Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 11

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 11
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 5 mentaskóla í Woodycliff Wool í South Orange í Bandaríkjunum. Gat liann þá lítið átt við skák, nema hvað hann einstöku sinnum fjekk tækifæri til að sína þessa frábæiu gáfu sína. Árið 1909 ferðaðist Capablanca um Bandaríkin. M. a. kom liann til New-York, St. Louis og New-Orleans og tel'ldi hann á þessum stöðum. Af samtíðaskákum vann hann 560, tapaði 12 og gerði 18 jafntefli, en í einvígum vann hann 126 skákir, tapaði 2 og gerði 2 jafntefli. Eftir þetta liáði hann einvígi við skákmeistara Ameríku, Frank Marshall, og sigraði glæsilega, með +8-r-l = 14. Árið 1910 vann hann 1. verðlaun og skákmeistaratignina í New- York á skákþingi þar. Capablanca kom í fyrsla sinn til Evrópu í mars 1911, er hon- um var boðin þátttaka í alheims-meistaraþinginu í San-Sebastian. Vakti hann þar jafnmikla undrun og aðdáun, ekki síður en Banda- ríkjamaðurinn H. N. Pillsbury á meistaraþinginu í Hastings 1895. Vann hann þar 1. verðlaun, þótt flest-allir bestu skákmeistarar þess tíma keptu á því þingi. Tapaði liann aðeins einni skák, móti Pól- verjanum Rubinstein. Nú ferðaðist hann um alla Evrópu og sýndi list sína. í þessari för vann hann, á 35 samtíðaskáksýningum, 821 skák, tapaði aðeins 37 og gerði 97 jafntefli. Var nú Capablanca orðinn heimsfrægur og þegar nefndur meðal keppenda að heimsmeistaratigninni. — Nú get- ur hans samt ekki aflur fyr en árið 1913 á meistaraþingi í New- York. Par vann hann 11 skákir af 13 og hlaut 1. verðlaun. Ekki fjekk hann þó nema 2. verðlaun á meistaraþingi, sem nokkru síðar var haldið í Habana; tapaði hann þar tveim skákum, annari fyrir Pólverjanum D. Janowski og hinni fyrir Frank Marshall, sem hlaut þar 1. verðlaun. Síðast á árinu 1913 byrjaði Capablanca aðra ferð sína til Ev- rópu. Var í þeirri ferð merkust dvöl hans í St. Pjetursborg, þar sem hann tefldi við — og sigraði — alla mestu skákmeistara Rússa. í apríl 1914 tók hann þátt í stórmeistaraþinginu, sem þá var háð í Pjetursborg. Stóð hann þar lengi í broddi fylkingar, þar til hann tapaði tveim skákum, annari móti heimsmeistaranum, Dr. E. Lasker, og hinni móti skákmeistara Pýskalands, Dr. S. Tarrasch. Hlaut hann þar 2. verðlaun, en Lasker 1. Éftir þetta sneri Capablanca heim á leið. Kom hann þá við í Buenos Aires og var þar tekið á móti honum með mikilli viðhöfn. I janúar 1916 hlaut hann 1. verðlaun á meislaraþingi í New- York og í desember 1918 einnig 1. verðlaun á sama stað. í mars-

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.