Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 9

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 9
EINING 9 Ríkissfjórn Frakk- lands þykir nóg koitftið Ríkisstjórn Frakklands hefur nú haf- ið mikla herferð gegn áfengisbölinu. Fyrst og fremst til verndar börnunum. Fimm milljónum fræðslurita um þetta hefur verið dreift út til skóla landsins. Menntamálaráðherrann hefur lagt bann við að börnum innan 14 ára aldurs sé veitt áfengi, en áður hefur verið leyfi- legt að veita börnum vín með máltíðum, t. d. í skólunum. Ríkisstjórnin bjóst við að verðhækk- un á áfengum drykkjum mundi draga úr áfengisneyzlu þjóðarinnar, en það er síður en svo, hún eykst látlaust. Hvern mánuð verða sjúkrahúsin að taka á móti 600 nýjum ofdrykkjumönn- um eða áfengissjúklingum, eins og við nefnum oft þessa menn. En auk þessa þurfa þúsundir manna á læknishjálp að halda sökum drykkjuskapar. Tvær mill- jónir karlmanna og 300,000 konur í Frakklandi drekka daglega 3 lítra af vín- um. A auglýsingaspjöldum í göngum neðanjarðarbrautanna má lesa setning- ar eins og þessa: ,,Ertu viss um, að þú sért algáður?“ Er þetta spurning, sem þúsundir manna í Frakklandi geta alls ekki svarað með neinni vissu. Meðal fjölskylda í Frakklandi ver meiru til kaupa á vínum og brennivíni en til upphitunar, rafmagns, húsaleigu, þjónslauna, vatns og ýmissa annarra nauðsynja.. Áfengisvarnir og umönnun drykkju- manna kostar ríkisstjórnina árlega 700 milljarða franka, auk þess, er hún ver til kaupa á því magni, sem framleið- endur áfengra drykkja í landinu geta ekki losnað við. Til samanburðar má geta þess, að stjórnin ver daglega ein- um milljarð til hernaðaraðgerðanna í Algeríu. Afkoma hvers áttunda manns í Frakk- landi er beinlínis eða óbeinlínis háð vín- ---oOo--- MannúBarstarf.... Framh. frá 5. bls. ing Cittizen". Hún var fyrsta konan, sem varð slíks heiðurs aðnjótandi. Miss Merrick vinnur að jafnaði 18 klukkutíma í sólarhring; alt hennar líf, alt hennar starf lýtur að því, að annast um börnin sín, veikburða börn amerísku þjóðarinnar, sem þurfa að njóta sín og komast til heilsu. Hvort það telst til kraftaverka eða ekki, þá fær 80 punda konan, sem kom- in er yfir áttrætt, og aðeins ferðast í hjólastól, framkvæmt það, sem hún þrá- ir mest og óskar sér. framleiðslu Iandsins og gerð áfengra drykja. Ríkisstjórnin á því við ofurefli að etja, þótt henni sé orðið það ljóst, að voði er á ferð hjá þjóðinni vegna á- fengisneyzlunnar. Þetta er þjóðin, sem oft var bent á sem fyrirmynd í áfengisvenjum. Það hef- ur samt ekki heyrzt síðustu árin. Á- fengismálin eru nú á dagskrá um allan heim, ekki aðeins hjá bindindismönn- um, heldur og ríkisstjórnum, vísinda- mönnum, sameinuðu þjóðunum og öll- um aðiljum, er láta sig velferð manna miklu skipta. Frásögn þessi er tekin að nokkru leyti úr Folket. --------ooOoo-----— Fréttapisftlar Lars Ramndal stórþingsmaður var kosinn formaður landssambands bindindisfélaga í Noregi á landsþinginu í Þrándheimi í marz sl. Daniel Vefald skólastjóri hafnaði endur- kosningu, en hann hefur lengi skipað for- mannssessinn með heiðri. Hann er nú um sjötugt. — Ramndal er kunnur að öllu góðu ineðal bindindismanna á Norðurlöndum. Óskar Eining honum til hamingju með for- mennskuna. Enskur ráðherra fetar í fótspor M.anáes France Nú hefur England einnig fengið sinn ,,mjólkur“-ráðherra. Það er landbúnaðar- ráðherrann Avory. Hann hvetur fóllc til mjólkurdrykkju, og segist sjálfur drekka daglega einn til hálfan annan mjólkurlítra. Lætur liann hið bezta af