Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 11

Eining - 01.05.1957, Blaðsíða 11
EINING 11 Stofnaðar nýjar deildir Bindindisféflags ölcumanna / Garð/ Stofnuð 17. febrúar sl. og var þar heldur en ekki myndarlega af stað farið. Stofnendur voru 32. Bifreiðastöðin á staðnum var öll liinn sterki liður í stofnun deildarinnar. í stjórn voru kjörnir þessir: form.: Vilhjálm- ur Halldórsson, varafm.: Jónas Guðmunds- son, ritari: Gunnar Sveinhjörnsson, gjald- keri: Einar Tryggvason, meðstjórnendur: Karl Njálsson og Þorsteinn Halldórsson. / Skagafirði Stofnuð 5. apríl sl. Þar var og myndar- lega verið að verki. Stofnendur voru 27. Fundurinn var á Sauðárkróki. Með sínum venjulega áhuga og dugnaði sá Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri, um allan undirbúning og stofnun deildarinnar. 15 fé- laganna eru búsettir á Sauðárkróki, en 12 í dreifbvlinu. Sumir eru bændur, aðrir bíl- liöfSu ineð sér sameiginlegt mót á Sauð- órkróki ó annan í páskum. En þær eru: stúkurnar Sóley í Hofsósi, Sólhamar í Tungu- sveit og EilífuarblómiS á Sauðárkróki. Mætt- ust stúkurnar á Sauðárkróki upp úr nóninu og voru saman framundir náttmál. Samkoma var svo haldin með þessari þrífylkingu í tempiarahúsinu gamla frá 1898. Var þar að vísu að mestu fullskipað, því að félagar í Eilífðarblóininu einu saman eru yfir 100. Og aðkomin börn úr hinum stúkunum voru alls yfir 60. Samkoman var sett og henni stjórnað af Jóni Þ. Björnssyni. Gæzlumenn beggja að- komustúknanna, Garðar Jónsson skólastjóri í Hofsósi og Herselía Sveinsdóttir skólastj. í Tungusveitinni töluðu auk hans til barnanna. Sigrún M. Jónsdóttir, liinn nýi gæzlumaður Eilífðarblómsins, stjórnaði söng á undan og á milli atriða. Böm úr stúkunum komu einnig fram með upplestur og gítarspil. Guðjón Ingimundarson íþróttakennari sýndi tvær kvikmyndir og Pétur Björnsson erindreki flutti erindi. Loks enti samkoman með því, að stjórar, vélstjórar, einnig embættismenn, svo sem bæði prestar og skólastjóri á Hóliun í Hjaltadal. Svo eru verzlunarmenn, ráðunaut- ur og menn annarra stétta. I stjórn deildarinnar vora kosnir þessir: Formaðnr; Sigurður Björnsson, skrifstofu- ma'ður; ritari: séra Björn Björnsson; gjald- keri; Sigurður Björnsson, bílstjóri; með- stjórnendur: Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum og Sigurður Jónsson, alþm. á Reyni- stað. / Stykkishólmi Stofnuð 5. maí sl. Stofnendur voru um 20. Sigurgeir Albertsson, formaður Bindindisfé- lags ökumanua stofnaði deildina. Blaðinu er kunnugt um, að svo stöddu, að- eins tvo í stjóm deildarinnar form.: Sigurð Skúlason, hótelstjóra, og ritara: Ingva Breið- dal. Eining býður þessar nýju deildir velkomn- ar í sveit þeirra mar.na, er hrekja vilja versta vágestinn af vegum þjóðanna og efla sem bezt öryggi í allri umferð. Deildir Bindindisfélags ökumanna eru nú orðnar átta. J. Þ. Bj. flutti stutta páskaliugleiðingu út af sálmaversinu: Sjá ljós er þar yfir. í alllöngu hléi nutu aðkomubörnin veitinga, er böm Ei- lífðarblómsins gengust fyrir, en mæður þeirra og stúkan sjálf höfðu lagt til. Fóru þær veitingar fram í bæjarstjórnarsalnum, er bæj- arstjóri Björgvin Bjarnason liafði góðfúslega lánað. Fór þetta allt vel fram og bílferðir bam- anna lieppnuðust vel þrátt fyrir vonda aur- blevtu víða á vegunum. Foringjar umdæmis- stúkunnar nr. 5 á Akureyri vildu hafa mætt á móti þessu, og voru þeir komnir miðja vega vestur hingað, en urðu þá að snúa aftur sakir aurbleytu og ófærðar. Vora það von- brigði, en líka þau einu, er þetta fyrirtæki varð fyrir. En „það er gott að eiga inni hjá kónginum", segir máltækið. Vissulega geta slík mót sem þetta orðið til liressingar og auk- innar kynningar, og þannig orkað til góðs á börnin og fyrir málefni Unglingareglunnar. J. Þ. B. Lungnakrabbi og tóbak Brezka