Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 5

Íslenskt skákblað - 01.05.1926, Blaðsíða 5
ISLENSKT SKÁKBLAÐ 75 sig aö mestu leyti í hlje, en hjelt þó áfram, í tali, að láta all- borginmannlega Um og eftir 1823 var Labourdonnais alment talinn mestur allra þálifandi skákmanna. Merkasta einvígi hans er við skáksniilinginn enska Alexander Macdonnell (f. 1798), sem þá óefað var langmestur skákmaður Englendinga. Háðu þeir einvígi í London 1834 og sigr- aði Labourdonnais með 4' 44 30 = 14. Pykja kappskákir þeirra sumar með þeim fegurstu, sem geymst hafa. Skákaðferð Labourdonnais er gagnólík Philidors. Hjá honum rekur hvert áhlaupið annað (hrein »combination«), en minna hugsað um peðin; þó var hann einnig snillingur í endatöflum. Hugmynda- flugi hans er viðbrugðið, og finst aðeins á líku stigi hjá mönnum sem Anderssen eða Morphy. Louis Charles Mahe de Labourdonnais var fæddur 1795 af ágæt- um frönskum ættum. Ungur misti hann eigur sínar og lifði síðan við fátækt og naut að jafnaði styrktar vina sinna og góðra skák- manna. Hann dó -- einnig ósigraður — í London 13. des. 1840. Nafn hans mun æ talið með fremstu nöfnum skáksögunnar. Staunton. Macdonnell dó 1835, og eftir fráfall Labourdonnais var nú aftur svo komið, að ekki var hægt að segja með neinni vissu, hver bestur væri. Frakkar höfðu fram að tefla Fournier de Saint-Amant og Linoel Kieseritzky frá Livlandi, en búsettur í París, og voru báðir álitnir skákmenn miklir. En meðal Englendinga var samt risinn upp maður, sem bráðlega hlaut þá frægð, að nafn hans sem skáksnillings var borið út um alla Evrópu og víðar; þessi mað- Ur var Howard. Staunton (f. 1810, d. 1874). Hann hafði sigrað skák- nieistarana: Popert 1840 og Cochrane 1842; 1843 háði hann einvígi við Saint-Amant og sigraði með + 11 6 — 4. Pjóðverjana Lforwitz og Harrwitz sigraði hann 1846. En síðast og ekki síst, N tefldi hann forgjafartöfl við mestu skákmenn Englendinga, svo sem Buckle, Evans, Kennedy, Mongredien o. fl. og sigraði þá í hví- vetna. Var Staunton nú talinn óefað mesti skákmaður heimsins. Staunton er einnig frægur skákrithöfundur og hefir haft hin uiestu áhrif á samtíð sína í þessa átt. En auk þess var hann með fremstu styrktarmönnum alls skáklífs á Englandi með því að gerast forgöngumaður að stofnun skákfjelaga, en þó sjerstaklega með út- 8áfu sinni á skákritinu »The Chess Players Chornicle« og ritstjórn a skákdálknum í »Illustrated London News«. Staunton gerðist samt bráðlega heilsutæpur og misti þar af leiðandj mikið af styrk sínum og úthaldi í kappskákum; var það

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.