Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 9

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 9
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 3 inga um prenlun þess og annað, sem að útgáfunni lítur. Er því íslenska skáksambandið útgefandi og ber ábyrgð á íslensku skákblaði. Ákveðið er, að íslenskt skákblað komi út 4 sinnum á ári, eitt hefti í senn, 24 blaðsíður að stærð og kápa að auki. Verðið er ákveðið fyrst um sinn 5 krónur árg. Pað er bjargföst trú vor, að þessari viðleitni til eflingar skák- íþrótt á landi hjer verði svo vel fagnað hvarvetna af skákunnend- um og öðrum, að ekki aðeins geti útgáfan borið sig efnalega, held- ur verði tök á að gera hana svo úr garði, er fram líða stundir, að hún verði sómi íslenskra skákmanna og íslensks skáklífs livar sem fer um heim. SKÁKSAMBANI) í S L A N D S . Með stofnun þessa sambands hefst nýlt og merkilegt tímabil í sögu hinnar íslensku skáklistar. Tafl og jafnvel skáktafl hefir verið iðkað lijer á landi meira og minna alla tíð, án þess þó að liægt sje að segja, að skáklíf hafi nokkru sinni verið fjörugt. Fjelög hafa að vísu verið stofnuð víðs- vegar, en samstarf innbyrðis með fjelögunum hefir að mestu vantað. Verulegum skákunnendum gat ekki dulist, að alvarleg vakning á sviði skáklistarimiar hjerlendis var bráðnauðsynleg, og því var það, að sambandshugmyndin vaknaði hjer á Akureyri í fyrra. Hefir Skákfjelag Akureyrar beitt sjer kappsanúega fyrir framgangi þess máls. Var í fyrstu samið frumvarp að Sambandslögum, sem sent var til skákfjelaga landsins og leitað umsagna þeirra og undirtekta. Var þessu merka nýmæli alstaðar vel tekið nema í Reykjavík. Stærsta skákfjelag landsins, Taflfjelag Reykjavíkur, gat eitt ekki verið með á þeim grundvelli, sem málið var reist á og sambandið hlaut að byggjast á að miklu leyti, sem sje afskiftum þess af Skákþingi íslendinga. Nú var það svo, að Taflfjelag Reykjavíkur hefir hingað til eitt efnt til Skákþings íslands og veitt meistaratign. Með sam- bandsmyndun hlaut þessi liður starfseminnar að renna inn undir starfssvið Sambandsins. Á þessu atriði strönduðu allir samkomu- lagsmöguleikar, því að Taflfjelag Reykjavíkur vildi ekki sleppa frá sjer 'því — að þess áliti — hefð unna valdi til þess að halda Skák- þing íslands og þar með veita meistaratign, nema með því eina móti, að Skákþingið skyldi ætíð háð í Reykjavík. Önnur ákvæði frumvarpsins þurftu ekki að verða veruleg ágreiningsatriði.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.