Eining - 01.01.1950, Síða 1
>
♦
*
f
Margt gott. Eitt allra bezt
Prédikarinn, sem gruflaði og braut
heilann um tilveruna, unz honum þótti
sem allt væri hégómi — aumasti hé-
gómi, sá samt ýmislegt gott undir sól-
inni, og eitt allra bezt.
Hann hvetur t. d. manninn til þess að
neyta fæðu sinnar fagnandi og njóta
lífsins með konu sinni, því að þetta sé
góð hlutdeild mannsins. En hið bezta af
öllu undir sólinni þótt honum það, að
maSurinn vœri glaSur viS verk sitt. —
Starfið er hið varanlega, hið daglega, og
sá sem er glaður við verk sitt, hann er
farsæll, enginn annar.
Vinnugleðin hefur farið mjög forgörð-
um í seinni tíð. í öllum hamingjunnar
bænum, reynum að endurvekja vinnu-
gleðina.
Verksmiðjuiðnaðurinn og sérgrein-
ing vinnunnar hefur gert hana mörgum
að þraut, jafnvel kvöl. Fjöldi manna
starfar eins og hjól í vél, handleikur að-
eins einhvern einn hlut úr heild og nýt-
ur aldrei þeirrar fullnægingar að sjá eitfc-
hvað heilt og fullkomið verða til í hönd-
um sér.
Þetta hlutskipti manna útheimtir enn
meiri snilld en áður til þess að rækta hjá
sér vinnugleðina. Til þess að svo geti
tekizt, þarf maðurinn að vera fyrsta
flokks samvinnumaður, finna ánægjuna
í samstarfinu, hann þarf að eiga rót-
gróna meðvitund um mikinn tilgang lífs-
ins, og til þess að geta trúað á slíkan
tilgang, þarf maðurinn að snúa sér til
Guðs og lifa í nálægð hans, í órofasam-
bandi við Guð.
Heimspekilega séð, gætum við sagt,
að það skipti engu máli, hvort Guð er
til eða ekki- Maðurinn þarf að lifa í sam-
félagi við Guð. Guð er hin æðsta hug-
sjón mannsins. Það er maðurinn, sem
hefur hugsað sér Guð, og þessi Guð
mannsins er góður, fullkominn, kær-
leiksríkur, miskunnsamur og réttlátur.
Og þessi Guð er lokamarkmið hins
mannlega þroska. Þessi Guð mannsins
er faðir allra manna og vill að mennirnir
lifi í sátt og samlyndi, elski hver annan
og styðji hver annan.
Það er því augljóst mál, að slík guðs-
trú, slík guðshyggja, er hinn eini hald-
góði grundvöllur undir öllu lífi manna,
og fyrsta skilyrðið til vinnugleði og var-
anlegrar hamingju.
Regla góðtemplara
i Svíþjöð 70 ára.
Góðtemplarareglan í Svíþjóð minnt-
ist mjög hátíðlega 70 ára afmælis síns
í nóvember s. 1. Um 14 hundruð manns
tók þátt í fjölbreyttri og hátíðlegri sam-
Hátemplar
Ruben Wagnsson landshöfSingi.
komu í sönghöll Stokkhólmsborgar, en
um 12 hundruð mættu til fundar í hin-
um gullna- og glæsilega hátíðasal ráð-
hússins (Stadshuset) og sóttu þá um
inntöku 73 nýir félagar. Var þetta svip-
mikill og óvenjulega glæsilegur fundur.
Bæði ríkisstjómin og riksdags-menn
(þingmenn) fluttu reglunni árnaðarósk-
ir og luku lofsorði á menningarstarf
hennar í þjóðfélagnu. Þeir hafa ekki
verið á sömu skoðun og eitt sorpblað á
Islandi, sem sagt er að leiki sér að því
að níða regluna.
Afmælisgjafir bárust sænsku regl-
unni við þetta tækifæri. Samband sam-
vinnufélaganna gaf fimm þúsund krón-
ur, og ýmsir aðrir stærri og minni gjaf-
ir. Um 600 hátíðarfundir og samkomur
voru víðsvegar um landið.
Það var 4. og 5 nóv. 1879 að fyrsta
sænska góðtemplarastúkan var stofnuð
í Göteborg, er baptistapresturinn Olof
Bergström hafði flutt erindi. Nú eru
167,000 góðtemplarar í Svíþjóð og
innan reglunnar þar eru 2000 náms-
hringir. Hún á 1600 bókasöfn með
samtals 850,000 bindum, og 1100 sam-
komu- og fundarhús. Reglan í Svíþjóð
er ein af sterkustu félagssamtökum þar
í landi.
Á jólafösftu.
Eftir dr. Richard Beck.
Nú hleSur vetur dánum laufum leiSi
úr liljuhvítum snjó. ÞaS skeflir yfir
hvert blómaspor, en frœ í foldu lifir,
þó frotsins hrammur gróSri jarSar eySi.
Á þekju brotnar hríSar hörpusláttur,
sem hafiS þungt viS ströndu andann
dragi;
en stormsins reginsterki bragarháttur
á strengjahreim frá vorsins blíSa lagi.
ÞaS undirspil í eyrum ncemum hljómar
sem ódauSleikans páskasöngur fagur;
á gröfum vetrarlífsins stjarna Ijómar,
úr lengstri nóttu rís oss jóladagur.
Prófessor Richard Beck sendir öllum
vinum sínum og samherjum á Islandi
sínar beztu nýársóskir. Ljóð hans barst
of seint til þess að það gæti komið í jóla-
blaðinu.