Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 1

Eining - 01.10.1953, Blaðsíða 1
11. árg. Reykjavík, október 1953. 10 tbl. . Krýnd Elisabet II Bretadrottning Stórviðburðirnir ráku hver annan á fyrri hluta ársins. Valdamesti maður austursins hvarf af sjónarsviðinu. — Heimsfrægur herforingi settist í æðsta valdastól máttugasta ríkis vesturveld- anna. Og krýnd var ung drottning þriðja y voldugasta heimsveldisins, Elisabet II Bretadrottning. Þótt margir væru áhorfendur krýn- ingarinnar, voru hinir samt fleiri, er urðu að láta sér nægja, að lesa um hana og sjá hana í kvikmynd. Þegar eg horfði á þá kvikmynd, sótti helzt á mig sú hugsun, sem ásækir mig oft, hvílík börn og óvitar mennirnir eru yfirleitt. — Þjóðirnar heyja styrjaldir, þjázt og gráta blóði. Börnin leika sér að skelj- um og leikföngum, byggja hús úr leir og á sandi. Þjóðirnar leika sér að sið- um sínum og alls konar viðhafnar- athöfnum, svo sem vígslum, krýning- um og ýmsu þess háttar. En siðirnir hafa það gildi fyrir einstaklinga og þjóðir, er þær leggja í þá. Krýning æðstu valdamanna þjóðanna, konung- anna og drottninganna, er meira en skrautleg viðhöfn, þar sem gullin kóróna er sett á höfuð ungrar drottn- ingar eða konungs. Krýningin er hinn bjarti öldufaldur, en hin magnþrungna alda sjálf er þjóðfélagið. Óskaplegt magn er í haföldunni voldugu, sem lyftir björtum og hvítfreyðandi faldinum hátt móti himni. Og máttug eru þau y* Strax eftir krýninguna var mynd þessi tekin af brezku konungsfjölskyldunni í hásætisherberginu í Buckingham höll. — Fremri röð: talið frá vinstri: Alexandra prinsessa af Kent, Michael prins af Kent, hertogafrúin af Kent, Margret prinsessa, drottning Elisabet II, drottningarmóðir Elísabet, prinsessa Royal, hertogafrúin af Glousester og tveir synir hennar, William prins og Richard prins. Að baki drottningarinnar, sem ber kórónu samveldisins, eru hertogamir þrír, af Glousester, Edinborg og Kent. k'

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.