slíkri drykkju, og skorar á alla Englendinga að fylgja fordæmi sínu í þessu. Afengisneyzla í Vcstur-Þýzka- landi Árið 1955—1956 (apríl-marz) var áfengis- neyzlan í Vestur-Þýzkalandi 5,2 lítrar af 100% áfengi á hvert mannsbarn í landinu. Árið áður nam neyzlan 4,7 lítrum. Illa gcngur að reka Satan út með Ðelzebul Áfengiseinkasala ríkisins í Finnlandi gerði tilraun til að vinna gegn neyzlu sterkra drykkja með því að hefja áróður fyrir vín- neyzlu. Verð á víni var lækkað og auglýst óspart. Tollar á sterkum drykkjum voru jafnframt hækkaðir. En hver varð árangur- inn? Að vísu fór vínneyzlan vaxandi, en neyzla sterku drykkjanna einnig. Frú Helga Vagnsson Frú Helga Wagnsson, Reglusystir vor, landshöfðingjafrú í Kalmar, var sæmd kon- unglegri gullmedalíu fyrir mikilsverð störf sín í þágu Rauða Krossins í Svíþjóð. Drottn- ingin afhenti sjálf medalíuna. Frú Helga hefur sagt: „Góðtemplarar mega ekki einangra sig“. H ástúkuþingið HástúkuþingiS næsta verður haldið í Haag 19.—25. júlí 1958. Áfenaissala frá Áfengisverzlun ríkisins fyrsta ársfjórð- ung (1. jan.—31. marz 1957: Selt í og frá -Reykjavík .. kr. 20.439.587.00 Selt í og frá Akureyri . . -— 2.097.138.00 Selt í og frá Seyðisfirði . — 427.341.00 Selt í og frá Siglufirði . . — 815.587.00 Kr. 23.779.653.00 Sala í pósti til héraðsbannsvæða: Frá aðalskrifstofu í Reykjavík: fsafjarðarumdæmi ......... kr. 397.231.00 Vestmannaeyjar ............. — 627.349.00 Áfengi til veitingahúsa selt frá aðalskrifstofu ........ —• 876.974.00 Á sama tíma í fyrra var sal- an sem hér segir: Selt í og frá Reykjavik . . kr. 20.444.760.00 Selt í og frá Siglufirði . . — 1.019.972.00 Selt í og frá Seyðisfirði .. — 319.024.00 Kr. 21.783.756.00 Sala í pósti til héraðsbannsvæða frá aðal- skrifstofu í Reykjavík: Akureyri og nágrenni .... kr. 590.249.00 ísafjarðarumdæmi ............ — 449.650.00 Vestmannaeyjar............. -—- 658.219.00 Frá Siglufirði til Akureyrar og nágrennis ................ — 213.232.00 Áfengi til veitingahúsa, selt frá aðalskrifstofu .........kr. 1.091.122.00 Það athugist, að verðhækkun varð á áfeng- um drvkkjum 1. febr. s.l., og nam hún 10— 15%. — Héraðsbannið á Akureyri var af- numið um síðastliðin áramót, og liafði það þá staðið í þrjú ár. ÁfengisvarnaráSunauturinn Reykjavík, 9. apríl 1957. Rrynleifur Tobiasson. --------ooOoo-------- Órœkt Furðulegt má það heita, hve skáldsögur, kvikmyndir og margvíslegt léttúðartal manna er kryddað ógeðslegu bulli um kyn- ferðismál og alls konar klámi. Minnugir mættu þó allir þeir, sem temja sér slíkt orð- færi, vera þess, að af konu eru þeir fædd- ir, móður sína hafa þeir flestir elskað, flest- ir einnig átt konur og vonandi elskað þær, átt einnig systur og dætur. Gleymist þetta allt, er menn í sóðaskap traðka niður í svaðið það, sem ætti að vera þeim lireint og í heiðri haft? Það er enn eitt vitnið um ill örlög manna, að þeir skuli níðast á því, sem þeir ættu að meðhöndla af mestri nærfærni og blygðunarsemi. -————ooOoo----------- Gjafir og greiðsla til blaðsins Sigurjón Steinsson, búfræðingur, Ólafs- firði, 100 kr. Guðjón Kristinsson, skóla- stjóri, ísafirði, 50 kr. Rjörgvin Jónsson, kaupm., Reykjavik, 100 kr. Guðjón Magnús- son, Hafnarfirði, 50 kr. Daníel Ágústínus- son, bæjarstjóri, Akranesi, 100 kr. Jón Emil Guðjónsson, Reykjavík, 100 kr. Stefán Guð- mundsson, Hólum, Dýrafirði, 75, kr. Pétur Guðmundsson, Ófeigsfirði, 160 kr., Þorgils Guðmundsson, Reykjavík, 100 krónur. — Bezln þakkir.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.