Eining - 01.02.1948, Síða 3

Eining - 01.02.1948, Síða 3
E I N I N G 3 % ' * • é Kostakjör í bókahaupum Oft er undan því kvartað, að skrif manna um bækur og rit, séu fremur einhliða lof eða last, en rökstuddir og fræðilegir ritdómar. Samtímamönnum okkar kann að vera nokkur vorkunn í þessum sökum, því að, þótt ekki sé nema örlítið brot, sem hverjum einum bók- hneigðum manni berst, af allri þeirri óhemju, sem nýtízkuprentsmiðjur ausa yfir önnum kafið og hráð mannkyn, þá er það naumast á færi meðalmanns, að lesa þetta allt með slíkri athygli, sem hlýtur alltaf að vera skilyrði fyrir sann- gjörnum og réttlátum dómi. Við verð- um því oftast að láta okkur nægja, að segja, hvað okkur fellur vel eða illa- Á borðinu liggja hjá mér 6 bækur- Það er bókaútgáfa Menningarsjóös og Þjóðvinafélagsins árið 1947- Þær eru þessar: Bréf og ritgerðir eftir Stephan G. Stephansson, 3. bindi, rúmar 400 blað- síður. Heimskringla, 2. bindi, 356 blað- síður. Tunglið og tíeyringurinn eftir W- Sommerset Maugham, skáldsaga, 288 blaðsíður, Karl Isfeld íslenzkaði- Andvari, tímarit hins íslenzka þjóðvina- félags, 94 blaðsíður- Almanak þjóðvina- félagsins, 128 blaðsíður, og Úrvarlsrit, ljóðmæli eftir Guðmund Friðjónsson, Vilhjálmur Þ. Gíslason sá um útgáfu og skrifar formála. Þetta er minnsta bókin, en ekki sú ómerkasta. — Upp- lag hverrar bókar er 12 þúsund. Þessar 5 síðast töldu bækur kosta fé- lagsmenn árgjald þeirra, 30 krónur- Er hægt að gera betri bókakaup annars staðar? Algengt er, nú um stundir, að ein bók kosti 50—100 kr. eða meira, en hér eru 5 sérstæðar og merkilegar bækur fyrir 30 krónur. Höfuðkostur þeirra verður þó ekki talinn hið lága verð. Flestum kaupendum bókanna mun þykja vænt um að fá Heimskringlu með þessum kostakjörum. Ekki þarf að kynna þá bók fremur en orðið er. í almanakinu eru þrjár athyglisverð- ar ritgerðir, tvær eftir Sigurjón Jóns- son læknir, um tvo brezka vísindamenn, Sir Almroth Edward Wrigth og Sir Frederick Gowland Hopkins. Báðir voru þessir læknar afburðamenn í sinni vís- indagrein ogbrautryðjendur á því sviði- Þriðja greinin er eftir Lárus Sigur- björnsson- Er hún fróðleg og efnismik- ið yfirlit sögu leiklistarinnar á íslandi frá því 1874- I þessari sögu eiga Góð- templarar veigamikinn þátt, og væri því ekki úr vegi, að endurprenta í Ein- ingu, við tækifæri, kafla úr þessari sögu íslenzkrar leiklistar. Að þessu sinni ætlar Eining að minn- ast aðallega á minnstu bókina, úrval ljóðmæla Guðmundar Friðjónssonar. Þetta er í fyrsta lagi sérlega snotur og sviphrein bók. Hún er lítil, en býr yfir allmiklu. Formála bókarinnar tel ég mikils virði. Hann er mikið mál í stuttu máli, og þar kynnist lesarinn manni, sem óhætt er að leggja lag við- Sá leið- ir ekki út í gáleysi eða ræktarleysi við land og lýð eða þjóðmenninguna í heild- Þar er mál ekki flutt á neinu „ástands“- máli. Þar er á ferðinni traustur „við- námsmaður", í orðsins beztu merkingu. Andi, sem á djúpar rætur, fer ekki auð- veldlega á flot, þótt bloti og leysingar fari um landið. Fyrir hið sérstaka menningarlega sjálfstæði sitt og mat á gildi hins far- andi og komandi tímabils, var Guð- mundi á Sandi borið það á brýn, segir í formála bókarinnar, að hann væri „flóttamaður og afturhaldsmaður“. Þetta er gamla sagan um flesta eða alla, sem ekki vilja kasta sér viðstöðu- laust út í hinn mikla beljanda á breiðu- braut glapsýninnar og yfirborðsmennsk- unnar. Hefur Guðmundur séð, að með nýjum