Eining - 01.10.1953, Side 10
10
EINING
Frá norræna bindindisþinginn
Ályktanir þingsins, sem haldið var í
Reykjavík 31. júlí til 6. ágúst, voru
þessar:
,,Norræna bindindisþingið hefur at-
frngað ástandið í áfengismálum Norð-
urlandanna fimm. Sums staðar standa
nú fyrir dyrum breytingar á áfengis-
löggjöfinni, og hefur þingið íhugað,
hvaða ráðstafanir beri að gera út af því.
En þó að nokkur munur sé á áfengislög-
gjöf landanna, er þingið einhuga um
að halda fast við þá norrænu stefnu-
skrá í áfengismálunum, er fram kom
og samþykkt var 1947. Norræna bind-
indisþingið skorar því á forvígismenn
bindindismálsins á öllum Norðurlönd-
um, að beita áhrifumj sínum á áfengis-
löggjöf lands síns í fullu samræmi við
þessa stefnuskrá.
Reykjavíkþ. 6. ágúst 1953.
XIX. NORRÆNA BINDINDISÞINGIÐ:
Brynleiíur Tobiasson.
Adolph Hansen. Vihtori Karpio.
Björn Magnússon. Harald Löbak.
Ockar Franzén. /Árni ÓlaCl.
Auk þess samþykkti þingið einróma
SÉRSTAKA ÁLYKTUN UM
STERKT ÖL:
,,Um hið áfenga öl skal fram tekið,
að vegna þeirra upplýsinga, er komið
hafa fram í fyrirlestrum og umræðum
á þinginu, þá er það vilji þingsins, að
komið verði á löggjöf, sem rækilegast
takmarkar eða stöðvar alveg fram-
leiðslu, sölu og veitingar áfengs öls“.
Stefnuskrá sú, er vísað er til í áfengis-
málum frá 1947, var samþykkt á XVII.
norræna bindindisþinginu í Stokkhólmi,
og fer hún hér á eftir:
Stefnuskrá norrœnu bindindishreyfing-
arinnar, samþykkt í Stokkhólmi á XVII.
norrœna bindindisþinginu sumarið ’47-
Markmid: Áfengislaus Norðurlönd.
Leið að markinu: Jafnt og stöðugt
minnkandi áfengisneyzla. Sérstakar ráð-
stafanir í þessu skyni:
1. Eannsókn með aðferðum nútíma vís-
inda á afleiðlngum áfengisneyzlu, ráð-
um til að draga úr henni og tjóni af
nennar völdum.
2. a) Aukin bindindisfræðsla í háskólum,
kennaraskólum og öðrum skólum,
og fyrir hermenn.
b) Víðtæk barátta fyrir bindindi, með
stuðningi ríkisins. og með fyrirlestr-
um, ritgerðum, blaðagreinum, út-
varpserindum og kvikmyndum.
3. Fjárhagsiegur stuðningur til bindind-
isnreyfingarinnar frá ríki og bæja- og
sveitafélögum.
4. Háir skattar séu lagðir á áfenga drykki.
5. Unnið skal í tíma gegn drykkjuskap
þeirra, sem hafa tilhneigingu til of-
drykkju, eftir því sem unnt er, en ekki
með allsherjarskömmtun áfengis.
6. a) Komið sé algerlega í veg fyrir, að
einstaklingar geti hagnazt á með-
höndlun áfengra drykkja.
b) Veitingastaðir, þar sem áfengi er
ekki haft á boðstólum, njóti fjár-
hagslegs stuðnings.
c) Aukin framleiðsla og neyzla góðra
óáfengra drykkja.
d) Áfengisauglýsingar séu bannaðar.
7. a) Áfengi sé aldrei haft um hönd í
samkvæmum, sem kostuð eru af al-
mannafé.
b) Banna skal veitingar áfengra
drykkja í sambandi við opinbera
dansleika, í nánd við almenna
skemmtistaði, almenningsgarða,
íþróttavelli eða aðra slíka samkomu-
staði æskulýðsins.
8. a) Ákvæði skal setja í lög og reglu-
gerðir um tilbúning, sölu og veit-
ingar áfengra drykkja, að sölu og
veitingum áfengis sé þannig hagað,
að neyzla verði sem minnst og að af
henni leiði sem minnst tjón.
b) Sveitafélög og bæjafélög fái óskor-
aðan rétt til þess að banna vínsölu
innan síns umdæmis.
c) Bann sé lagt við sölu áfengis í nánd
við sumarbústaði og í íbúðahverf-
um.
4. Útsölutími áfengis sé hafður sem
stytztur.
