Eining - 01.10.1953, Qupperneq 3

Eining - 01.10.1953, Qupperneq 3
EINING 3 í vök að verjast á ýmsan hátt, og það „grúfir sorti yfir þjóðunum“, eins og spámaðurinn kemst að orði. En Eng- lendingar eru þroskuð þjóð og þraut- reynd. Hún trúir á Guð og gæfu sína. Hlutverk drottningarinnar er um- \ svifamikið og erfitt. Auk hins háa og vandasama embættis, er hún einnig móðir og húsmóðir, og engin góð kona, ekki einu sinni drottning, getur afrækt mikilvægar skyldur, sem fylgja móður- stöðunni. Dagur drottningarinnar er jafnan erfiður og langur. Hún rís klukk- an sjö árdegis, hlustar á útvarp á með- an hún snæðir góðan morgunverð, lítur ^ svo yfir tvö eða þrjú helztu dagblöðin. Svo hefjast móttökur, sem oft eru mikl- ar. Tvisvar á dag berast henni skjala- kassar og ver hún daglega tveim stund- um til þess að yfirfara þessi stjórnar- skjöl og undirrita þau, en án slíkrar afgreiðslu stöðvast hin mikla gangvél stjórnarathafna brezka heimsveldisins. Þessum skjölum verður hún að sinna ^ alla tið, og eins’þótt hún sé í sumar- leyfi eða skemmtiferðum. Auk þess verður hún að eyða allmiklum tíma í að lesa stjórnartíðindi. Stundum kemur það fyrir, að hún verður að taka til við lestur og undirskrift stjórnarskjalanna, eftir erfiðan móttökudag og þegar gest- ir eru farnir úr kvöldboði. Drottningin hefur fengið gott upp- ^ eldi og verið búin hið bezta undir sitt vandasama hlutverk. Hún er góðum kostum búin og mikið eftirlæti þjóðar- innar. Þegar Charles prins fæddist árið 1948, var það tilkynnt hóp vina og vandamanna hennar, er voru í samsæti. Þeir hófu upp fagnaðaróp, en þá sagði einn þeirra: ,,Við látum sem þetta kæmi okkur á óvart. Við máttum vita, að _ Elisabet færði okkur prins. Hún lætur okkur aldrei verða fyrir vonbrigðum“. Krýning drottningarinnar var geysi- lega viðhafnarmikil, og margar og mikl- ar voru þær heillaóskir, er henni og þjóðinni bárust. Verði þær allar að áhrínsorðum, þjóðinni sjálfri og öllu mannkyni til blessunar. P. S. ‘ *' Við þurfum að eiga dýrðarhiminn Við megum ekki láta okkur nægja að kroppa alla daga í moð hversdags- f leikans — allt fræðslustaglið í blöðum og bókum, ræðu og riti, sem okkur Is- lendingum er svo tamt. Við verðum að eiga okkar dýrðarhiminn, og þangað verður hugurinn að hefja sig stöku sinn- um, helzt sem oftast, á flughröðum vængjum vonar og trúar, og dvelja þar við lindir lífsins, sem umbreyta mönn- um í nýja menn og gera þá jafnvel guðum líka. Þar fer fram hin eilífa end- urnýjun sálarlífsins og mögnun hins guðlega eðlis í manninum. H JÓIM IIM í HMITBJÖRGUIU, frú Anna og Einar Jónsson myndhöggvari „Ógurleg er andans leið upp á sigur- hæðir“. Flestir miklir andar fyrr og síðar hafa fengið að reyna þetta. Þeir menn, sem stefna hátt, verða oftast að leggja á sig erfiða brattgöngu, feta þyrnum- stráða og grýtta braut, og bera jafnvel stundum kross. Fram að þeim tíma, er Einar Jóns- son fékk nokkur vinnuskilyrði í húsi því, er nú geymir verk hans, mun braut hans ekki hafa verið blómum stráð, þótt oft muni einnig hafa skinið bjartur geisli á vegferð hans. Jafnvel ráðagerðin um að reisa verk- um hans ,,skúr“, og honum þar með vinnustofu, og öll framkvæmd verks- ins, var honum ekki sársaukalaust. — Ríkið hafði veitt 10 þúsund krónur til verksins, en ekki mátti hefja það fyrr en komnar væru 20 þúsund krónur til viðbótar. Um tíma leit út fyrir að ekkert yrði úr ráðagerðinni um húsið, tímarnir voru erfiðir, stríðsár og landið fátækt. Þá mun listamaðurinn hafa háð sálar- stríð og ekki séð fram á annað, en hverfa af landi burt. Víkur hann að þessu í bókinni Minningar. En hann átti góða vini, og fleiri en hann vissi. Margir höfðu þegar skilið, að þar var á ferð mjög sérstæður listamaður. Meðal þessara vina hans voru þau hjónin, Hannes og frú Gerða Hanson, kaupmaður. Eins og oft áður, og síðar, varð það kona, frú Gerða Hanson, sem leysti vandann, enda leynir það sér ekki, að Einar Jónsson og frú hans minnast þessarar konu með þeim hlýhug og þakklæti, sem þau eiga svo ríkulega. I Minningum segir Einar Jónsson sjálf- ur um frú Gerðu Hanson: „Frú Gerða Hanson varð til þess að safna fé þessu. þessi hjálpsama góða sál, sem alls staðar vildi hjálpa og hugga og greiða á allan veg götur ann- arra, hvar sem hún gat því við komið, fór til allra þeirra, er hún vissi að vildu veita styrk, og þeir voru margir, það sá eg seinna“. Einar var þó upphaflega algerlega mótfallinn þessari fjársöfnun, eins og hann greinir frá í Minningum, en þar fékk hann þó engu um þokað. Vinir hans voru sterkari. Þökk sé þeim. Nöfn þeirra eru nú öll skráð stóru og skýru letri á tvær allstórar vængjatöflur í safninu. (Þótt hér séu skráð aðeins nöfn karlmannanna, er skýrt tekið fram á töflunum, að konur þeirra voru einnig gefandinn). Nöfnin eru þessi: Ásgeir Sigurðsson, konsúll. A. V. Tulinius, sýslumaður. A. Obenhaupt, kaupmaður. Björn Kristjánsson, bankastjóri. Bernhard Petersen, útgeröarmaður. Carl Olsen, kaupmaður. C. Zimsen, kaupmaður. Egill Jakobsson, kaupmaSur. Elías Stefánsson, útgeröarmaður. Eyólfur Eiríksson, veggfóðrari. GarSar Gíslason, stórkaupmaSur. Goos, útgerSarmaSur. Georg Copland, stórkaupmaSur. GuSmundur Eiríksson, stórkaupm. Gunnar Þorbjörnsson, kaupmaSur. Halldór Thorsteinsson, útgerSarm. H. S. Hanson, kaupmaSur. Hallgrímur Benediktsson, stórkaupm. Helgi HafliSason, útgerSarmaSur. HólmfríSur Gísladóttir, forstöSukona. Helgi Zo'éga, kaupmaSur. Jes Zimsen, konsúll.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.