hefur þol- að að sjá neitt aumt, fundizt tilveran of köld og miskunnarlaus gagnvart hinu smáa og vanmáttuga. Nærri má geta, að slíkur mannvinur hefur verið heimilisvinur og barnavin- ur. Þetta sinn, er leið mín lá um Lund- arbyggð, gisti ég hans ágæta heimili, og um kvöldið kom ég á fund til hans í barnastúku. Engum gat leiðst, hvorki barni né fullorðnum, þar sem Sigurður hafði orðið. Hann hafði alltaf eitthvað að segja, og það var borið fram af heil- um hug og sannfæringarkrafti- Það kom frá hjartanu og náði til hjartanna- Til hennar kveður hann á þessa lund: „Hjá þér fékk ég þráfalt að læra hve þögnin á fullkomið mál, hvert bros, er þú gafst mér, og geymi sem guðsmynd frá óspilltri sál“. Um mann, sem er mannvinur, barna- vinur, heimilisvinur og finnur sárt til með öllu, sem lifir og hrærist og líknar þarfnast, og er óánægður með allar stjórnir heimsins, hlýtur oft að standa nokkur stormur- Sigurður varð að segja sannleikann. Þess vegna gerðist hann þegar á stúdentsárum sínum baráttu- maður bindindisins. Það var hið sanna og rétta, andstaðan var blekking og ó- sannindi. Sigurður kunni ekkert að hræðast, ekki einu sinni svipu eða fang- elsi voldugustu herstjórna heimsins. Hann varð alltaf að segja hið sanna og lét því manndráp heita manndráp, hvernig sem málum var blandið, ágirnd ágirnd, kúgun kúgun og rangsleitni rangsleitni- Á þessari bersögli sinni fékk hann að kenna nokkuð á styrj aldarár- unum fyrri- Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefur rit- að ósköpin öll um dagana, bæði í bundnu og óbundnu máli. Ljóð hans eru ljúf og falleg. Þar er hjartahlýja og oft þróttur og þungi. Hann gaf út blaðið Voröld• Sigurður hefur alltaf verið mað- ur vorsins og gróandans- Hann var um tíma ritstjóri Lögbergs, og við blaðið Dagskrá vann hann og var um stund ritstjóri þess. Hann vakti til lífs fyrsta barnablað íslands, Æskuna og var fyrsti ritstjóri þess- Fyrsta blaðið kom út 5. okt. 1897- Það kom út tvisvar í mánuði, var aðeins 4 blaðsíður í litlu broti og kostaði árgangurinn 1 kr. í Reykjavík, en 1,20 út um land- 1 rit- nefnd blaðsins voru með honum Friðrik Hallgrímsson cand theol, Jóhannes Sig- fússon kennari og Sigurður P. Sivert- sen cand theol- Árið 1899, 20. febrúar fékk hann ungfrú Ólafíu Jóhannesdóttur blaðið í hendur og gerðist hún ritstjóri þess, en Sigurður hverfur vestur um haf til Ameríku. Þar hefur hann í seinni tíð verið ritstjóri unglingablaðsins Bald- ursbrár, sem þjóðræknisfélagið vestra gefur út. Hann hefur alla tíð verið sterkur liðsmaður bindindismálsins. Hann var einn af þeim þremur, sem fastast gengu fram um stofnun stúk- unnar Hlínar■ Hinir tveir voru þeir séra Böðvar Bjarnason og séra Sigurbjörn Á. Gíslason. Stúkan Hlín skapaði mik- inn fjörkipp í reglumálum á þeim ár- um- Sigurður var einnig stofnandi stúk- unnar Bifrastar. Þetta var á stúdents- árum hans. Hann tók stúdentspróf 1897, hóf svo læknisnám hér heima, en lauk því í Chicago árið 1907- Áttræður var hann 9. janúar s- 1., fæddur 1868 að Læk í ölfusi- Með miklum og margvíslegum störf- um sínum í þágu mannúðar og menn- ingarmála hefur dr. Sigurður Júl. Jóhannesson ort hið ,,lífvæna“ ljóð, sem er öllum ljóðum fegra, og um leið hefur hann aflað sér margra vina í tveimur heimsálfum, sem þakka honum einlægn- ina, áhugann, heilindin og afrekin í þágu þess, sem gott er og fagurt, og biðja honum allrar blessunar á björtu ævikvöldi. Pétur Sigurðsson. r Avarp frá stjórn IVIincniirigarsjóðs Sig- ríðar HalDdórsdóttur Á síðastliðnu sumri stofnaði stúkan Víkingur nr. 104, með tíu þúsund króna gjöf, sjóð til minningar um systur Sig- ríði Halldórsdóttur, stór-dróttseta, sem andaðist 6. maí s.l. Síðan hafa sjóðn- um borizt ýmsar gjafir, samtals að upp- hæð þrjú þúsund krónur- Tilgangur sjóðsins er, að veita þeim konum, sem lengi og vel hafa starfað hér á landi fyrir Góðtemplararegluna, nokkurn fjárstyrk til hressingar- og hvíldardvalar á sumarheimili Templara að Jaðri eða annars staðar, sem henta þætti. — En til þess að þeim tilgangi verði náð, svo sem vera ber, er nauð- syn mikil að efla sjóð þenna svo sem föng eru á. Það er öllum Templurum kunnugt, af hve mikilli fórnfýsi og hve miklum áhuga systir Sigríður starfaði að vel- ferð Reglu vorrar og einstakra meðlima hennar, meðan henni entust kraftar. — Þykjumst við því vita, að bæði stúkum og einstaklingum, nær og fjær, sé ljúft að heiðra minningu þessarar horfnu, ógleymanlegu systur, með því að leggja nokkurn skerf í sjóð þenna. Samkvæmt skipulagsskrá er sjóðnum stjórnað af stórvaratemplar og umboðs- manni stórtemplars í st. Víking, auk þess af þremur kjörnum fulltrúum, ein- um frá Umdæmisstúkunni nr- 1, einum frá Þingstúku Reykjavíkur og einum frá stúkunni Víking nr. 104- Gjöfum til sjóðsins er þakksamlega veitt móttaka á skrifstofu Stórstúku Is- lands og hjá okkur undirrituðum. Reykjavík í janúar 1948. SigþrjúSur Pétursdóttir húsf., Kjartansgötu 2, Guðrún SigurSardnttir húsf., Hávallagötu 20, Jarþrúður Einarsdóttir kennari, Samtúni 30, Ágústa Jónsdóttir húsf., Vesturgötu 3, Jón Guðnason fisksali, Bergstaðastræti Áður en maðurinn giftist, sér hann ekkert fyrir stúlkunni sinni, en þegar hann er giftur, sér hann fyrir henni. ■V' / 1

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.