Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Síða 24

Íslenskt skákblað - 01.12.1926, Síða 24
22 ÍSLENSKT SKÁKBLAÐ Aljechin fór 1. júlí frá París — þar sem liann býr — fil Suð- ur-Ameríku lil að kenna þar skák. Verður þar nokkra mánuði. Sfórmeistaraþing var háð í Hannover í ágúst. 1. verðlaun hlaut Niemzowitsch. Corlos Torre hefir skorað á Marshall til einvígis urh Skák- meistaratign Bandaríkjanna. Meistaraskákþing var háð í Spa. 1. og 2. verðlaunum skiftu F. Sámisch og Sir G. A. Thomas. Kaupmannahöfn hefir unnið símskákirnar við Oslo og Stokk- hólm með 3^2 vinningi. Stokkhólm hafði Vh og Oslo 1 vinning. Stórt skákþing var háð í Bandaríkjunum í ágúst. 1. verðlaun hlaut F. J. Marshall. Dr. E. Lasker hefir verið á ferð í Bandríkjunum f sumar og teflt samtímaskákir. Hefir hann teflt samtals 846 skákir, unnið 745, tapað 33, jafntefli 68. Eins og áður er getið, hafa þeir Aljechin og Niemzowitsch báðir skorað á Capablanca til einvígis um heimsmeistaratignina. Aljechin skoraði fyrst á hann, en gat ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem upp voru sett, (að leggja fram tryggingu fyrir 10,000 dollurum) og varð því að hætta við það um tíma, en nú hafa skákelskir menn í Buenos Aires í Suður-Ameríku skotið saman þessari upp- hæð og hefir hann því sent honum áskorun sína aftur. Þegar Aljechin gugnaði, þá reyndi Niemzowitsch, en vantaði 500 dollara til að fullnægja kröfunum. Nú hefir Capablanca gefið Niemzowitsch frest til 1. jan. 1927, til að útvega þessa peninga, sem á vantaði, en segist að öðrum kosti taka síðari áskorun Aljechin, og verður þá kept seint á næsta ári. Skákmeistarar hafa orðið á þessu ári: Dr. D. Przepiorka F. D. Yates J. A. Mc.Kee Spencer Crakanthorp Dr. M. Blieden Dr. M. P. Machado André Chéron W. Michel fyrir Pólland — England — Skotland — Ástralíu — SuðurAfríku — Portúgal — Frakkland — Svissland

x

Íslenskt skákblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt skákblað
https://timarit.is/publication/842

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.