Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 12

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 12
6 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ mánuði 1919 háði hann einvígi við serbneska skákmeistarann Kostisch og sigraði nreð 5 = 0. Hann fór enn til Evrópu og tók 1. verðlaun á meistaraþinginu í Hastings, en raunar var þar að- eins einn stórmeistari, Kostisch, auk sjálfs hans. Eftir alt, sem á undan hafði gengið, þótti nú Capablanca sem tími væri kominn til að skora á skák-heimsmeistarann, Dr. E. Lasker, til einvígis, og freista þess, að ná heimsmeistaratigninni. En heims- meistaratignin verður einungis unnin í einvígi. Tókst þetta loks eftir mikla mótspyrnu frá Dr. Laskers hálfu og erfiðleika á að geta safnað því nauðsynlega fje, sem krafist var, að lagt væri undir — um 100,000 krónur, í ísl. peningum talið. Einvígið var svo háð í Habana frá 10. mars til 30. apríl 1921. Dr. Lasker gafst þá upp, eftir að hafa tapað 4 skákum, en náð 10 jafnteflum. Bar Dr. Lasker við veikindum, og því einkum, að hann þyldi ekki hitann í Habana, sem er mikilt þennan tíma ársins. Capablanca var nú orðinn skák-heimsmeistari, og hefir hann greinilega sýnt það í einvíginu sjálfu, að hann sje verðugur að bera þetta tignarnafn. Síðan hefir hann tekið þátt í stórmeistaraþinginu í London í ágústmánuði 1922 og unnið þar 1. verðlaun mófi flest- öllum sterkustu skákmeisturum nútímans. — Dr. Lasker sótti ekki það þing. Á stórmeistaraþinginu í New-York (mars—apríl 1924) hlaut Capablanca aðeins 2. verðlaun, en Lasker 1. En orðstír hans er jafn glæsilegur fyrir því, og mun það rjett, sem er álit bestu skák- manna, að hann sje sterkasti skákmaður nútímans. í bók, sem Dr. Lasker ritaði að afstöðnu einvígi sínu við Capa- blanca, farast honum meðal annars þannig orð um skákaðferðir og skákstyrk hans: »Skákir Capablancas eru hreinar, rökrjettar og tefldar af mikl- um krafti. Pótt margir leikir hans sjeu fyrirsjáanlegir, fylgir þó flestum djúp hugsun. Hann leggur áherslu á einfalda og óflókna taflstöðu. Hann vill fyrirfram vita hvað það sje, sem út í er lagt. Capablanca athugar og fer nákvæmlega eftir atvikum þeim, sem ger- ast með breytingu taflstöðunnar; hann fer eingöngu eflir því, sem áreiðanlegt er, festu sinnar eigin taflstöðu, og notar veikan stað hjá mótstöðumanninum, en vantreystir tækifærum. Pað er ekki hægt að liræða Capablanca með snöggum og álitlegum mannafórnum. Stíll hans er aðdáanlegur að festu og rökrjettri hugsun - stíll, sem liann liefir eingöngu sjálfur skapað. Capablanca leggur áherslu á það, að koma mönnum sínum sem haganlegast fyrir á miðju tafl-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.