Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 1

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 1
15. árg. Reykjavík - Maí - 1957. 5. tbl, Hundrað ár voru liðin 12. maí sl. frá fæðingu Sigurðar Eiríkssonar, reglu- boða Stórstúku íslands. Stórstúkunni fannst viðeigandi að þessa aldarafmælis hans væri minnst á sérstakan hátt. Stór- templar skrifaði biskupinum, herra Ásmundi Guðmundssyni, og mæltist til þess, að hann bæri fram við presta landsins þau tilmæli, að þeir tæku bind- indismálið til meðferðar í prédikunum sínum sunnudaginn 12. maí. Stórtemplar barst svo svarbréf bisk- ups, og er það á þessa leið: Hr. stórtemplar, Brynleifur Tobiasson. Út af bréfi yðar, herra stórtemplar, dags. 25. marz, mun ég beina þeim tilmælum til presta landsins, að þeir taki bindindismálið til meðferðar í pré- dikununum sunnudaginn 12. maí n.k., sem er aldarafmæli hins merka og ágæta regluboða, Sigurðar Eiríkssonar, Jafn- Aldarmínning Síguröar Eiríkssonar framt mun eg hvetja prestana til þess að biðja í kirkjum sínum um þróun og eflingu bindindis með þjóð vorri. Ennfremur vil eg þakka þýðingu á yfirlýsingu sænska biskupafundarins 1953. Kirkja Islands metur mjög mikils starf Góðtemplarareglunnar hér á landi og væntir af því blessunar öldum og óbornum. Virðingarfyllst, Reykjavik, 2. april 1957. Ásmundur Guðmundsson. Prestar landsins munu hafa orðið við tilmælum þeim, sem bréf biskups getur um, og gætir áhrifa Sigurðar þannig enn marg- víslega, þótt dáinn sé. Regla Góðtemplara á Islandi mun ávallt halda í heiðri minningu Sigurðar Eiríkssonar. Hann er einstakur í sögu hennar. Fertugur að aldri gekk hann í þjónustu reglunnar og var regluboði stórstúkunnar um 20 ára skeið, frá 1897 til 1917. I þessu starfi vann hann mikið afrek, stofnaði alls rúmar 80 stúk- ur, var sí og æ í ferðalögum, fór ekki geist, en var þeim mun iðnari. Þar var engin augnaþjónusta. Hann vann af héil- um hug hjartfólgnu málefni. Hann þjón- aði ósvikið merkum samtökum manna, en hann vann eins og drottinn ætti í hlut en ekki aðeins mannlegur félags- skapur, og haft er eftir honum, að hann hafi jafnan sagt, er hann var að stofna stúkur: ,,Þá stofnum við stúkuna í drott- ins nafni". Starf hans bar góðan árang- ur og stóð föstum fótum í góðum jarð- vegi. Dugnaðurinn, þrautseigjan og trú- mennskan fór þar allt saman á frábæran hátt. Fæddur var Sigurður að Ólafsvöllum á Skeiðum 12. maí 1857. Um allmörg ár bjó hann á Eyrarbakka og var þá kirkjuorganleikari. Árið 1905 fluttist hann til Reykjavíkur. Síðustu æviárin dvaldi hann á ísafirði hjá syni sínum Sigurgeir, fyrrv. biskupi Islands, sem þá var þjónandi prestur á Isafirði. Var það mikil gæfa hinum áhugasama öldungi að sjá son sinn þjóna af heilum hug og hjarta þeim málefnum, er hann hafði unnað mest, og njóta mikills trausts og hylli sem stöðugt vaxandi maður í vín- garði drottins. Hið göfuga starf þessarar fjölskyldu heldur áfram lið fram af lið. Slíkt er hlutskipti þeirra, er Guðs vegu ganga og umlykja sína bænarhug og blessunaróskum. Kvæntur var Sigurður Svanhildi Sig- urðardóttur Teitssonar, hafnsögumanns á Eyrarbakka. Þar sem Sigurður var í sífeldum ferðalögum, hefur það komið í hlut hans ágætu konu að inna af hendi tvöfalt starf við uppeldi barnanna og stjórn heimilisins. Var hennar fórn því ekki lítil fyrir hið góða málefni. Stórstúka Islands hefur látið reisa legstein á leiði þessara hjóna í hinum gamla kirkjugarði Reykjavíkur og var hann afhjúpaður á aldarafmæli Sigurð- ar Eiríkssonar, 12. maí sl.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.