Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 23

Íslenskt skákblað - 15.05.1925, Blaðsíða 23
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 17 peð verður að aðalmanni, er það táknað þannig, að upphafsstafur aðalmanns þess, er það verður að, er settur fyrir aftan síðara reit- armerkið (t. a. m. b7 —b8D, er merkir, að peðið er fært frá b7 til b8 og verður að drotningu). Taflborðið er sett þannig, að báðir leikendurnir hafa hvítan hornreit til hægri handar. Oert er ráð fyrir í skákritum, að sá, er fyrst leikur, hafi hvítu mennina. í enskum og frönskum skákbókum eru reitalínurnar kendar við aðalmenn þá, er á þeim standa í taflbyrjun, en reitaraðirnar táknaðar með tölum og er þá talið frá hvoru liðinu fyrir sig. Pannig er e4: fjórði reitur kóngs (K4), er um hvítt ræðir, en fimti reitur kóngs, að því er svart snertir. Reiturinn fó er þannig: 3. reitur kóngs- biskups (KB3), frá hálfu þess svarta. Ofangreind skákmerki eru eigi heldur notuð í þeim bókum. Þessi aðferð er bæði flóknari og óhallkvæmari en sú, er notuð er í þýskum og skandinaviskum skák- bókum og í þessu riti. SEÁKFBÆÐI. Með þessari fyrirsögn liygst íslenskt skákblað að flytja helstu viðurkendar skákopnanir (byrjunarleiki), eina f hverju blaði. Pað er fyrsta og nauðsynlegasta þekkingin fyrir byrjanda í skák, að kunna að opna tafl sitt svo, að hann nái þegar í byrjun ekki lakari tafl- stöðu en móttaflsmaður hans. Ög þetta er hægt að læra, því að fastar reglur eða aðferðir eru löngu fundnar og viðurkendar um það, hversu koma megi taflmönnum sínum fyrir á taflborðinu, svo að trygt sje í byrjun tafls. — Reglur þessar eða aðferðir eru vitan- 'ega mjög margar og eru nefndar hver sínu nafni, og venjulega eftir skákmanni þeim, sem fyrstur hefir notað þær og skýrt, eða landinu, sem þær hafa fæðst í og eru runnar frá. — Oftast eru það fyrstu leikirnir, 2., 3. eða 4., jafnvel 5. eða 6., sem gefa til kynna, liver taílopnunin er. Petta eru nefndar reglulegar opnanir. Stund- uni víkja þó skákmenn út af þessu og opna töfl sín óreglulega. f-’egar búið er að opna faflið þannig, að einhver hinna reglulegu °pnana er fram komin, taka aðferðirnar að greinast í marga liði, og æ fleiri, sem lengur er leikið. í hundruð ára hafa ýrnsir ágælustu sl<ákmenn heimsins varið mörgum árum æfi sinnar til þess að skýra ýmsar þessara skákbyrjana og reynt að slá föstu gildi þeirra, og nútíma skákmenn liafa ekki legið á liði sínu í þessu efni. Enda eru ýmsar hinna viðurkendu skákopnana nú orðið svo vel skýrðar,

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.