Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 12

Eining - 01.02.1948, Blaðsíða 12
12 EINING # Ævmtýri Collms Margra grasa kenndi í klænaði þeim, sem hinn góðfúsi borgarstjóri lét af hendi rakna við mig, og vil ég láta í té nokkra lýsingu á honum. Fyrst skal telja væna skó með spennum, þá komu hvítir bómullarsokkar af beztu gerð, þá dökkar stuttbuxur með hnéspenn- um, þá fornt skarlatsvesti með kraga- vösum, sem nýr ágætur dökkur frakki með floskraga úr silki, góður hattur farðaður á börðunum, forláta skyrta með línfellingum og hvítur hálsklútur- Borgarstjórinn sagði, að ég byði af mér bezta þokka, þegar ég var kominn í þenna skrúða, færu fötin mér svo vel, að engu væri líkara, en þau væru saum- uð á mig. Eitt pund og fimm shillinga lét hann mig fá í skotsilfri, voru tíu shillingar frá honum sjálfum, tíu, sem hann lét í nafni lögreglustjórans, og fimm, sem hann gaf mér í nafni konu sinnar. Aukreitis gaf hann mér svo dálítinn nærfatapynkil, auk nokkurra gagnlegra muna annarra og hreina rýju utan um brauðið og kjötið, sem ég hafði gloprað á gólfið. Ég þakkaði borg- arstjóranum, svo vel sem ég kunni, fyr- ir veglyndi það, sem hann hafði auð- sýnt mér og hélt síðan leiðar minnar til Oxford- Ég vakti býsna mikla eftirtekt á ferð minni, jafnt hjá börnum sem fullorðn- um. Glæsimennska mín gekk jafnvel svo í augun á sumum barna þeirra, sem á vegi mínum urðu, að þau eltu mig góðan spöl, áður en þau fengu sig full- södd á því að horfa á þenna fyrir- mann. Heilu og höldnu komst ég til Oxford. Þar ætlaði ég að kaupa mér buxur, vesti og hatt, en komst á snoðir um, áður en ég fengi komið því í kring, að flutn- ingavagn var að leggja af stað þaðan til Banbury. Mér þótti illt að láta slíkt tækifæri ganga mér úr greipum til að gera bilið sem breiðast milli mín og herra þeirra, sem ég hafði leikið svo grálega. Ég vissi, að ég átti ekki á góðu von fyrir óþokkabragð mitt, tækist þeim að hafa hendur í hári mínu. Ég réðst því til farar með flutningavagninum og kom til Banbury um kvöldið. Þar hitti ég nokkra iðnfélaga mína að máli, og sagði þeim frá ævintýri mínu í Abing- don og ótta mínum um, að ég yrði hand- tekinn- Þeir báru ráð sín saman um vandkvæði mín og varð niðurstaðan sú, að þeir útveguðu mér föt við hæfi mitt og greiddu ferðakostnað minn til Lond- on. Ferðin þangað gekk að óskum, og þegar ég fór að segja nokkrum iðnfé- lögum mínum, sem ég hitti þar, hvernig ég hefði leikið á oddborgara Abingdon, þá gall við blaðamaður, sem af tilviljun var staddur þar og sagði, að í Morning Advertiser hefði hann séð frásögn um þetta bragð mitt. Þá fór að fara um mig. Ég hefði getað fengið vinnu í London, en þorði ekki að setjast þar að. Vel gat farið svo, að fé yrði boðið fyrir vitn- eskju um dvalarstað minn og þá var ekkert vísara en að einhver félaga minna, sem vissu um Abingdonævintýri mitt, rynni á agnið og seldi mig í hend- ur réttvísinnar. Ég fór því frá London og til Hitchin í Hertfordshire og komst þar í vinnu hjá sútara- Ég eignaðist þar ágætan húsbónda, sem lét sér svo annt um hag minn, að hann ráðlagði mér að bregða á nýtt ráð og festa mér konu. Það voru orð í tíma töluð, því um þessar mundir kynntist ég stúlku á reki við mig og kom okkur svo vel ásamt, að við hét- um hvort öðru eiginorði og gerðum al- vöru úr því 80- október 1820. Kona mín var af fátæku en dyggðugu fólki komin og var því ráðahagur þessi mjög andstæður vegna lausungar minn- ar. Sat það sig ekki úr færi með að gera mér allt það til litilsvirðingar, er það mátti. Fannst mér illfært við slíkt að búa og tók því til bragðs, að fara frá Hítchin í atvinnuleit. Heldur gekk hún báglega til að byrja með, en bar loks árangur í Ipswitch og kvaddi ég konu mína þangað. Við bjuggum þar um eins árs skeið og þar fæddist okk- ur