Eining - 01.01.1950, Síða 10
10
EINING
Mamma flengir
mig.
Pappi flengir mig stundum og
mamma flengir mig líka. Þau trúa samt
ekki á flengingar. Þau gera þetta af því
að þau eru bálreið út af einhverju- Eg
veit ekki út af hverju.
í dag var eg að búa til leirlummur.
Eg þurfti að sækja vatn í könnu inn í
eldhúsið. Eg missti vatnið niður í eld-
húsinu og þurfti að fá aftur í könnuna.
Mamma þurrkaði eldhúsgólfið og gaf
mér svo hálfa könnu af vatni, en það
var ekki nema í eina leirlummu. Eg fór
aftur inn, skreið upp á stól hjá vaskin-
um og fyllti tvær könnur af vatni. —
Mamma sagði mér að láta hurðina ekki
skellast, er eg færi út, en hvernig átti
eg að gera við því með báðar hendur
fullar.
Næstum allt vatnið lak úr annarri
könnunni, svo eg þurfti að fá meira
vatn. Eg fór inn með stóru fötuna mína
til þess að sækja nóg vatn. Þá brotnaði
þunnt glas á eldhúsborðinu. Eg setti
fötuna frá mér á eldhúsgólfið og tók að
tína upp glerbrotin. Þá kom mamma og
rak fótinn í fötuna og setti allt vatnið
niður. Og þá þurfti eg auðvitað að fá
vatn aftur. Mamma fór að sækja gólf-
þurrkuna, en eg skreið aftur upp á stól-
inn. Hann sporðreistist og eg datt.
Mamma æpti upp yfir sig vegna þess að
eg hellti niður dálitlu af vatni, þó ekki
eins miklu og hún. Og nú lét hún mig
út með fötuna og sagði, að eg skyldi
ekki voga mér að koma oftar inn eftir
vatni. Hún sagðist hafa höfuðverk og
ætla að hvíla sig stund.
Næstum því strax vatnaði mig vatn,
en eg mundi, hvað mamma hafði bann-
að mér, svo eg fyllti fötuna af sandi og
fór með hana og könnur mínar, bolla,
byttur, diska, kassa, skóflur og spæni
inn í eldhús. Það fór ekki mikið af sand-
inum á gólfið. Nú var allt svo þægilegt
og eg þurfti ekki að fara alltaf inn eftir
vatni. Eg flatti út leirkökurnar á vinnu-
borði mömmu og stráði sykri á þær. Eg
lét ekki neitt fara til spillis af sykrinum.
Það sem út af fór, skóf eg upp aftur og
lét í sykurskálina. Eg ætlaði að láta
eina kökuna inn í bökunarofninn, en
hurðin slengdist opin. Þetta gerði háv-
aða. Þegar eg sneri mér við, stóð
mamma þar og horfði á mig. Hún virt-
ist vera bálreið út af einhverju.
Mamma flengdi mig. Eg veit ekki
hvers vegna- Pabbi segir, að stundum
sé erfitt að botna í mömmu.
Þegar mamma flengir mig, segir
pabbi, þú veizt að þetta er ekki til neins.
Þegar pabbi flengir mig, segir mamma,
þetta gagnar ekki, skilurðu. Þau eru tvö,
en eg aðeins einn. Eg vildi að þau héldu
ofurlítið meira saman.
Pabbi kom seint í bílnum sínum frá
vinnunni. Mamma spurði, hvað hann
hefði verið að gera allan þenna tíma.
Hann sagði, að loft hefði komizt í ben-
zínrörið og svo hefði sprungið hjá hon-
um. Mamma sagði, mér er sama, hve
margar þú hefur, en því hringir þú ekki
til mín og lætur mig vita. Pabbi tuggði
matinn og sagði svo, að þessar steiktu
kartöflur væru ekki eins góðar og þær,
sem mamma hans hefði oft steikt. Því
varstu þá ekki kyrr hjá henni, sagði
mamma. Það er aðeins eitt að mömmu,
sagði pabbi, hún hrýtur í svefni.
Það stóð í mömmu. Komdu mér ekki
til að hlæja, sagði hún, eg hef verið að
eltast við þenna strák í allan dag. —
Hvernig stendur á því? sagði pabbi. —
Þenna strák, sagði mamma og benti á
mig. Ó, sagði pabbi, hvernig mundi þér
þykja að eignast ósköp lítinn bróðir? Eg
vil fá ósköp litla systur, svo eg geti
lumbrað á henni, sagði eg. Mamma reis
á fætur og bað, ó, Guð, fyrirgefðu mér,
eg veit ekki hvað eg geri. Pabbi strauk
á mér hárið. Jæja, góði, þú færð ósköp
lítinn bróðir og þér mun þykja vænt um
hann. Hann gekk svo til mömmu og
kyssti hana, svo að hún færi ekki að
gráta. Eg hugsa, að hann hafi verið
þreyttur, því að hann fór út og lagðist
undir bílinn.
