Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 5

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Blaðsíða 5
ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ 3 inu í 'Baden-Baden 1870 or hlaut þar I. verðlaun, Steinitz II. — Skákvinir í Þýskalandi lijeldu honum lieiðurshátíð í Leipzig árið 1877. Var þar þá einnig háð meistaraþing og hlaut Anderssen þar II. verðlaun, en landi hans, L. Poulsen, fjekk I. verðlaun. — Anderssen unni skáktaflinu og skáklistinni fram yfir alt annað. Hann unni hinum ótæmandi fyrirbrigðum, glæsilegu ofrum, og sí- nýju hugmyndum, sem því fylgja. Enda tefldi hann skák fram á síðustu stund æfi sinnar. Hann ljest 1879, 61 árs að aldri. Varð liann mjög harmdauði öllum skákunnendum og þó einkum þeim, er honum stóðu næstir, en hann átti alla að vinum. — Andersseu var mikill maður á velli, ennið hátt og breitt og augun blá. Hann var glaðvær og skemtinn og öllum kær, sem kynt- ust honum, jafnt ungum sem gömlum. Skákaðferð hans er ekki ósvipuð Labourdonnais. Áhlaupin snögg en þó með framúrskarandi fyrirhyggju. Töfl hans eru mörg aðdáanleg hvað snild snertir, og munu lifa með nafni hans ávalt meðan skák verður tefld. — ./. H. H. A f) A L F U N 1) U R Skáksambands íslands var haldinn á heimili gjaldkera sambandsins, Jóh. Havsteens, 4. júlí 1926. Forseli sambandsins, Ari Ouðmundsson, setti fundinn og bauð menn velkomna. Auk hans voru mættir úr stjórn sambandsins, Jóh. Havsteen og 3 fulltrúar frá Skákfjelagi Akureyrar, þeir Karl Ásgeirs- son, Jón Sigurðsson og Sig. Ein. Hlíðar. Var þá gengið til kosninga á tveimur cndurskoðendum, og hlutu kosningu Karl Ásgeirsson og Jón Sigurðsson. Kom þá fram tillaga um það, að fresta fundi þar til fleiri full- trúar væru mættir og var það samþykt. Ákveðinn var 11. júlí til framhaldsfundar. Fundarbók var þá upplesin og samþykt í einu hljóði. Fundi frestað. Sig. Ein. Hlíðar. Framhaldsfundur aðalfundar Skáksambands íslands var haldinn á heimili forseta, Ara Ouðmundssonar, suunudaginn 11. júlí. Setti forseti fundinn. Mætlir voru, auk forseta, allir fulltrúar Skákfjelags Akureyrar, sem fulltrúi fyrir Skákfjelag Blönduóss Porst. Thorlacius og Stefán Ólafsson fyiir Skákfjelag Sauðárkróks.

x

Íslenskt skákblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.