Eining - 01.01.1950, Qupperneq 8
Bækur Mennmgarsjóðs
og Þjóðvmafélagsins
Bækur ársins 1949 eru: Noregur,
fyrsta bókin af bókaflokknum, Lönd og
íýðír, Sögur frá Bretlandi (úrvalssög*-
ur), Ljóðmœli, eftir Kristján Jónsson
(úrval) og Andvari og Almanak Þjóð-
vinafélagsins.
Því ber vissulega að fagna, að þetta
útgáfufyrirtæki kemur hér með nýjan
og merkilegan bókaflokk, Lönd og Lýð-
ir. Eiga það að verða 20 bindi um 17
lönd og þjóðir, tvær um jörðina og
mannkynið og ein Landabréf, uppdrætt-
ir og línurit. Svo illa getur varla tekizt,
að þetta verði ekki hið skemmtilegasta
safn, stórfróðlegt, handhægt og að-
gengilegt. En telja má víst, að vel takist.
Þetta verður samanþjappaður fróðleik-
ur um lönd og lýði, en bækurnar frem-
ur litlar. Enmitt það, er alþjóð hentast
til slíkrar fróðleiksöflunar. Fyrsta bókin:
NOREGUR
er í allstóru broti, 214 blaðsíður, skreytt
miklum fjölda ágætra mynda, pappír
og allur frágangur er hinn bezti. I þess-
ari litlu bók, er geysilega mikill fróðleik-
ur um Noreg. Upptalningin er svo víð-
tæk, að sums staðar liggur við að hún
nálgist skýrslugerð. Það er um þessa
bók, eins og flestar aðrar bækur, að hver
og einn getur sagt um þær sitt álit, en
þar með er ekki sagt, að það sé neinn
hæstiréttardómur. Eg fyrir mtt leyti
kann heldur illa við tvítekningu á næst-
um öllum staðarnöfnum og tel íslenzku
nöfnin á þeim að mestu óþörf- Sömu-
leiðis hefði eg kosið minni upptalningu
á stöku stöðum, en fleiri setningar um
einstaka menn og þjóðhætti, en um slíkt
má auðvitað deila. Bókin er yfirleitt mik-
ill fengur. Á stöku stöðum hefur höf-
undurinn, Ólafur Hansson menntaskóla-
kennari, ekki getað stillt sig um að gera
ofurlítinn samanburð á okkur og Norð-
mönnum. Er það athyglisvert. Á bls. 31
segir:
„Norðmenn munu almennt vera ein-
lægari hugsjónamenn en íslendingar.
Þeir eiga auðveldara með að helga sig
einhverri hugsjón eða baráttumáli af
lífi og sál. Þeir eru að miklu leyti lausir
við tvíhyggju Islendingsins, sem hættir
til að sjá tvær hliðar á hverjum hlut og
á því miklu erfiðara með að helga sig
ákveðnum hugsjónum og berjast fyrir
þeim af fullri einlægni". — Og á bls.
32:
,,Stjórnmálabaráttan í Noregi er
einnig að mörgu leyti ólík því, sem er á
Islandi. Stjórnmáladeilur eru að vísu oft
ákaflega hatrammar þar, en stjórnmála-
baráttan er borin uppi af hugsjóna-
þunga, sem sjaldan verður vart í íslenzk-
um stjómmálum. Hið persónulega nart
og rógur, sem má heita daglegt brauð
í íslenzkri stjórnmálabaráttu, er næst-
um óþekkt fyrirbrigði í Noregi“.
Ein setning þykir mér of sterk í bók-
inni, þessi: „má fullyrða, að fjöldi Norð-
manna hati Þjóðverja af öllu hjarta ‘.
Mér þætti líklegra, að Norðmenn höt-
uðu ekki þýzku þjóðina, en hefðu við-
bjóð um aldur og ævi á níðingsverkum
þeirra manna, er með völdin fóru, þá er
þýzka þjóðin var verst afvegaleidd:
Hinar 70—80 myndir bókarinnar er
fallegt myndasafn, og eykur mjög á gildi
hennar.
ANDVARI
Andvari flytur þessar ritgerðir: Magn-
ús Sigurðsson bankastjóri, eftir Eirík
Einarsson, Ögrumleiði, gerpir, Arnljóts-
son, eftir Barða Guðmundsson, FramtíS
skógrcektar á Islandi, eftir Hákon
Bjarnason, Um lunda og kofnafar, eftir
Bergsvein Skúlason, AlþýSumenntun
og skólamál á íslandi á 18- öld, eftir
Þorkel Jóhannesson.
Skógræktin er hugðarmál okkar allra,
og er ritgerð sú hin merkasta. — Um
Magnús Sigurðsson er skrifað vel og
drengilega. Það er mikil ritgerð um stór-
merkan mann. Greinin um alþýðu-
menntun okkar á 18. öld, er sérlega at-
hyglisverð og segir sína merkilegu sögu.
Þá er greinin um lunda og kofnafar
skemmtileg, en grein Barða Guðmunds-
sonar fjallar um fræði, sem eru ekki mitt
meðfæri.
ALMANAKIÐ
Þessi litla bók er alltaf ein af okkar
merkilegustu bókum, efnismikil og ó-
trúlega fróðleg. Þegar ég las ritgerðim-
ar tvær eftir Vilhjálm Þ. Gíslason, um
rússneska skáldið Alexander Puskin
og sænska skáldið August Strindberg,
fannst mér, sem liði mér fyrir hugar-
sjónir geysimikil örlagakeðja, slungin
ógnþrungnum viðburðaþáttum. Þessi
nöfn: Puskin, Strindberg, Brandes,
Nietzsche og mörg önnur, hinn logheiti
og ofsalegi ritháttur slíkra manna og
æsandi leikritagerð þeirra í baksýn hins
mesta raunverulega harmleiks mann-
kynssögunnar. Það er sýn, sem kemur
huga lesandans á flug.
Hvenær mun sagan skrifa hrein-
skilnislega á reikning þessara manna
það eitt, sem þeim ber af áhrifavaldi
til ills og góðs á örlög samtíðar og kom-
andi kynslóða, og þess heims, sem hé-
gómlega og í blindni hefur dýrkað leik-
arahátt, vísindi og reyfaragerð, en af-
rækt hið mikilvægasta, manninn sjálfan
og gerð hans?
Hvaða áhrif hafði Puskin á rússnesku
þjóðina, og svo hún á kjör alls heimsr
ins? Um uppskeruna af sumum kenn-
ingum Nietzsche í Þýzkalandi þarf ekki
að deila. Hún er þegar augljós öllum
heimi.
Eitthvert óljóst hugboð hef eg um
það, að sænska þjóðin hafi smitast um
of af sumum mjög svo stundlegum
kenningum Strindbergs, og að enn sé
ekki séð, hvað menning þeirrar þjóðar
á eftir að bera þar úr býtum. Strind-
et^r í Austur-Noregi.
Uómkirkjan í NiSarósi.