læknablaðið Brilish Medical Journ- al hefur fyrir nokkru birt niðurstöðu rann- sókna á dauðsföllum lækna af lungnakrabba síðustu fimm árin. Slík dauðsföll urðu 40 sinnum fleiri meðal lækna, er reyktu inikið en hinna, sem reyktu alls ekki. Dauðsfallatalan var aðeins 0,07 á hver tíu þúsund þeirra, sem reyktu ekki en var 1,66 meðal reykingamannanna. Vitnunum fjölgar daglega gegn tóbaks- notkuninni. Og vitnin eru nú ekki síður úr hópi liinna sérfróðu manna. Vonandi gefa æskumenn gaum slíkum vitnisburði og taka það ráð, að láta tóbaksneyzluna deyja út með eldri kynslóðinni. -------ooOoo-------- ísfirðingar afnema Héraðs- bannið Sunnud. 28. apríl sl. fór fram á ísafirði atkvæðagreiðsla um opnum áfengissölu þar á ný. Já sögðu 606, nei 214, 9 seðlar auðir og 9 ógildir. Aðeins milli 50—60 af hundraði kosningabærra manna á staðnum greiddu atkvæði. Allmikið hefur verið um leynisölu á fsa- firði og meðferð þeirra mála mjög ömurieg. Þótt næstum hvert mannsbarn á staðnum viti um slíka sekt manna, að fangelsisvist ætti að varða, þá leika þeir lausum hala, gefa löggæzlu og dómsvaldi langt nef og hlægja að kákinu. Almenn óánægja ríkti með ástandið og margur maðurinn mjög óráðinn. Bindindisstarfsemi á staðnum er fremur þróttlítil. Þar sem garður er ekki hirtur, vex illgresi, en löggjafarvald þjóðar- innar sér um, að erfitt sé að hirða garðinn. Fáránlegt er, að leyfa atkvæðagreiðslu um liéraðabönnin eftir aðeins tvö ár. Þar ferst okkur ver en öðrum þjóðum, scm notfæra sér liéraðabönn. Almenningur vill vera laus við áfengið, lögregla einnig hvarvetna, en á æðri stöðuin er áfengispúkanum búið öruggt vígi. Ríkið er sams konar þræll áfengisgróðans sem drykkjuræfillinn flösk- unnar, og er hvorttveggja illt. -------ooOoo-------- Stjörnublik Dreifast skýin dimmu, svörtu, dýrð á himnum skín. I stjörnuaugans bliki björtu brosir Guð til mín. P. S. Þrjár barnastúkur i Skagafiriti Bessa kom á heimilið, fannst henni sem væri hún að leika háalvarlegan sorgarleik, sem ætti þó ekkert skylt við hana sjálfa, en hún yrði að leika af list. Hún settist við gluggann í baðstofunni og horfði á eftir manni sínum og Bessu, er riðu í harðaspretti út að ánni, en ekki sneri Pétur þar við. Þau héldu leiðar sinnar og komu ekki heim aftur fyrr en komið var fram yfir háttatíma. Hún heyrði, er þau riðu hratt í hlaðið, og Bessa var í meiralagi hávær. Hún hló dátt og hrúgaði saman alls konar gælunöfn- um á Pétur. Kallaði hann hrossagaukinn sinn, nöðruna sína, marhnút og annað þessu líkt. Auðheyrt var, að hún vildi fá Pétur til að gera eitthvað, sem hann var tregur til. Loks heyrði Hrafnhildur hana segja: ,,Ef þú ferð nú ekki strax upp og sækir rúmfötin, þá færðu fjandakornið ekki dropa úr flösk- unni fyrr en á morgunn.“ Þetta dugði. Hann lagði af stað eftir rúmfötunum, þótt valtur væri hann nú á fótunum, en ofan komst hann með þau. Alla nóttina heyrði hún hávaða og gauragang niðri í stof- unni, en hún lét ekkert á sér bæra, sofnaði þó ekki dúr alla nóttina, en er hún leit út um morguninn, sá hún orgelið sitt standa á hlaðinu og þar einnig ýmsa smámuni, er hún átti í stofunni, liggja víðs vegar í hlaðvarpanum, en pjönkur Bessu voru horfnar. Hún strauk hendi nokkrum sinnum fast um enni sér og ætlaði svo að flýta sér niður, en þá stóð Pétur í stigan- um og hafði auðsjáanlega ætlað upp. Hún ætlaði að komast framhjá honum, en er hann sá hana, bað hann hana að hjálpa sér upp. Hún rétti honum hendina, leiddi hann inn í svefnherbergið, afklæddi hann og þvoði honum og kom hon- um í rúmið eins og hún hafði svo oft áður gert, er hann var í slíku ásigkomulagi. Allt gerði hún þetta orðalaust, en það var þung og sár kvalastuna, sem braust fram frá brjósti henn- ar, er hún gekk út úr herberginu.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.