Þegar pabbi er að gera við eitthvað,
þá hjálpa eg honum. Eg náði mér í ofur-
lítinn hamar til þess að gera við vatns-
kassann. Eg barði í hann nokkrum sinn-
um til þess að reka burt flugu. Pabbi
skreið undan bílnum og sagði, ó, jæja,
það gerir ekkert til, hann lekur hvort sem
er. En lánaðu mér snöggvast skrúfjárnið
þitt. Hann tók hamarinn minn og skreið
aftur undir bílinn. Hann skildi eftir stóra
olíukönnu og eg tók hana og helti inn í
bílinn. Pabbi rak höfuðið út undan bíln-
um og það var allt svart af olíu. Hann
sagði, þessi olía er of óhrein, góði minn,
til þess að láta hana á bílinn- Því hjálp-
arðu ekki heldur mömmu eitthvað? Þá
tó k eg með mér nokkur verkfæri til
þess að hamra á þvottavélinni.
Eg var rétt byrjaður, þegar mamma
kom og tók af mér stóra hamarinn án
þess að segja eitt orð. Eg spurði hana,
hvað hún ætlaði að gera með hamarinn,
því að eg þyrfti hann til þess að gera
við þvottavélina? Hún sagðist ætla að
nota hann til þess að gera bráðum við
höfuðið á sér. Svo kom pabbi að leita
að einhverju verkfæri. Hann tók hinn
hamarinn. Hefur þú verið með raf-
magnsborinn minn? spurði hann. Nei,
sagði ég, og svo fann hann rafmagns-
borinn og skreið aftur undir bílinn. —
Snúran festist undir bílhjóli. Þegar
pabbi kippti í hana, þá drógst tengill-
inn út úr veggnum. Ó, hver þremillinn,
sagði pabbi, enginn straumur. Hann fór
að tengja þráðinn við borinn, en eg
stakk klónni aftur inn í tengilinn í
veggnum. Það heyrðist hátt bomms, er
pabbi rak höfuðið í bílinn. Hann kom í
hendingskasti undan bílnum. Hann
æddi fram og aftur og hristi fingurna.
FariþaSallttilhelvítis, hrópaði hann. Eg
hljóp líka til og frá og hristi fingurna-
Eg hló og sagði, fariþaSallttilhelvítis.
Pabbi flengdi mig. Eg veit ekki hvers
vegna. Hvað mundi pabbi gera, ef hann
tryði á flengingar?
Reader s Digest.
Norska Godtemplarbladet birtir nýlega
svipaða grein um áfengisbannið í Indlandi
og þá, er kom í Einingu í nóvember s. 1.
Fyrirsögn greinarinnar er þessi: Indland
bráðum þurrt. Ríkja- og fylkisstjórnirnar
standa saman um þetta mikla menningar-
átak. Mikilvægt er það, að yfirstéttirnar
ganga á undan í þessari bannlagabaráttu.
Við allar opinberar veizlur og í sambandi
við alla flugvalla- og járnbrautaþjónustu er *
áfengi algerlega bannað. Markmið hinna
ráðandi afla í Indlandi er, að skapa úr
margvíslega sundurleitum lýð sterka og
heilsteypta þjóð, og samkvæmt sárri
reynslu vita ráðandi menn þjóðarinnar, að
áfengið er hinn skæðasti bölvaldur manna,
orsök hnignunar, eymdar, illinda, glæpa og
alls konar siðspillingar. í þessu máli munu
nú augu allra þjóða horfa til Indlands.
Eitt sinn var það ísland. Hvenær verður
ísland aftur fyrirmyndin?
Tímaritið Heimili og skóli, flytur jafnan
hollt og gott lesmál. í 5. hefti síðasta ár-
gangs, er mjög athyglisverð grein eftir Jón
Jónsson kennara frá Brekknakoti, um
þegnskylduvinnu. Allir munu nú sammála
um það, að efling þegnskapar, trúmennsku, 4
vinnugleði' og heiðarleiks, í öllu starfi og
viðskiptum manna, er nú hin mesta þörf. Er
þegnskylduvinnan ekki ágætur liður í
þjóðaruppeldi?
Svissneskur læknir, dr. Wuhrmann,
hefur sagt nýlega í fyrirlestri, að helm-
ingi fleiri karlar en konur sýktust af
berklum, þrátt fyrr það að konumar
eru fleiri. Athuganir hafa leitt til þess að
álykta, segir Iæknirinn, að 80% hinna
karllegu berklasjúklinga í Sviss séu
,,króniskir alkoholistar“.
Indland bráðum
þurrl.
Heimili og skóli.
<