Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Side 12

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands - 01.09.1933, Side 12
108 Félagsrit Sláturfélags Suðurlands 110,000, brosti liann góðlátlega og áleit það hreinan barna- skap, að stofnsetja slík fyrirtæki. Barna- og inniskó má aftur á móti gera með tiltölulega ódýrum vélum, og er þegar eitthvað gert af þeim hér á landi. Niðurlagsorð. Eins og séð verður af framanritaðri skýrslu, þá verð eg að ráða frá því, að stofnsett verði hér sútunarverksmiðja og skófatnaðargerð, liefði mér þó verið mun ljúfará, að niðurstaðan af athugunum mínum liefði orðið önnur, og gerði eg mér mikið far um, að svo mætti verða. Eg skal taka það fram, að þó eg verði hér að miklu leyti að byggja á dómi þeirra, er reynslu og þekkingu hafa á þessu sviði, þá eru það nálega eingöngu menn, er engra hugsmuna hafa að gæta hér á landi og til ýmsra þeirra hafði eg feng- ið meðmælabréf frá mikilsmetnum mönnum i hverju landi fyrir sig, enda hafði eg meðferðis meðmælabréf frá íslensku rikisstjórninni, sem veitti mér aðgang að flestu því, er eg þurfti að kynna mér. Magnús Kjaran. Skýrsla þessi er svo Ijós, og fellur auk þess í mörgum atriðum saman við það, er kunnugir menn vissu áður, að ekki virðist áslæða til að fjölyrða um liana — en að henni fenginni og öðrum þeim athugunum, er gerðar hafa verið í þessu sambandi, verður ekki séð, að það sé neitt bjarg- ráð að leggja í stofnun sútunarverksmiðju, meðan ástand- ið í heiminum er eins og það er nú, enda eru umrædd félög fallin frá frekari framkvæmdum í málinu að svo stöddu. Er skýrslan hirt hér og frá málinu skýrt á annan hátt, til þess að félagsmenn vili betur en áður, hvað um er að ræða, þegar ialað er um stofnun sútunarverksmiðju í landinu. Og þó að árangurinn af rannsóknum þessum sé, þvi miður, ekki annar cn sá, að landsmenn séu málinu kunnari en áður, verður ekki sagt, að algerlega liafi verið unnið fyrir gýg. ___

x

Félagsrit Sláturfélags Suðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit Sláturfélags Suðurlands
https://timarit.is/publication/844

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.