Eining - 01.02.1948, Page 11
* E I N I N G
11
V
Annáll ársins 1847
Framh.
Um sumarið kom Alþingi saman hér
í bæ, 1. júlí og stóð til 7. ágúst- Forseti
var kosinn Þórður dómstjóri Svein-
björnsson, því að Bjarni Thorsteinsson
hafði fengið sig leystan frá þingsetu
(vegna vaxandi sjóndepru). Sem kon-
ungsfulltrúi var mættur E- Bardenfleth
stiftamtmaður, en P. Melsted sýslumað-
ur var honum til aðstoðar eins og hið
fyrra skipti.
Tvö bindindisfélög voru stofnuð í
bænum, annað fyrir skólapilta aðallega,
en hitt fyrir bæjarmenn. Hið fyrr-
nefnda félag hafði að réttu lagi verið
stofnað meðan skólinn var enn á Bessa-
stöðum, líklega árið 1844- Höfðu þá all-
ir piltar (að einum undanskildum)
gengið í félagið. En eftir að skólinn
fluttist hingað, var félag þetta endur-
skapað sem „Bindindisfélag Reykjavík-
ur lærða skóla“ og gengu í það með
piltum allir kennararnir- Fyrir hinu
síðarnefnda bindindisfélagi (er hófst
með 24 meðlimum), gekkst land- og
bæjarfógeti Stefán Gunnlaugsson,
(Stofnunardagur þess var 16. janúar)-
Stefán Gunnlaugsson var ákafamaður
i lund og óhlífinn. Hann hafði þegar
árið 1844 gengið í hið íslenzka hóf-
semdarfélag, sem stofnað hafði verið
af Hafnar-íslendingum árið áður, og
vildi nú vinna þessari hreyfingu fylgi
í því lögsagnarumdæmi, sem hann var
settur yfir, en gætti ekki alltaf sem
skyldi, hvað lög heimiluðu. Svo var m.
a. um auglýsingu, sem hann 24. febr.
birti í Reykjavík og hljóðaði svo: „Þeir,
sem drekka og drabba, samt styðja dag-
lega krambúðarborðin, verða skrifaðir
í bók og fá engan styrk af fátækra-
sjóði“--Háskólinn í Marburg útnefndi
Jón Thorstensen landlækni „dr. phil“.
Á fyrstu mánuðum skólahaldsins í
hinum nýja eða endurreista latínuskóla
var stofnaður „Bræðrasjóður Reykja-
víkur-skóla“. Stofnfé sjóðs þessa var
andvirði báts, sem skólapiltar á Bessa-
stöðum áttu, en höfðu selt eftir flutn-
inginn til Reykjavíkur, með því að slíks
báts gerðist ekki framar nein þörf. Þeg-
ar vextir sjóðsins væru orðnir 20 rdl.
á ári skyldi vöxtum varið til styrktar
fátækum piltum, er ekki gætu fengið
neina ölmusu. Urðu margir á hinum
næstu árum til að styrkja sjóð þenna
með gjöfum, en hverjum skólasveini
var gert að skyldu, að greiða til sjóðs-
ins 3 mörk á ári. Stofnfé sjóðsins voru
100 rdl- (þar af voru 43 rdl. andvirði
bátsins; hitt höfðu kennarar skólans og
einn maður utan skóla gefið). (Nú er
eign sjóðsins orðin um 73.500,00 kr.).
Um veturinn kom upp áköf taugaveiki
í skólanum og fjöldi pilta sýktist; einn-
ig sýktist umsjónarmaður skólahússins,
Jóhann Petersen, og dó. Var þá Páll
Mélsted cand. phil. falin umsjón skól-
ans og gegndi hann því starfi tvo vetur.
Hoppe stiftamtmaður fékk um vet-
urinn lausn frá embætti með biðlaun-
um, (varð ári síðar amtmaður í Sórey)
og fór utan um sumarið alfarið, sam-
skipa Bardenfleth konungsfulltrúa, en
hafði áður afhent embættið eftirmanni
sínum hér, M- H. Rosenörn kammer-
junkara, er fengið hafði veitingu fyrir
embættinu 7. marz. — Samkvæmt fyr-
irheiti (gefnu 7. júní 1841) var um
vorið (með konungsbréfi 21- maí) á-
kveðið, að prestaskóla skyldi setja á
stofn um haustið og hafði dr. Pétur
prófastur Pétursson s- d. verið skipað-
ur forstöðumaður hins áformaða nýja
skóla- Nokkru síðar var Sigurður Mel-
sted skipaður fastur kennari við sama
skóla. Var skólanum ætlað húsnæði í
húsi latínuskólans — ein fyrirlestra-
stofa og eitt svefnherbergi fyrir 10
nemendur. Prestaskólinn var settur í
fyrsta sinn 2. okt. um haustið og vígður
við sama tækifæri. Flutti Helgi Thord-
ersen biskup vígsluræðuna. Höfðu þá
8 stúdentar fengið inntöku i skólann-
Dr- Pétur settist að í húsi, sem Hans
Möller kaupmaður hafði reist á horni
Austurstrætis og (núverandi) Póst-
hússtrætis, en Sig. Melsted í húsi Sím.
