Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 7

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 7
ÍSLENSKTSKÍKULAÐ. útuepanih : SKÁKSAMBAND ÍSLANDS. akumtri. * I. árg. Akureuri 15. mal 1925. 1. hefti. í S I. E NSIÍ T SIÍÁK B LAÐ. Um leið og íslenskt skákblað ríður úr lilaði, þykir hlýða að íylgja því með nokkrum orðum, eins og venja er til um blöð og tímarit, og þá að skýra frá tilgangi þess og tilverurjetti. Skákvinum þessa lands hefir verið það lengi ljóst, að mikil þörf væri á íslensku blaði eða tímariti, sem fjallaði einvörðungu um skákmál, ef vekja ætli upp dugandi skáklíf í landinu, efla það og treysta. — Pað er svo um allan frumgróður, að hann á erfitt upp- dráttar og vöxturinn verður rýr og renglulegur, ef ekki eru borin að honum þau næringarefni, sem veita honum lífsþrótt og lífslöng- un. Skáklistin er tiltölulega ung á Iandi lrjer. T. d. munu fastar skákreglur ekki hafa verið notaðar hjer fyr en eftir 1850—60, og þá aðeins af fáum mönnurn. Óg lítið mun hafa verið gert til þess, að auka skáklistina eða efla, þegar undan er skilið það, sem ís- landsvinurinn W. Fiske lagði henni fyrir og unr síðustu aldamót með litum sínum og stórgjöfum, t. d. bókasöfnum, töflum o. s. frv. — I slærstu bæjunr landsins hafa þó skákfjelög tisið á fót á ýms- um tímum, lifað lengii eða skemri tínra og fæst orðjð atkvæða- mikil. Pau, sem lifað hafa lengst, svo senr Skákfjelag Grímseyinga, Taflfjelag Reykjavíkur og Skákfjelag Akureyrar, liafa alið upp nokkra góða skákmenn og einstaka skákmann svo góðan, að stendur á sporði I. flokks skákmönnum erlendum. Enda er ekki ástæða til að ætla, að vjer íslendingar sjeum ekki eins vel af guði gefnir á þessu sviði sem aðrar þjóðir, og er ekki að efa, að við eigum sið- ferðilegan rjett á, að mega leggja skerf til skákbóknrenta heimsins og sjeum færir um, að auðga þær að einhverju leyti með því að safna á einn stað því besta, sem fram kemur hjá oss á því sviði. — Atkvæðamenn þessara skákfjelaga, sem lengst Irafa lifað, liafa með ástundun aflað skákþekkingar sinnar við lestur og lærdóm er- lendra skákbóka og skáktímarita og kostað kapps um, að nrissa ekki sjónar á neinu því besta, er franr hefir komið og gerst í skák- heimi og færa sjer það í nyt. Þessir menn hafa svo miðlað fje- lögunr sínum beint og óbeint af þekkingarforða sínum, og í raun

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.