9. Þjóðfélagið verður að ki’efjast algers
bindindis af hálfu þeirra manna, sem
stjórna samgöngutækjum eða vinna við
þau, og þeirra sem gegna herþjónustu.
Þetta gildir og um öll önnur störf, þar
sera áfengisneyzla er sérstaklega hættu-
leg.
10. Milliríkjasamningar mega ekki skerða
sjálfsákvörðunarrétt þjóða um skipun
áfengismáia.
11. a) í áfengislöggjöfinni skulu refsi-
ákvæði og uppljóstrunar sett þann
veg, að sem sterkust vörn sé gegn
afbrotahneigð manna á því sviði,
og létti sem bezt framkvæmd lag-
anna.
b) Stofnanir ríkis og bæja- og sveita-
félaga, sem skipaðar eru til þess að
sjá um, að áfengislöggjöfinni sé
framfylgt, skulu haga starfi sínu
þannig, að lögin nái þeim tilgangi
sinum, að áfengisneyzlan verði sem
minnst.
12. Ríkisvaldið verður að taka í taumana
gegn skemmtistöðum, sem gera sér
skemmtanafíkn æskunnar að féþúfu til
tjóns fyrir almenna bindindissemi
og heilbrigði þjóðarinnar. Sveitafélög-
um og bæjafélögum skal veittur réttur
til að banna slíka skemmdarstarfsemi.
Einnig að öðru leyti ber þjóðfélaginu
að kosta kapps um að eyða þeim félags-
legu meinum, sem örva áfengisneyzlu
og magna það tjón, sem áfengið veld-
ur. Jafnframt ber þjóðfélaginu að haga
svo fræðslu- og menningarstarfsemi og
tómstundaiðju, að komið geti í stað
áfengistízkunnar, og sýni og sanni, að
drykkjusiðirnir séu ósamrýmanlegir
sannri menningu.
Dauðadæmdi
sveinnlnii
Um síðustu áramót var 19 ára piltur tek-
inn af lífi í Englandi. Fjöldi manna reis
upp og mótmælti dauðadóminum, hundruð
þingmanna gerðu hið sama, og sumir dóm-
ararnir vildu að pilturinn væri náðaður,
en ekkert dugði. Hann féll fyrir hendi
böðulsins. Orsökin var sú, að hann var tal-
inn meðsekur í morði lögreglumanns, en
morðinginn sjálfur var of ungur til þess
að hljóta dóm.
Þessir tveir ungu sveinar, sem vafalaust
hafa gengið hálar brautir, voru mjög ákafir
í glæpamannakvikmyndir. Yngri pilturinn
þrjózkaðist við að fá lögregluþjóninum
byssu, sem hann ætlaði að taka af honum.
Þá sagði hinn eldri: „Láttu hann hafa
það“, og yngri pilturinn skaut lögreglu-
þjóninn. Samkvæmt máli glæpakvikmynd-
anna túlkaði dómurinn þetta sem hvatningu
eldri piltsins til hins að skjóta lögreglu-
þjóninn.
Hvað sem réttmæti dauðadómsins líður,
er hitt raunalegt, að þjóðir skuli selja
áfengi og refsa mönnum fyrir að drekka
það, svo að á beri, að þær skuli skemmta
unglingum við glæpakvikmyndir og neyð-
ast svo til að fella dauðadóm yfir þeim, er
leiðast á glapstigu af þessum háskalegu
kvikmyndum. Vaxandi glæpalíf hefur fylgt
kvikmyndasýningum í hverju landi. í þeim
er unglingum kennt glæpaiðja, og svo kem-
ur áfengið oft til þess að örfa áræðið.
XIii ómissandi mann-
kostir
Skáldið mikla og heimspekingurinn
Goethe hefur sagt, að níu mannkostir séu
uppistaða hins sigursæla lífs:
Nægilega góð heilsa til þess að verkið
getið verið gleðigjafi.
Nægileg efni til þess að fullnægja nauð-
synlegustu þörfunum.
Nægilegt þrek til þess að takast á við
erfiðleikana og sigra þá.
Nægileg djörfung til þess að játa syndir
sínar og vaxa frá þeim.
Nægileg staðfesta til þess að halda áfram
þar til einhverju er til vegar komið.
Nægileg góðvild til þess að sjá og meta
kosti nágrannans.
Nægileg mannást til þess að rétta öðrum
hjálparhönd.
Nægileg trú til þess að gera það, sem
Guðs er, að raunveruleika.
Nægileg von og bjartsýni til þess að yfir-
stíga kviða og allar áhyggjur viðvíkjandi
framtíðinni.