sonur- Lítt varð ég þá var þeirra föðurlegu tilfinninga, sem svo margir hafa fagurlega gefið til kynna við slík tækifæri. Meira en ársdvöl á sama stað var eirðarlausu geði mínu um megn og næst lá leið mín til London, og lánaðist mér að fá þar góða stöðu. Meðan þetta var á döfinni, fékk kona mín orð um það frá ættingjum sínum, að hún kæmi til þeirra í kynnisför- Hún gerði þeim það til geðs, en á meðan vann ég mér það til frægðar, að sitja að sumbli með nýjum svallbræðrum. Gætti ég þar hvorki vits né sæmdar, frekar en svo oft áður, og laun þeirrar syndar urðu þau, að mér var vísað úr vinnunni- Kumpánar þeir, sem áttu þátt í því að mér var gerður þessi bjarnargreiði, hældu mér á hvert reipi og kölluðu mig afbragð annarra manna, á meðan ég sóaði sæmd minni, á kostnað konu minn- ar og sonar okkar. Kona mín var mánaðartíma í Hitchin og ættingjar hennar vildu fegnir hafa kyrrsett hana þar, en nærri því var ekki komandi- Vafalaust hefði henni þó verið það fyrir beztu, því að ömur- leg var aðkoma hennar að heimili okk- ar. Þar hitti hún mig fyrir iðjulausan, drukkinn, skítugan og rifinn og búinn að veðsetja föt hennar og barns okkar, að ég tali ekki um min eigin, fyrir drykkjarföng. Ekki nóg með það. Ég var kominn í skuld við veitingahús nokkurt og nam hún nokkrum pundum. Hafði mér verið hótað vist í skulda- fangelsi, ef ég borgaði hana ekki innan tiltekins tíma- Konu minni féll þetta þyngra en orð fá lýst og skrifaði hún ættingjum sínum og bað þá aðstoðar í þessum vanda, en var synjað hennar, nema hún ynni það til að yfirgefa mig. Von hennar var sú, að ég fengi sigrað verri mann minn og svar hennar var: ,,Hann er maðurinn minn og það er skylda mín að gera það, sem mér er auðið, til að bjarga honum frá hörm- ungum ofdrykkjunnar". Ég gat ekki staðið í skilum við veit- ingahúsið og hlaut að afplána þá sök með dvöl í skuldafangelsi. Var heimili mitt þá svo illa á vegi statt sem fram- ast gat orðið, bjargarlaust og alls laust- Húsaleigu gat ég auðvitað enga borgað, og eftir dvöl mína í skuldafangelsinu, var ég á ný hnepptur í fangelsi, vegna þeirra vanskila og líkamleg refsing lögð á mig í þokkabót. Ekki vann þetta bug á staðfestu og tryggð eiginkonu minnar mér til handa, en ættingjar hennar tóku af skarið og sóttu hana til London. Hún kvaddi mig í fangelsinu í september 1822- Leiðir okkar skildu þar með í rösk tuttugu ár. Fyrsta verk mitt, eftir að ég losnaði úr fangelsinu, var að fara til Hitchin til fundar við konu mína og barn, en ættingjar hennar voru ekki á því, að sleppa tangarhaldi sínu á henni og stóðu í vegi fyrir því, að ég fengi hitt hana að máli- Var ég viku í Hitchin á hnot- skóg eftir henni, en án árangurs. Ég sá henni aldrei bregða fyrir- Fór ég þá til London og tókst brátt að fá þar vinnu. Jafnframt leitaði ég á fund fyrri drykkjufélaga minna og las þeim raun- ir mínar, en litla hugsvölun veittu þeir mér, aðra en þá, að leggja glósur um konu mína í eyru mín, henni lítt til sæmdar fallnar. Ég glæptist á að trúa þeim og lagði þá ótæpt lag við minn vél- ráða vin, vínið. Það kostaði mig atvinn- una og reyndi ég að verða mér úti um aðra- Þá var venjan sú, að sveinar í sútaraiðninni styrktu atvinnulausa fé- laga sína og nam sá styrkur 30—40 shillingum á viku. Ég naut þeirra hlunn- inda í tvo mánuði, og allan þann tíma gat ég ekki sagt, að rynni af mér- Að liðnum þessum tveimur mánuðum, barst mér bréf frá eiganda sútunarverk- smiðju í Manchester, og var þess farið á leit, að ég tæki að mér, fyrir hann, af- greiðslu töluverðs magns af morocco- leðri. Bréfinu fylgdu tvö pund í far- kostnað til Manchester- Ég svaraði bréf- inu játandi og ákvað komudag minn til Manchester. Þórður Tómasson íslenzkaði. Framhald. ★ (

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.