umbrotatímum mundi íslenzkri menningu full þörf á traustum við- námsmönnum. Nóg mundi samt um ný- tízku lifnaðarvenjur, nýtízku skáld og rithöfunda, nýtízku bókmenntir og list, nýtízku skemmtanir og léttmeti, jafn- vel nýtízku talsmáta til skemmdar og óprýði íslenzkri tungu, sem hafði látið hreinsast af aldagömlum sora og óþrif- um- Honum var ekki að skapi: „Menning, er merlar sig, menguð en snoppugylt, ráfar um refilstig ringluð og áttavilt". „Kjarninn í boðskap hans, um mann- gildi og lífsgildi, er heilbrigður og hisp- urslaus", segir í formálanum, og enn- fremur, að hann vildi ekki heita ,,spá- maður flóttans þó að hann lumbraði á þeirri menningu, sem smurði sig í fram- an gerfilitum falskrar hvítu og svikins roða“. Skáld velja sér mismunandi yrk- isefni. „Ég tók mér íslendingseðlið“, segir Guðmundur. „Það sýndist mér vera teigur handa mér, þess verður að fara um hann eldi til landnáms‘“. Þótt Guðmundi þætti lítt koma til sumra leikfanga gálausrar menningar, þá hneigðist umvöndun hans aldrei að fjandskap við mannlegt eðli. Hann var gustmikill, en ekki kaldur, umvöndun- arsamur, en ekki niðurrifsmaður. Hann vildi að musteri menningarinnar skyldi standa á traustum grunni, gert úr ó- sviknum efniviði, gnæfa hátt og ljóma, en fegurð þess og ágæti skyldi ekki vera nein gerfigylling- Á þessum tímum losarabrags og ringulreiðar, væri íslenzkri æsku, og jafnvel allri alþýðu manna, holt að slást í för með Guðmundi Friðjónssyni stöku dagleiðir- Hann mundi verða þeim minnistæður og hugstæðari sem kynn- in yrðu meiri. íslenzkt þjóðlíf mundi og græða á því. Guðmundur hvetur til þegnskapar og drengskapar, og þess þörfnumst við nútímamenn. I formála úrvalsins segir Vilhjálmur Þ. Gíslason: „I mannlýsingum Guðmundar á Sandi er mannfagnaður og mannást og trú á manngöfgi. Þegar bregður fyrir í kvæðum hans einhverjum snerti af mannfyrirlitningu, er það ýmigustur á ómennsku eða penpíuhætti, eða skorti á karlmennsku og sjálfsafneitun. Mann- gildis hugsjón hans var hinn starfandi maður, sem lifði af landi sínu og fyrir land sitt og hafði hug og dug jöfnum höndum til andlegra og verklegra starfa og áhugamála“. Málvöndun er einn veigamesti þátt- urinn í menningu allra þjóða- Á því sviði var Guðmundur hinn sterki mað- ur, þótt menn framan af gæfu oft öðru fremur gaum en því, að þar var kom- inn ,,Völdunur í gullsmiðju málsins“, eins og segir í formála úrvalsins- Þessi litla bók, sem bæði lýsir Guð- mundi Friðjónssyni skemmtilega og er sýnishorn sumra beztu kvæða hans, er mjög eiguleg bók. Hún er ofurlítil perla í íslenzkum bókmenntum. Ég sakna þar kvæðisins Rangdrþing, en eitthvað varð auðvitað að mæta afgangi, jafnvel af hinu bezta. Kvæðin í úrvalinu: Sendi- bréf til Árdísar Andvaradóttur, Eirík- ur víðförli leitar ódáinsakurs og Viðey, uxu mér einna mest í augum. Þótt menningararfur okkar íslend- inga sé glæsilegur, dylst skáldinu þó ekki, að hér skortir margt: ,,Skortir sefa sól, sverfur lausung mjög að manngildi, æxlast úlfúð, úfar hefjast, ráðsvinna riðar til falls“. „Brestur borgara, bændur, forkólfa lífsins lýsigull — eldmóð eilifrar íturhyggju konungs, er krossin bar“- Leitin að Ódáinsakri er öllum torsótt- Blæs þar oft á móti: ,,Og þá skelfur hlynur og engist eik, er óargadýr fer á veiðikreik. En manni með áhugaeldi er alfært um rándýraveldi". Vel mætti rista á bautastein Guð- mundar þessar ljóðlínur hans:

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.