Hansens kaupmanns, (sem seinna átti
Teitur Finnbogason). Milli þessara
húsa, (við Austurvöll austanverðan),
fékk Hallgr. Scheving sér útmælda
byggingarlóð og reisti þar hús um sum-
arið. — Knudtson seldi þá um sumarið
mylluna, sem hann hafði látið reisa í
Þingholtunum árið áður, H. J. Ohlsen
malarasveini- Hafði honum ekki þótt
rekstur hennar borga sig.
Á þessu ári önduðust hér í bæ Jóhann
G. Möller lyfsali 27- febr., 37 ára, „frá
mörgum börnum og miklum skuldum“,
og Símon Hansen kaupmaður (sonur
Bátsenda-Hansens) 25. sept- 65 ára
gamall.
(Árbækur Reykjavíkur.
Dr. Jón Helgason biskup).
Óþokkabrögð felu-
mannsins
„Oft er flagð undir fögru skinni“.
Stundum er mesta hrakmennið klætt
sem prúðmannlegast- Undir hinum
þunna siðmenningarh j úpi þjóðanna
leynist stöðugt hinn glefsandi vargur
villidýrsins. Á styrjaldarárunum kastar
hann grímunni.
Á gamlárskvöld í Reykjavík geta felu-
menn svalað sínum innra manni, sem
leikur sér að skemmdarverkum og stofn-
ar jafnvel til manndrápa- Þegar kveikt
er í húsum í námunda við bensíngeyma
og þar, sem hættan er mest, eins og
gert var í Reykjavík síðasta gamlárs-
kvöld, þá er sannarlega efnt til mann-
drápa, þótt afstýrt verði- Þessi og önn-
ur ódáðaverk geta menn framið í skjóli
mannfjöldans, hávaða og ærsla.
Ég gekk vestan úr bæ, kl. 12 á mið-
nætti, niður að höfn, um Hafnarstræti
og Austurstræti, upp um Þingholt og
heim, austur á Bergþórugötu 53. Ég
var ánægður, er ég kom heim, því að
ég hafði ekkert ljótt séð, nema nokkra
menn veltast dauðadrukkna á Austur-
stræti og annan hóp reika um á Óðins-
götu- Hópur ungmenna kom á móti mér,
syngjandi og glaður í lund. Unga fólkið
var vel búið, stúlkurnar með skraut-
húfur á höfðum og gátu táknað álfa-
meyjar. Þær voru rjóðar, brosandi og
elskulegar, og piltarnir áþekkir. Ég
ætlaði að víkja mér framhjá þeim, en
unga fólkið sló hring um mig, syngj-
andi og kátt, rétti mér svo hlýjar hend-
ur og bauð gleðilegt nýtt ár, og hélt
svo leiðar sinnar, syngjandi og dans-
andi- Ég hefði getað kosið mér félags-
skap þess lengur. Því ekki að skemmta
sér á þenna hátt? Hér var á ferð æsku-
lýður, algáður, en haldinn æskufjöri og
kátínu, og slíkt elska allir menn.
Þetta var nú það, sem ég sá á gaml-
árskvöld, en skýrsla lögreglunnar bregð-
ur upp annarri mynd, og veit ég að hún
er eins sönn og hún er sorgleg.
Þessi reynsla mín er ekkert ósvipuð
því, er íslendingar eru að far út um
lönd og þykjast ekkert áfengisböl sjá
hjá sumum þjóðum, og sennilega sjá
þeir það ekki, en skýrslurnar hafa aðra
sögu að segja, og þar er raunveru-
leikinn.
Eigum við ekki að búa okkur undir
það, að geta við næstu áramót haft þau
áhrif á bæjarlífið, og sett einnig þau
ákvæði um sölu hættulegs sprengiefnis,
að óþokkabrögð felumannsins geti ekki
varpað skugga á fögnuð áramótanna?
750.000 sjúklingar
Samkvæmt blaðinu National Business
og endurprentun þeirrar greinar í
Reader’s Digest í október 1947, eru nú
750,000 króniskir alkóhólistar — lífs-
tíðar áfengissjúklingar í Bandaríkjun-
um, en 3 milljónir ofdrykkjumanna á
hættulegu stigi. „Áfengissýkin er orð-
in alvarlegur þjóðarsjúkdómur“, segir
þar.
Sérfræðingar við Yale-háskólann,
sem fást við þennan sjúkdóm, segja, að
„konur og karlar, sem séu að verða
áfengissýkinni að bráð, haldi sig oft
vera hófdrykkjumenn“.
Dýru verði er gerfigleði áfengisneyt-
enda keypt og gróði seljandans- Hátt
upp í eina milljón áfengissjúklinga
og þrjár milljónir ofdrykkjumanna
í Bandaríkjunum, 60—100 þúsund á-
fengissjúklingar í Svíþjóð, 40 þúsundir
í Noregi og 70 þúsundir barna í fjöl-
skyldum drykkjumanna hjá þeirri litlu
þjóð. Hvað mun þá hjá stórþjóðunum.
Heimur, sem flýtur í blóði, með stuttu
millibili, og ævinlega í áfengi, en svelt-
ir og kvelur milljónir manna, er engin
glæsimynd né vegsauki hinni svo köll-
uðu menningu.